Sæll Harry,
Það er svo sem ekkert að því, ekki finnst mér það amk.
ég var nú bara beðinn um skella inn þessari spurningu til að kanna viðbrögðin. Einhver var að tala um að ástæðan sé sú að þeir finnst þeim ekki vera á nógu samkeppnishæfum bílum til að eiga séns í titil í MS, var ekki Óli "Hemi" að fara einhverjar 10 sek í fyrra þó svo að hafa bara verið með í einni keppni.
Reyndar varð Garðar Íslandsmeistari í MS á skítlágum 12 sek og hann var með í tveim keppnum. Bílarnir sem um ræðir eru allt götubílar sem menn vilja nota í góðviðrisrúntinn, án þess að ég geti svarað fyrir þá að fullu þá getur verið að menn séu mögulega ragir við að þurfa tjúna meira eða setja boga í bílinn, að það sé ástæða þess að vilja komast í MC á drag-radial og með stærra púst. Ef ekki þá er bara valið á milli þess að vera á radial í MC eða á slikkum og með stærra púst í MS.