Hver er staðan á þessum í dag ?
Ég átti orðið allnokkur handtökin í þessum og smíðaði ma. hálft afturbrettið á hann en það hafði fengið á sig góðan skell einhverntíman fyrir löngu og réttingin á því ekki beint upp á marga fiska auk þess sem var farið að ryðga talsvert út frá tjóninu. Ég muldi einhver ósköp af spartsli úr því og reyndi síðan að rétta. Þetta var svo efnismikið að þegar ég var búinn að fá brettið sæmilega slétt þá var það orðið allt of langt og ekki nokkur leið að þrykkja þessu svo vel færi.
Nýtt bretti auðvitað ófáanlegt þannig að það var ekki um annað að ræða en klippa ræfilinn í burtu og smíða nýtt ásamt bróðurpartinum af afturljósabotninum og hluta af afturgaflinum.
Ég keypti þennan bíl í kössum og var nákvæmlega ekkert eftir í boddýinu sem ekki var soðið fast, Búið að rífa hvert einasta snitti úr og ekki svo mikið sem skrúfa eftir. Það vantaði vél og kassa og var búið að fleygja orginal hásingunni en það fylgdi Ford 9 tomma sem ég setti undir auk þess sem ég var búinn að setja ofan í hann AMC 360 mótor.
Síðan breyttust aðstæður hjá mér á þann veg að ég sá ekki fram á að geta gert neitt af viti í bílnum næstu árin þannig að greyjið var látið fara.
Sá sem keypti hann af mér, gerði síðan held ég ekkert í honum