Ég eignaðist eitt það besta eintak af Javelin sem hér hefur verið, aðeins 2 dögum eftir að maður fékk hið langþráða ökuskírteini í hendurnar.
Sá bíll var af ´68 árg. með 343 vél, skráð 290HP sjálfbíttaður og með splittuðu 2.73:1 drifi. Ég átti hann í nokkur ár, það var góð vinsla í þessum bíl, sérstaklega eftir að vélin var gerð upp. Hann var nokkuð frekur á aftur hjólbarða
, og það var hægt að slæta honum út og suður. Þessi bíll er til enn og heirði ég að það væri farið vel með hann. Enn það væri gaman að sjá hann á götunni eitthvern daginn.
Hér eru myndir frá því að ég var nýbúinn að eignast hann, og ein úr safni Mola tekinn ´2002 að ég held.