Sælir félagar.
Það er skondið að sjá umræður um AMC hérna inni og að Páll bróðir er ekki að svara svona spurningum, en ég ætla að láta eitthvað flakka af því sem að ég hef lært hér gegnum árin af honum í AMC fræðunum.
Það fyrsta við AMC mótorana er að þeir eru mjög léttir. Já léttari en "Small Chevy" og með fleiri kúbik.
AMC er léttasti "small block" mótorinn fyrir utan Buick/Rover 215cid/3,5L ál vélina.
Það er jafn auðvelt að tjúna AMC og aðrar vélar. Það er satt að það er ekki til eins mikið af "performance" hlutum í AMC og til að mynda Chevy en það hefur mikið breyst.
AMC vélar hafa til dæmis sömu galla og "small block Chevy", það er lélegt olíu og ventlakerfi. (ATH fyrirtækið Manley var stofnað til að framleiða hluti í "small block" Chevy og þá aðallega í ventla og olíukerfin á þeim vélum).
Við höfum hér heima AMC vélar sem hafa verið að fara lágar 11 háar 10sek.
10,70sek tekið á svo til standard 360 mótor í 1450kg bíl með nítró.
Mótorinn var standard fyrir utan Edelbrock Torker millihedd, Holley 750 Double pumer blöndung, Hedman flækjur og NOS Nítrókerfi.
Það er líka hægt að nota hluti úr öðrum mótorum í AMC mótorana og verða sér þar með úti um ódýrari hluti en ef að þeir væru sérsmíðaðir.
Það er hægt að fá kambása, millihedd,flækjur og fleira á svipuðu verði og í aðrar vélar, þannig að ég myndi ekki vera hræddur við að nota AMC mótora í keppni eða á götuna.
Það var mikil speki í því sem að Bob Glidden margfaldur heimsmeistari og methafi í "Pro stock" sagði fyrir nokkrum árum: "Mótorinn veit ekki hvað stendur á ventlalokunum, það er sá sem er að tjúna sem þarf að vita hvað hann er að gera".
Að því loknu tók hann "small block Chevy" tjúnaði hana, setti hana í Fairmont-inn sinn og fór 10/100 frá heimsmetinu sem að hann var ný búinn að setja með "small block" Ford.