11
« on: January 15, 2008, 08:00:16 »
Var að flytja Mustanginn suður í Njarðvík um miðjan Nóvember sl, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema það það þegar ég legg af stað út götuna, þá sé ég móta fyrir hjólförum á því sem mér sýndist vera marautt malbik. Icing on the cake, OK, þá er gott að vera með big block vél með 250 -260° og gríðarlegt lift og 8 - 9 tommu converter .... tekur nebblilega svo mjúklega á.
Síðan var ekið áleiðis á stöðina og tankað af besta djúsi sem hægt var að fá .... alveg við frostmark inni í bílnum ...smá hiti frá flækjunum upp í gegn um gólfið.
Svo af stað upp Hvaleyrarholtið og suður úr. Sé glitra á ís á veginum hér og þar. Við álverið mæti ég 18 - wheeler með einhvern arsloch við stýrið. Aftan í er risavagn og einhver vítisvél á honum. Úr tækinu úðast þvílíkt magn af vatni .... einhverskonar valtari með fulla tanka af vatni sem lekur út um alla götu .... ekur náttúrulega á um 100km hraða þannig að úr þessu verður fínn úði sem dreifist um allan veg. Vegurinn er ein glæra fyrir aftan þennan bjána og ég tek upp símann til þess að hringja í lögregluna, en læt það ógert, enda nóg framundan að fást við.
Þegar ég kemst inn á tvöfalda veginn í Hvassahraunslandinu er allt OK, svo kemur Kúagerðið sælla minninga og ég bæti aðeins í, enda orðið hrollkalt í bílnum. Það var nú ansi gaman í Kúagerðinu, menn með haglabyssur og brennivínsflöskur, lögreglan og hálfur bærinn þarna suðurfrá allar nætur ..,,, den tid ....
Svo fer bílunum að fjölga vegna þess að ég held ekki nógu stíft áfram, enda vegurinn eins og á sumardegi ... allt þurrt og fínt. Ek Strandarheiðina og það er ekki leiðinlegur niðurinn í 7000 rúmsentimetra vél ..... þið vitið ... með tæplega 12 :1 ....
Svo fer veginum að halla aðeins og landslagið lækkar þar sem breikkunin endaði þar til í vor, c.a. 4km austan Vogaafleggjarans .... Bílar færast nær í speglinum og einn kemur rólega upp að mér og færir sig á vinstri akrein. Ég tel mig hafa verið á c.a. 90 give or take og hafði varann a mér. Hann hikar og glápir greinilege á þessa amerísku abomination of a car með tvö þriggja tommu púströr og með skrásetningar númerið "CJ" ... Ja-á .... hann hefur verið að horfa á Baywatch þessi CJ maður ... Pam Anderson aðdáandi ... og gefur svo allt í botn þegar hann er kominn c.a. meter fram fyrir mig og vonar greinilega að ég svari og vilji taka einn gráan ...
Þá gerist það .... í slow motion sé ég þennan multi milljón króna Lexus SC-300 hefja sig til flugs ... bókstaflega .... hægra afturhjól virðist lyftast upp og græjan byrjar að lensa ....svo er það út á hlið vinstri ... broadside beint fyrir framan mig og ég sleppi bensíninu ... hann snýst 180° og lýsir nú beint framan i mig á um 110-120 km hraða .... afturábak og ég hugsa .... this is it ... ég fer á hann á fullri ferð og ekki meir um það. Svo snýst hann heilhring fyrir framan mig og við þessar aðstæður hverfur allt í ofboðslegum rykmekki og nú er hann að missa bílinn út af veginum hægra megin. Shit .. ég er flæktur í eitthvað sem líkist World´s wildest police videos......
Nú kastast vinurinn inn á veginn aftur og snýst annan heilhring á götunni á þessum líka fínu low profile dekkjum.... rennur svo á fullri ferð út af hægra megin og snýst hálfhring, skoppar eins og blaðra ... dekk rifna og felgur bogna eða brotna. Endar þar þvert á veginn c.a. bíllengd utan vegar, með ljósin inn á veginn. Á hjólunum ... shaken not stirred!
Einn stoppar fyrir aftan .... ég í kantinum ... og hann gengur að bilnum snarast að þessum metro gæja sem hefur skriðst út úr bílnum og spyr: "Er ekki í lagi meððig maður?" Vinurinn svara með miklum hreim: "Do you speak english?"
OK ... hann er í lagi en aðeins boginn eftir að hafa spælt bjúkkann þarna á hraðbrautinni og ég tek upp símann og hringi í 112. Þar er mér gefið samband við lögregluna og ég sagði frá þvi sem fyrir augun bar og dro ekkert undan.
Svörin voru mjög einkennileg ... svona ... lítil viðbrögð og ekkert gefið fyrir það sem ég var að segja ... svo ég lét fjúka í og sagði viðkomandi að bera vegagerðarmönnum eða starfsmönnum Vogakauptúns að get off the lard ass og saltbera veginn, því þarna væri að skapast algert neyðarástand. Þessu var lofað.
Svo legg ég af stað og c..a 2 km lengra stendur lögreglubíll í vegkantinum hægra megin ..... og skýringin á þvi af hverju ég fékk engin viðbrögð frá HQ ... en það var pallbíll .... svona .... medium ... gæti hafa verið Toyota DC eða Nissan ... á þakinu c.a. 50 metrum utan vegarins og búinn að klippa niður ljósastaur.
Þegar við komum til baka hálftíma síðar var ekki þverfótað fyrir saltbílum og staffi sem var að sópa ruslinu upp af götunni......
Mustanginn er bæði undir plasti og yfirbreiðslu .... og miðstöðin er komin í lag ..
En sú var tíðin að maður vílaði ekki fyrir sér að gera það sama og þessi gaur.