Þetta atriði með að leyfa flækjur í standard flokki eða ekki var eitt af því sem rætt var um bæði í nefndinni og á fundinum.
Verið er að setja þessa standard flokka inn til að reyna að fá nýliða inn í KK.
Hvernig ætli nýliði sem hefur aldrei spyrnt uppi á braut og kemur á standard hjóli eins og það kom úr verksmiðju, án powercommanders, án slipons, og án þess að vera með flækjur, lítist á að spyrna við mótherja sem er búin að vera að spyrna uppi á baut í 1-2 ár eða meira með powercommander með slipon og með flækjur.
Ég er hræddur um að hann yrði flengdur svo gjörsamlega að hann kæmi aldrei aftur.
Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis, en þessir standard flokkar eru hugsaðir þannig að þeir séu fyrir byrjendur. Gömlu flokkarnir eru þarna ennþá. Okkur fannst eðlilegra að þeir sem hafa verið að spyrna og eru komnir með reynslu, horfi fram á veginn og takist á við ný markmið, heldur en á láta það bitna á byrjendum.
...
Varðandi hámarks stærð í SD flokki er það að segja, að fyrsta tillagan var um að hafa hann 1001 cc – 1500 cc. Þá var farið að tala um t. d. þá sem eiga Kawasaki ZX12R árg. 2006, þeir eiga ekki séns í fjórtán Kawann og 2008 Busuna og mundu ekki koma.
Þá var ákveðið að hafa flokkinn 1001 – 1400 cc. Þá fóru þeir sem eiga eldri Busur að segja að þeir hafi ekki séns í fjórtán Kawann og 2008 Busuna. Þá var ákveðið að hafa tillöguna 1001 – 1300 cc.
Það er líka spurning hvort keppendur í flokkum séu fáir vegna þess að flokkar eru orðnir of margir eða vegna þess að fólk sér að það hefur ekki nokkurn möguleika á að ná verðlaunasæti.
Ég biðst afsökunar á þessum stutta fyrirvara, með fundinn.
Gaman hefði verið að fá fleiri tillögur. En núna er tækifærið til að senda inn tillögur fyrir aðalfund 2009 á meðan þið eruð fersk og nýbúin að hugsa hvað betur má fara.
Steini.
Allavegana frá mínum bæjardyrum séð, skiptir púst og PC mikklu minna máli en lengingar, lækkun og rafskiptir.
Ég er bara rosalega hræddur um að með svona skiptingu, eins og lögð er til þá verði ekki nægjanlega mörg hjól í hverju flokki til að ná einhverri keppni. Það er alveg glatað ef að 3 eða færri mæta í hvern flokk...
Ræddu menn ekkert um 8.90 9.90 10.90 flokka? Ég hef alltaf verið svoldið heitur fyrir þeirri skiptingu, því að þá getur maður á gamalli 1100 súkku keppt við nýlegt 600 hjól á jafnréttisgrundvelli osfr...