"Bjori"
Thing is, if you mess with the bull, you´ll get the horns!
Í gegnum árin hafa menn verið að mála hjálmana sína, bæði ef þeir rispuðust og eins ef þeir brotnuðu, þá límdu menn þá saman með duramix eða sambærilegu, spörsluðu og sprautuðu, rétt eins og bílinn sinn.
Þessar viðgerðir voru oftast þegar upp var staðið álíka dýrar og nýr hjálmur, auk þess sem menn voru komnir með rammfalskt öryggistæki á hausinn á sér.
Lakkið sem kemur á hjálminum frá framleiðanda er stór þáttur í styrk hjálmsins, eins kjánalega og það hljómar. Með því að pússa það (þó lítið sé) og mála yfir það ertu búinn að veikja brotþol hjálmsins um allt að 40%!! Einnig geta fínar rispur dregið úr öryggi hans, eins og rispur sem myndast þegar hjálmur dettur af stýrinu og niður í götu.
Eg er búinn að detta tvisvar mjög illa af, og í seinna skiptið þá bjargaði hjálmurinn mér algjörlega, endastakk hjólinu, kastaðist upp og lenti á hausnum 8 metrum frá.
Ég met hausinn á mér fyrir meira en 30.000, og ég sá K2 auglýsa í vetur flotta hjálma niður í 15.000. Blessaður hættu að spá í þetta, fáðu þér bara nýjan hjálm, láttu aldrei skína á hann sól þegar hann er ekki í notkun, aldrei lána neinum hjálminn þinn, leggðu hann aldrei frá þér þar sem hætta er á að hann geti dottið.
Góðar stundir.