Author Topic: Sprauta hjálma??  (Read 5636 times)

Offline Bjori

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
Sprauta hjálma??
« on: April 09, 2008, 21:14:54 »
Sælt veri fólkið

Hvernig er það telst vera " í lagi " að sprauta hjálma?

Hafa menn eitthvað verið að gera þetta?

Offline top fuel

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 165
    • View Profile
Sprauta hjálma??
« Reply #1 on: April 09, 2008, 21:27:50 »
það er ekki mælst til þess að þú berir nein efni eða líma límiða á hjálminn þin og kvað þá að sprauta hann. því þessi efni gætu veikt skélina í hjálminum og þar með gert hann óöruggari

cecar

  • Guest
Sprauta hjálma??
« Reply #2 on: April 10, 2008, 00:03:44 »
Quote from: "top fuel"
það er ekki mælst til þess að þú berir nein efni eða líma límiða á hjálminn þin og kvað þá að sprauta hann. því þessi efni gætu veikt skélina í hjálminum og þar með gert hann óöruggari

Það er semsé það sama með hjálma og heila, efni og lím fara illa í þá :smt040

Offline fenix

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 24
    • View Profile
Sprauta hjálma??
« Reply #3 on: April 14, 2008, 18:37:38 »
Hvernig færðu það eiginlega út að það veiki skelina að sprauta yfir hana?

Er það bara ég eða eru ótrúlega mikið af þjóðsögum og þvíumlíku sem gengur um hjálma?  Eins og sú vitleysa að hjálmur sé ónýtur ef hann dettur í jörðina.

Það eru nánast allir hjálmar sem þú sérð til sölu sprautaðir með lakki. Skelin er gerð úr trefjaplasti og þakin með efni til að vernda hana gegn áhrifum sólar sem að fer illa með trefjarnar.

Ég sé nákvæmlega ekkert að því að sprauta hjálma uppá nýtt
Celica ST-182
Suzuki GSX-R 1100

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Sprauta hjálma??
« Reply #4 on: April 14, 2008, 18:43:40 »
glæran getur mögulega skemmt þetta eitthvað..
Gísli Sigurðsson

Offline fenix

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 24
    • View Profile
Sprauta hjálma??
« Reply #5 on: April 14, 2008, 20:10:37 »
Hvaða rök hefuru fyrir því?
Celica ST-182
Suzuki GSX-R 1100

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Sprauta hjálma??
« Reply #6 on: April 14, 2008, 20:26:53 »
klárlega ekki eitt einasta snitti af rökstuðning, heyrði þetta einhverstaðar á veraldarvefnum.
Gísli Sigurðsson

Offline Bjori

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
Sprauta hjálma??
« Reply #7 on: April 14, 2008, 21:32:16 »
Quote from: "fenix"
Hvernig færðu það eiginlega út að það veiki skelina að sprauta yfir hana?

Er það bara ég eða eru ótrúlega mikið af þjóðsögum og þvíumlíku sem gengur um hjálma?  Eins og sú vitleysa að hjálmur sé ónýtur ef hann dettur í jörðina.

Það eru nánast allir hjálmar sem þú sérð til sölu sprautaðir með lakki. Skelin er gerð úr trefjaplasti og þakin með efni til að vernda hana gegn áhrifum sólar sem að fer illa með trefjarnar.

Ég sé nákvæmlega ekkert að því að sprauta hjálma uppá nýtt


ÉG er nefnilega algerlega sammála ,,,, það er í góðu lagi að sprauta þetta uppá nýtt... maður bara létt pússar þetta undir og sprautar....

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Sprauta hjálma??
« Reply #8 on: April 14, 2008, 22:44:58 »
Quote from: "Bjori"
Sælt veri fólkið

Hvernig er það telst vera " í lagi " að sprauta hjálma?

Hafa menn eitthvað verið að gera þetta?


Það er í góðu lagi í daglegt brúk, þeir eru bara ekki keppnislöglegir ef þeir eru heim/aftermarket sprautaðir.

kv
Björgvin

Offline Grill

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
Re: Sprauta hjálma??
« Reply #9 on: April 15, 2008, 14:42:37 »
"Bjori"

Thing is, if you mess with the bull, you´ll get the horns!

Í gegnum árin hafa menn verið að mála hjálmana sína, bæði ef þeir rispuðust og eins ef þeir brotnuðu, þá límdu menn þá saman með duramix eða sambærilegu, spörsluðu og sprautuðu, rétt eins og bílinn sinn. 
Þessar viðgerðir voru oftast þegar upp var staðið álíka dýrar og nýr hjálmur, auk þess sem menn voru komnir með rammfalskt öryggistæki á hausinn á sér.
Lakkið sem kemur á hjálminum frá framleiðanda er stór þáttur í styrk hjálmsins, eins kjánalega og það hljómar.  Með því að pússa það (þó lítið sé) og mála yfir það ertu búinn að veikja brotþol hjálmsins um allt að 40%!! Einnig geta fínar rispur dregið úr öryggi hans, eins og rispur sem myndast þegar hjálmur dettur af stýrinu og niður í götu.

Eg er búinn að detta tvisvar mjög illa af, og í seinna skiptið þá bjargaði hjálmurinn mér algjörlega, endastakk hjólinu, kastaðist upp og lenti á hausnum 8 metrum frá. 
Ég met hausinn á mér fyrir meira en 30.000, og ég sá K2 auglýsa í vetur flotta hjálma niður í 15.000. Blessaður hættu að spá í þetta, fáðu þér bara nýjan hjálm, láttu aldrei skína á hann sól þegar hann er ekki í notkun, aldrei lána neinum hjálminn þinn, leggðu hann aldrei frá þér þar sem hætta er á að hann geti dottið.

Góðar stundir.

Hallmar H.

Offline PHH

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Re: Sprauta hjálma??
« Reply #10 on: April 15, 2008, 16:21:26 »
Sælt veri fólkið

Hvernig er það telst vera " í lagi " að sprauta hjálma?

Hafa menn eitthvað verið að gera þetta?

Trefjahjálma er í lagi að mála(enda koma þeir allir málaðir frá framleiðanda).

Plast(policarbon eða hvað þessir framleiðendur kalla þetta til að fela að þetta er plastdrasl) er EKKI í lagi að mála.
Til þess að fá lakk til að loða við plast þarf grunn, plastgrunnar innihalda acetone(eða önnur sambærileg ætandi leysiefni) sem veikir plastið.

Hinsvegar efast ég um að þú fáir almennilegan sprautara til að gera þetta fyrir mikið minni pening en flottur nýr hjálmur kostar...
« Last Edit: April 15, 2008, 16:24:12 by PHH »

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Sprauta hjálma??
« Reply #11 on: April 15, 2008, 20:10:22 »
hæ.
    'Eg sendi einhverntíma inn fyrirspurn till Bell og Simpson hvort mætti sprauta líma á hjálmana
og það kom til baka að það mætti líma og sprauta alla þeirra hjálma.
   En getur verið eitthvað eftir framleiðundum.???
Valur.
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: Sprauta hjálma??
« Reply #12 on: April 15, 2008, 20:50:06 »
Hafðu samband við framleiðanda og kannaðu málið.
Hjálmar eru úr misjöfnu efni með misjafnt lakk sem á þá saman við efni hjálmsins.
Ég efast um að ef óhapp yrði að þú yrðir hamingjusamur með að komast að því að þú hafir veikt varnarkerfi hjálmsins.

Það eru ýmsar tröllasögur í gangi, einn hér segist hafa fengið það svar að ekkert væri að því að mála hjálmin hjá ákveðnum framleiðanda aðrir hafa fengið önnur svör frá öðrum framleiðanda.

Ekki það að ég hafi skoðað þetta sérstaklega vel.
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Grill

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
Re: Sprauta hjálma??
« Reply #13 on: April 15, 2008, 22:57:40 »
Vil bæta því við að sjálfsagt eru enn seldir hjálmar sem eru steyptir úr trefjum, en það sem ég sagði hér að ofan á við polycarborn hjálmana, enda hef ég ekki átt trefjahjálm í ein 12 ár eða svo.  Minnir að sá hjálmur hafi komið með einhvernskonar bílalakki.

Og varðandi tröllasögurnar, tók ég fyrir löngu þann pólinn í hæðina að hlusta á þær allar.  Maður drepur sig víst bara einu sinni...

 
Hallmar H.

kristján Már

  • Guest
Re: Sprauta hjálma??
« Reply #14 on: May 12, 2008, 16:23:45 »
þetta er í lagi ef hjálmurinn er óskemmdur fyrir en einsog var sagt hérna fyrir ofan að þá er þetta ekki ódýr vinna og algjört bull að spá í þessu ef menn eru með gamla sjúskaða hjálma, við höfum verið að airbrusha á hjálma ofl. en við erum að tala um rándýra vinnu sem kostar sennilega jafn mikið og 2-3 nýjir hjálmar en sumir vilja hafa þá kannski í einhverjum stíl við farartæki eða álíka, ég var einmitt búinn að heira það sama með trefjaplasthjálmana að þá megi sprauta en svo með að glæran geti skemmt þá er ekki rétt því þá myndi liturinn og grunnurinn og öll þessi efni eyðileggja þá þar sem oftast eru nokkurnveginn sömu efni í þessu öllu td. er glæran sama efni og venjulegt lakk nema það sé "base" (sanserað) en þetta er það sem mér hefur verið sagt allavega :) kv. Kristján

Offline nonni400

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Re: Sprauta hjálma??
« Reply #15 on: May 13, 2008, 06:00:59 »
Þetta fer allt eftir því frá hverjum hjálmurinn er, úr hverju hann er og hvaða málning er notuð.

Hér eru upplýsingar frá Shoei og Arai, það er alltaf best að snúa sér beint til framleiðanda með svona spurningar.

http://www.shoei-europe.com/en/faq.php

http://www.araihelmet-europe.com/php/page/index2.php?page=faq

Offline Saleen#369

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 7
  • Ef það er ekki keppnis... Slepptu því þá ;)
    • View Profile
Re: Sprauta hjálma??
« Reply #16 on: June 23, 2008, 19:39:03 »
Ég hef átt nokkra hjálma um árin og mis fallega. En í dag er þetta nú bara þannig að það er til þvílík flóra af hjálmum að það ætti ekki að þurfa að vera að láta sprauta fyrir sig. En með límmiða á hjálmum, þá á það að vera í lagi, ég hef séð menn merkja hjálma með nafni t,d og þannig hafa þeir fengið að keppa með þá. Og ég veit ekki betur en að svona búnaður sé skoðaður fyrir keppnir svo að það ætti að vera í lagi.
En eins og aðrir hafa minnst á hér þá er best að hafa bara contact við framleiðanda og þá er þetta á hreinu, eins og sést hér þá hafa menn misjafna skoðun á þessu