Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - 1966 Charger

Pages: 1 ... 19 20 [21] 22 23 ... 31
401
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
« on: September 19, 2007, 15:27:05 »
Sæll Sir Anton
Það er gaman að sjá mynd af þessum.  Þetta er 63 Dart sem við ætluðum nú aldeilis að gera að kvartmílutæki Moparkallarnir á Akureyri um 1980.  Við bjuggum til hlutafélag um þetta dæmi og átti ekkert að spara.  Rifum afturbotninn undan bílnum og svo var pöntuð Dana 60 race preppuð hásing hjá ÖS umboðinu.  Svo hófst lööönnnng bið eftir hásingunni og hún hækkaði og hækkaði og hækkaði í verði (þetta var á verðbólguárunum sem yngri kynslóðin þekkir sem betur fer ekki) og varð dýrasta hásing sem keypt hafði verið undir fólksbíl hérlendis fram að þessu. Loks þegar hún kom voru menn búnir að missa áhugann á þessu dæmi og ekkert varð úr.  Bíllinn endaði síðar niðri í Sindrahaug.  Ég á enþá samþykktir hlutafélagsins á blaði og innborganir félaganna ásamt úrklippu úr hinu virta tímariti Samúel þar sem gerð var úttekt á komandi kvartmílusumri þennan vetur.  Þar segir m.a. að Moparkallarnir á Akureyri séu að útbúa einhverja ægilega Moparbrellu til að koma með á míluna.
Ég held hinsvegar að hásingin góða hafi skreytt margan racevagninn hér heima allt fram á þennan dag.
 Myndin er tekinn á Moparstöðum þar sem Gunnar J. Eiríksson Kondrup réði ríkjum og hélt kvöldlangar ræður um gæði 340 vélarinnar.  Skemmtisögur frá Moparstöðum geta fyllt heila bók. Myndin sem þú sendir af GTS inum í gær er líka frá Moparstöðum. Þarna átti bílinn Ingimar Árnason sem núna er fjarkennslustjóri hjá VMA.
Mig minnir að næsta project á Moparstöðum hafi nú komist betur á legg. Það var 4 dyra 68 Dart sem var gerður að Pick up og uppnefndur Sandkassinn.  Keppti m.a. í sandi á Sauðárkróki.

402
Almennt Spjall / Fornbíla spyrna
« on: September 19, 2007, 09:13:27 »
Þrátt fyrir pælingarnar hér að ofan þá vitum við ekki hverjar eru meginskýringarnar á að þau mörgu fínu tryllitæki sem flutt hafa verið til landsins undanfarin ár hafa aldrei komið til keppni á kvartmílubrautinni.  Margar skýringar eru í boði en án marktækrar skoðanakönnunar þá vitum við bara að einum finnst þetta of dýrt, annar hatar malarveginn að brautinni, sá þriðji vill ekki keyra yfir 70 km/klst. og svo framvegis.

Ég er hinsvegar viss um það að ef að 8-10 félagar (í Fornbílaklúbbnum og/eða Krúser) sem hafa áhuga á að koma reglulega upp á braut til að keppa, búa til drög að reglum fyrir keppnisflokk sem þeir eru sáttir við og tryggir að þeir sjálfir mæta; þá hlýtur stjórn KK að taka slíku vel.

Það væri nú flott ef þið drifuð í því!

Ragnar

403
Almennt Spjall / Fornbíla spyrna
« on: September 18, 2007, 17:04:30 »
Quote from: "ADLER"


Sorry ég er ekki svona dónalegur í raun.
En það er kannski allt í lagi að reyna að halda umræðum á jákvæðum grunni án þess að vera alltaf að velta upp einhverrju sem veldur leiðindum.

Og því miður þá er það trúlega það sem veldur því að þessi klúbbur er svoldið sundurlaus á köflum.

Það er nefnilega svo fjandi auðvelt að vera neikvæður og leiðinlegur en það er talsvert meiri vinna sem þarf að leggja í jákvæða hugsun.
Og því miður þá er neikvætt og leiðinlegt  fólk í meirihluta á þessu landi eins og það leggur sig.

 :cry:


Og í hvorum hópnum ert þú sjálfur?

Err

404
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 21:59:52 »
Stebbi rammskakkur....

405
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 21:53:03 »
Svo skoluðu menn af tækjunum eftir hverja bunu

406
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 21:43:28 »
Maggi Bergss ærði liðið

407
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 21:41:55 »
Litla Kaffistofan var með útibú þarna og þrælsterkt bensín á brúsa.

408
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 21:40:19 »
Fræknir feðgar.
Pabbinn mokar og Örn sigrar.

409
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 21:23:00 »
Glæsilegt Íslandsmet í flokki þungra vinnuvéla.  Afturábak prjónandi yfir endamarkið.  Þetta met yljaði áhorfendum svo sannarlega og setti tóninn fyrir daginn.

410
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 21:17:30 »
Sá guli glottir á miðri brautinni

411
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 21:15:30 »
Dalurinn á afturhjólunum.

412
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 21:12:38 »
Þetta er byrjunin á ferðinni örlagaríku.
Það sást vart til himins fyrir drullu og Einsi bé og Eddi ká lágu í skotlínunni.

413
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 20:45:25 »
Trampolínmaðurinn mættur svellkaldur og enþá í Sjevíjúníforminu.

414
Bílarnir og Græjurnar / skellti mér norður og náði í einn Ford
« on: September 17, 2007, 20:19:52 »
Já og drullusokka með mynd af káboja með þverhandarþykkt yfirvararskegg og byssu í hvorri hönd hvar undir var letrað:  "Keep off!"
Mig minnir jafnvel Matching gólfmottur líka.  Nú og þaklúgan maður ekki ber að lasta hana.  Ábyggilega úr Bílanausti.
Og lífeyrissjóðalánið varð uppurið áður en kom að því að málann.

Sá ágæti maður sem átti þennan bíl var reyndar að horfa á sandspyrnuna um helgina með hundinum sínum en varð að fara af vettvangi áður en keppni lauk því það var orðið ólíft í bílnum hans:  Hundurinn rak svona mikið við.

415
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 19:53:00 »
Stígur myndasmiður fangar heitt Payloader moment á vélina sína.

416
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 19:47:37 »
Svo breyttist stefnan skyndilega um 180 gráður

417
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 19:35:28 »
Fyrst á bakborða
Svo á stjórnborða
Síðan Íslandsmet
Og loks á hliðina

418
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 16:02:46 »
Heyrðu frændi ég sendi þér þetta bara í pm.  Ég er nefnilega ekki með forrit sem minnkar þessar myndir sem ég tók og get því ekki sett þær hér inn.

Varðandi Víkinginn þá stóð ég á sandhaugnum c.a. 50 metrum aftan við ráslínuna þegar Þórður fór ferðina örlagaríku.  Myndirnar sem ég tók þá sýna að þessi dragster getur náð mun betri tíma en í metferðinni.  Hjólförin eftir hann í sandinum sjást vel á ljósmyndunum, vegna þess að þær eru teknar ofan frá, og sýna vel að hann fór alls ekki beina leið eftir brautinni.

Err

419
Bílarnir og Græjurnar / skellti mér norður og náði í einn Ford
« on: September 17, 2007, 13:55:21 »
O já.  Það blossar upp í sumum brennivínsþrosti þegar þeir sjá þennan kunningja.

Þess má geta að lífeyrissjóðslán var tekið til að kaupa Kúgarljósin sem þýðir að þegar lánið var uppgreitt voru þetta og eru dýrustu Kúgarljós í heimi.

Það ber því að umgangast þau sem slík.

420
Almennt Spjall / Myndir frá sandspyrnu?
« on: September 17, 2007, 09:58:21 »
Jamm ég.

Pages: 1 ... 19 20 [21] 22 23 ... 31