Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: b-2bw on June 30, 2009, 22:21:04

Title: Reglur um boga og búr ?
Post by: b-2bw on June 30, 2009, 22:21:04
Ég er að velta því fyrir mér að núna er 2 sem ég þekki búnir að fá mail frá klúbbnum um að þeir þurfi að setja boga og búr í bílinn hjá sér, og er ekkert út á það að setja, en það sem mig langar að vita er að afhverju er munur á tíma sem þarf í búr í reglum OS og reglum á forsíðu klúbbsins, finnst að það eigi að vera samræmi þar á milli eða er þetta bara villa í öðruhvoru,

Svo langar mig að vita hvort að allir fái ekki að njóta sömu fríðinda og meiga mæta einusinni eftir að þurfa þess ef þeir lofa að vera að smíða bogann.

Sævar Már
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Kimii on June 30, 2009, 22:22:33
http://www.kvartmila.is/wiki/index.php/%C3%96ryggiskr%C3%B6fur
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: b-2bw on June 30, 2009, 22:30:46
Þetta svarar engu það er munur á þessu og OS reglum
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Jón Bjarni on June 30, 2009, 22:42:49
Þetta svarar engu það er munur á þessu og OS reglum

Hvaða munur er á milli þessara regla?

Það er líka skylda á þessu spjalli að hafa fullt nafn í undirskrift
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Kimii on June 30, 2009, 22:46:06
Fljótlegt yfirlit yfir öryggiskröfur í Spyrnu allir flokkar. 1/8 eða 1/4 úr mílu.


Veltigrind 11,49 sek og hvort að það var ekki líka í 125 mílum
veltibúr 9.99 sek
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Jón Bjarni on June 30, 2009, 22:53:25
Fljótlegt yfirlit yfir öryggiskröfur í Spyrnu allir flokkar. 1/8 eða 1/4 úr mílu.


Veltigrind 11,49 sek og hvort að það var ekki líka í 120 mílum
veltibúr 9.99 sek
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Jón Bjarni on June 30, 2009, 22:53:53
Ég er að velta því fyrir mér að núna er 2 sem ég þekki búnir að fá mail frá klúbbnum um að þeir þurfi að setja boga og búr í bílinn hjá sér, og er ekkert út á það að setja, en það sem mig langar að vita er að afhverju er munur á tíma sem þarf í búr í reglum OS og reglum á forsíðu klúbbsins, finnst að það eigi að vera samræmi þar á milli eða er þetta bara villa í öðruhvoru,

Svo langar mig að vita hvort að allir fái ekki að njóta sömu fríðinda og meiga mæta einusinni eftir að þurfa þess ef þeir lofa að vera að smíða bogann.


Sævar Már

Hvað áttu við með þessu?
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Kiddi on June 30, 2009, 22:55:10
Hérna er ágætis lesning (Ath. við erum að keyra eftir NHRA reglum).

http://ls1tech.com/forums/drag-racing-tech/880990-what-do-i-need-safety-requirements-nhra-rollbar-rollcage-harness-etc.html (http://ls1tech.com/forums/drag-racing-tech/880990-what-do-i-need-safety-requirements-nhra-rollbar-rollcage-harness-etc.html)

http://www.nhra.org/contacts/tech_faq.html (http://www.nhra.org/contacts/tech_faq.html)

www.spokanemotorsportspark.com/ETQuickRefChart2009.pdf (http://www.spokanemotorsportspark.com/ETQuickRefChart2009.pdf)

http://www.hotrod.com/techarticles/nhra_legal_rules_regulations_time_brackets/index.html (http://www.hotrod.com/techarticles/nhra_legal_rules_regulations_time_brackets/index.html)

PS. Google er vinur ykkar :lol:
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Kimii on June 30, 2009, 22:58:44
Þetta svarar engu það er munur á þessu og OS reglum

það eru engar sérreglur um boga og búr í OS, bara það sama og í öllum öðrum flokkum

mæli með að þú lesir linkinn frá Kidda
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on July 01, 2009, 08:50:13
Þetta svarar engu það er munur á þessu og OS reglum

Hvar sérðu að það sé munur á reglum klúbbsins og OS ?
Hann er ekki til staðar og ef það stendur einhversstaðar þá þarf bara að leiðrétta það.

Allir flokkar sem við keyrum eru háðir sömu öryggisreglum, en auðvitað er möguleiki á að það séu villur einhversstaðar í flokkareglum, ég fór samt yfir þetta í vor en mér getur vel hafa yfirsést eitthvað þannig að endilega látið vita ef svo er.

kv
Guðmundur Þór
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: gstuning on July 01, 2009, 11:20:13
Ef það er 9.99sek afhverju var verið að senda email til keppenda að minna þá á að veltibúr væri 10.99sek krafa.

Menn þá kannski cancella að mæta því þeir hafa ekki tíma til að redda búri fyrir næstu keppni.
Þeir telja sig þá ekki mega vera með. Þetta eru ekki mistök sem er hægt að laga eftir keppni.
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on July 01, 2009, 11:22:38
Ef það er 9.99sek afhverju var verið að senda email til keppenda að minna þá á að veltibúr væri 10.99sek krafa.

Menn þá kannski cancella að mæta því þeir hafa ekki tíma til að redda búri fyrir næstu keppni.
Þeir telja sig þá ekki mega vera með. Þetta eru ekki mistök sem er hægt að laga eftir keppni.

Hver fékk bréf um að það væri krafa um veltibúr í 10,99 ?

Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Jón Bjarni on July 01, 2009, 11:30:06
Ef það er 9.99sek afhverju var verið að senda email til keppenda að minna þá á að veltibúr væri 10.99sek krafa.

Menn þá kannski cancella að mæta því þeir hafa ekki tíma til að redda búri fyrir næstu keppni.
Þeir telja sig þá ekki mega vera með. Þetta eru ekki mistök sem er hægt að laga eftir keppni.

það eru mistök af minni hálfu þetta á að vera 9,99
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on July 01, 2009, 11:40:09
Ef það er 9.99sek afhverju var verið að senda email til keppenda að minna þá á að veltibúr væri 10.99sek krafa.

Menn þá kannski cancella að mæta því þeir hafa ekki tíma til að redda búri fyrir næstu keppni.
Þeir telja sig þá ekki mega vera með. Þetta eru ekki mistök sem er hægt að laga eftir keppni.

Ef að sú staða hefði komið upp þá hefði ekki verið hægt að laga það eftir keppni.
Svona mistök geta gerst og ekkert hægt að gera við því annað en að leiðrétta þau og afsaka mistökin.
En þessi staða kom ekki upp, ég veit ekki betur en að Einar á Skynline hafi verið sá eini sem að var kominn undir 10,99 og er hann ekki með búr nú þegar eða hvað ?

Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: 3000gtvr4 on July 01, 2009, 12:57:47
VELTIGRIND OG BÚR

Veltigrind er skylda í öllum bílum semfara 11,99 sek og/eða 120mílum (195km) eða betur. Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 10,99sek og/eða 140mílur (225km) eða undir. Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

Hérna er það sem hann er að meina í OS flokk

Þarna er 10,99 ekki 9,99 í búr

Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on July 01, 2009, 13:10:25
VELTIGRIND OG BÚR

Veltigrind er skylda í öllum bílum semfara 11,99 sek og/eða 120mílum (195km) eða betur. Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 10,99sek og/eða 140mílur (225km) eða undir. Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

Hérna er það sem hann er að meina í OS flokk

Þarna er 10,99 ekki 9,99 í búr



Ahh k .. þetta er tekið úr tillögunum er það ekki ?
Ég leiðrétti þetta svo í endanlegu útgáfunni af reglunum.

Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Jón Bjarni on July 01, 2009, 13:19:41
VELTIGRIND OG BÚR

Veltigrind er skylda í öllum bílum semfara 11,99 sek og/eða 120mílum (195km) eða betur. Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 10,99sek og/eða 140mílur (225km) eða undir. Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

Hérna er það sem hann er að meina í OS flokk

Þarna er 10,99 ekki 9,99 í búr




Ahh k .. þetta er tekið úr tillögunum er það ekki ?
Ég leiðrétti þetta svo í endanlegu útgáfunni af reglunum.




það er flott póstatalan hjá þér núna gummi 303
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: stefan325i on July 01, 2009, 13:52:54
Ég er að velta því fyrir mér að núna er 2 sem ég þekki búnir að fá mail frá klúbbnum um að þeir þurfi að setja boga og búr í bílinn hjá sér, og er ekkert út á það að setja, en það sem mig langar að vita er að afhverju er munur á tíma sem þarf í búr í reglum OS og reglum á forsíðu klúbbsins, finnst að það eigi að vera samræmi þar á milli eða er þetta bara villa í öðruhvoru,

Svo langar mig að vita hvort að allir fái ekki að njóta sömu fríðinda og meiga mæta einusinni eftir að þurfa þess ef þeir lofa að vera að smíða bogann.


Sævar Már

Hvað áttu við með þessu?


Hann á við að ef menn eru að fá undanþágur til að keyra þrátt fyrir að hafa farið undir tíma og hraða gildir það þá ekki fyrir alla, þannig að ef einn fær að fara án þess að vera með boga þá hljóta fleyri að mega mæta á æfiningar og keyra.

Mér fynst þetta fárálegt að það sé verið að leyfa mönnum að keyra upp á braut þegar þeir mega það ekki, reglur eru reglur og það eiga ekki að vera veittar undanþágur punktur.

Eitt í viðbót keppnisskoðun, á ekki að skoða bíla fyrir keppni??  Hvort bílar passi í sína flokka og séu löglegir og skoðaðir.??
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on July 01, 2009, 14:05:32
Einhverjum hefur verið gefið ein undaþága ef að viðkomandi aðilar hafa beðið um það og getað bennt á að það sé verið að vinna úrbætur á viðkomandi atriðum, það er að sjálfsögðu ákveðið fyrir hvern bíl fyrir sig þar sem að þeim öryggisatriðum sem að er ábótavant geta verið af mismunandi toga, ss bremsur, bogi osfv.

Varðandi keppnis skoðun þá hefur ekki verið skoðað ofan í þaula hvort að einhver passi í flokk osfv, miðað við fjöldann af starfsfólki sem að er í sjálfboðavinnu hjá okkur þá yrði það einfaldlega óframkvæmanlegt.
En eins og þetta hefur verið í gegnum tíðina að mér skilst þá hefur klúbburinn séð um að fara yfir öryggiskröfur en keppendur sjálfir hafa fylgst með hvort einhver sé ólöglegur í viðkomandi flokk og lagt fram kæru ef svo er.
Auðvitað væri betra ef þetta væri á hinn veginn að það væri hægt að skoða alla bíla fyrir keppni, en til þess vantar einfaldlega fleira starfsfólk.

Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: sammidavis on July 01, 2009, 14:31:17
Ég er að velta því fyrir mér að núna er 2 sem ég þekki búnir að fá mail frá klúbbnum um að þeir þurfi að setja boga og búr í bílinn hjá sér, og er ekkert út á það að setja, en það sem mig langar að vita er að afhverju er munur á tíma sem þarf í búr í reglum OS og reglum á forsíðu klúbbsins, finnst að það eigi að vera samræmi þar á milli eða er þetta bara villa í öðruhvoru,

Svo langar mig að vita hvort að allir fái ekki að njóta sömu fríðinda og meiga mæta einusinni eftir að þurfa þess ef þeir lofa að vera að smíða bogann.


Sævar Már

Hvað áttu við með þessu?


Hann á við að ef menn eru að fá undanþágur til að keyra þrátt fyrir að hafa farið undir tíma og hraða gildir það þá ekki fyrir alla, þannig að ef einn fær að fara án þess að vera með boga þá hljóta fleyri að mega mæta á æfiningar og keyra.

Mér fynst þetta fárálegt að það sé verið að leyfa mönnum að keyra upp á braut þegar þeir mega það ekki, reglur eru reglur og það eiga ekki að vera veittar undanþágur punktur.

Eitt í viðbót keppnisskoðun, á ekki að skoða bíla fyrir keppni??  Hvort bílar passi í sína flokka og séu löglegir og skoðaðir.??

Er ég að heyra biturleika í bæði þér og gunna gs útaf þessu dæmi hjá mér á mánudaginn ?
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: b-2bw on July 01, 2009, 17:58:02
nei nei alls ekki bitur eða fúll,
finnst bara ef að það er búið að  banna Eiríki á græna audi að mæta þar sem að hann fór 120.64 mílur
að hann megi kannski fá sömu meðferð, það er allt of sumt,
þar sem að ekki er víst að bogi verði tilbúin á réttum tíma, þar sem að viðgerð á drifi og annað er í forgangi,
Hef ekkert á móti þér eða öðrum á þessu spjalli, maður fær bara ekki svör nema að spurja,
svo er fínt að fá smá líf í þetta spjall hérna það er óttalega lítilfjörlegt.

Sævar Már
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on July 01, 2009, 18:02:02


Eiríkur ætti endilega að vera bara í sambandi við keppnisstjórn og athuga hvort það gangi ekki bara það sama yfir hann :)

kv
Guðmundur Þór
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on July 01, 2009, 18:06:32
Eins er líka fínt að hringja bara og spurja :)
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: gstuning on July 01, 2009, 18:08:29
Alls enginn fíla frá mér.

Svona email sendingar geta bara haft svo stór áhrif á úrslit sumarsins að svona smávægileg mistök bara mega ekki koma upp.

EF maður missir úr keppni þá er bara stór séns á að ekki komast í úrslit. Enn verra enn að tapa eða vera bilaður er að vera sagt að mega ekki
keppa. Ég meina hversu ótrúlega súrt væri það ef svoleiðis kæmi upp? Að það var algerlega ekki ökumaðurinn, aðrir keppendur, bílarnir eða neitt nema smá email mistök.

Frekar dýrkeypt finnst mér.
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on July 01, 2009, 18:14:41
Það er alveg satt það væri mjög leiðinlegt ef svoleiðis kæmi upp.
Enda er líka mjög gott að við hjálpumst að við þetta stjórn, keppnisstjórn og keppendur.
Og svo er líka ekkert mál að hafa samband við okkur, pm, spjall eða síma og mér finnst oft að það mætti gera meira af því í staðinn fyrir að nota spjallið, ég t.d. skoða alls ekki spjallið alla daga en myndi aftur á móti svara símanum og pm (þar sem að ég fæ notification í e-mail fyrir pm)
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: gstuning on July 01, 2009, 18:18:09
Spjall er auðvitað til þess að fá fram upplýsingar eða leggja þær fram svo að aðrir við sitt eigið tækifæri geta lesið/skilið/lært/svarað.

Þetta situr svo fyrir alla að lesa um aldur fram. Sem er auðvitað lokatilgangur með svona forums.


Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on July 01, 2009, 18:19:20
Það er samt langt frá því að vera skilvirkasta upplýsingaöflunarleiðin en það er mín skoðun.
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Bc3 on July 01, 2009, 18:19:30
eg fekk nu lika þetta mail og þessu var bara reddað.. en i sambandi við svona þá fyndist mer að undanþága ætti ekki að vera hægt að fá þvi þetta er öryggisbúnaður, meina getur maður þa lika fengið að keyra hjálmslaus þvi maður gleymdi honum heima? en nuna er eg buinn að stunda þetta i 3 ár og nuna á síðustu keppni þá var kíkt á hjálmin hjá mér og það var fyrsta skyfti sem eg  hef þurft að syna hann. sem ég var i raun mjög ánægður með og það er frammför hjá stjórn.  =D> en vonandi fer stjórnin að taka á þessum málum þvi við ALLIR viljum ekki sjá felaga að fara útaf á 200kmh með skíðahjálminn sinn og slasast alvarlega..
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: b-2bw on July 01, 2009, 18:38:06
Ég er alveg 100% sammála Alla þarna, en það á líka ekki að setja svona fordæmi því það er erfitt að taka það til baka,
Og þetta er sem að vantar á þetta spjall það eru umræður, ekkert að því að nota svona spjall í svona umræður,
Ef að allt fer bara fram í EP, email eða síma fá aðrir ekkert að vita það og geta ekki notað sér það ,
Ef að allir myndu hætta að setja upplýsingar á netið um hvernig er best að breyta bílum og allskonar hlutum,
væri breytingar heimurinn ekki orðin svona góður hér heima þar sem að ekki er hægt að vera að hringja endalaust út eða bara vera að finna upp hjólið,
það sama á að gilda um svona mál, ef einhvern vantar þessar upplýsingar seinna og dettur í hug að nota search þá í það mynda finnur hann eitthvað.
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Lolli DSM on July 02, 2009, 01:02:03
Ánægður með þennan þráð. Ég var að leita með að upplýsingum um sverleika á rörum sem er krafist í veltiboga/búrasmíði.
Myndirnar sem eru notaðar í aðalreglunum eru vægast sagt glataðar. Með því að skoða linkana fyrr í þessu þræði er ég búinn að finna þessar sömu myndir.

Mér finnst að það mætti linka beint á þessa síðu í aðalreglunum. http://www.nhra.org/contacts/tech_faq.html

Í aðalreglunum er heldur ekkert tekið fram um þykkt á chromoly rörum og það lýtur út á myndinni eins og rör A s.s. aðalboginn eigi að vera 1 1/2"

Vona að það sjái sér einhver fært að laga þetta í ljósi þess hve margir þurfa að fara að smíða boga og búr.
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: b-2bw on July 02, 2009, 17:29:32
Er ekki rétt munað hjá mér að það sé bannað að nota chrome moly í velti búr eða boga hérna samkvæmt reglum.
Eins furðulegt og það er
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Einar K. Möller on July 02, 2009, 17:55:44
Nei það er ekki bannað að nota CM.
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: baldur on July 02, 2009, 18:09:39
Er ekki rétt munað hjá mér að það sé bannað að nota chrome moly í velti búr eða boga hérna samkvæmt reglum.
Eins furðulegt og það er

Það var í rallinu sem að það er bannað. Rökin þar eru að CM er mikið viðkvæmara fyrir suðugöllum, þeas þeir treysta ekki hverjum sem er til að sjóða það á viðunandi hátt...
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Heddportun on July 02, 2009, 20:11:45
FIA reglurnar leyfa tad ekki sem LIA fer eftir baedi i torfaeru og ralli
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Lolli DSM on July 03, 2009, 00:15:39
Hver á bestu rörabeygjuvélina á íslandi??
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: baldur on July 03, 2009, 10:18:23
Það er nóg til af beygjuvélum sem ráða við svona þykk rör. Það er erfiðara að beygja þunnveggjuð púströr heldur en veltibogaefni.
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Lolli DSM on July 03, 2009, 11:13:32
já ok, hver á? Mér vantar að leigja eða fá lánaða góða.
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: -Siggi- on July 04, 2009, 21:39:48
Hvaðan kemur þessi 120 mph regla ? 
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Kristján F on July 04, 2009, 22:06:36
Hvaðan kemur þessi 120 mph regla ? 
Sæll Siggi
þessari reglu var bætt inn á sínum tíma af stjórn KK þess tíma til að tryggja öryggi þeirra sem voru að spyrna á turbo bílum.Eins og þú veist og þekkir þá er oft á tíðum með túrbó bíla mikill endahraði miðað við tíma.Það sem er svo aftur að gerast núna að þróunin er orðin það mikil hérna heima að nú fyrst reynir á þessa reglu. Ég minni á að 120mph(192km/klst) endahraði er upp á tímann 10.80 -10.90 sec.
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: sammidavis on July 09, 2009, 15:19:39
Hvaðan kemur þessi 120 mph regla ? 
Sæll Siggi
þessari reglu var bætt inn á sínum tíma af stjórn KK þess tíma til að tryggja öryggi þeirra sem voru að spyrna á turbo bílum.Eins og þú veist og þekkir þá er oft á tíðum með túrbó bíla mikill endahraði miðað við tíma.Það sem er svo aftur að gerast núna að þróunin er orðin það mikil hérna heima að nú fyrst reynir á þessa reglu. Ég minni á að 120mph(192km/klst) endahraði er upp á tímann 10.80 -10.90 sec.

Ekki get ég verið alveg sammála með að 120 mílur eigi við tímann 10,8 sec þar sem að t.d ég er með mjög lágann endahraða miðað við tíma og ég er að fara 10,9@125mph
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: gstuning on July 09, 2009, 18:49:57
Það er vegna þess að þinn kvartmílu tími er mest að ná á léttleika bílsins/snöggur að skipta/lág 60fet heldur enn pura power.

Sérð að Eiríkur á skyline vigtar um 1650kg. til að fara 10.77 í svoleiðis þyngd þarf alveg fullt af poweri, enda er endahraðinn yfir 130mph.
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: baldur on July 09, 2009, 18:53:01
Hvaðan kemur þessi 120 mph regla ? 
Sæll Siggi
þessari reglu var bætt inn á sínum tíma af stjórn KK þess tíma til að tryggja öryggi þeirra sem voru að spyrna á turbo bílum.Eins og þú veist og þekkir þá er oft á tíðum með túrbó bíla mikill endahraði miðað við tíma.Það sem er svo aftur að gerast núna að þróunin er orðin það mikil hérna heima að nú fyrst reynir á þessa reglu. Ég minni á að 120mph(192km/klst) endahraði er upp á tímann 10.80 -10.90 sec.

Ekki get ég verið alveg sammála með að 120 mílur eigi við tímann 10,8 sec þar sem að t.d ég er með mjög lágann endahraða miðað við tíma og ég er að fara 10,9@125mph


Já, en þetta er ekkert algilt, bílar sem komast vel af stað (mikið grip miðað við þyngd) eru með lægri hraða miðað við tíma.
555 tók 10.85 á 119mph á Elvington árið 2004.
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: b-2bw on July 09, 2009, 19:41:56
Það er vegna þess að þinn kvartmílu tími er mest að ná á léttleika bílsins/snöggur að skipta/lág 60fet heldur enn pura power.

Sérð að Eiríkur á skyline vigtar um 1650kg. til að fara 10.77 í svoleiðis þyngd þarf alveg fullt af poweri, enda er endahraðinn yfir 130mph.

Einar meinarðu
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: Lolli DSM on July 10, 2009, 03:29:29
Það er vegna þess að þinn kvartmílu tími er mest að ná á léttleika bílsins/snöggur að skipta/lág 60fet heldur enn pura power.

Sérð að Eiríkur á skyline vigtar um 1650kg. til að fara 10.77 í svoleiðis þyngd þarf alveg fullt af poweri, enda er endahraðinn yfir 130mph.

Ég er með endahraða yfir 130mph en tíminn enganveginn í samræmi við það. Aðallega hægt að kenna gírskiptingum um það, allavega ekki það að þetta sé túrbó bíll og þessvegna sé hann hægur miðað við hraða.
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: gstuning on July 10, 2009, 10:49:01
Sævar, ég ætlaði að skrifa um Eirík enn gleymdi tímum og hraða hjá honum og skrifaði um Einar í staðinn :) enn gleymdi að breyta nafninu.

Lolli,
Þú veist hvað ég meina, þinn bíll hefur augljóslega alveg slatta afl það er einhverstaðar bara tími að tapast, hvort sem það eru 60fet, gírkskiptingar sem dæmi.
Title: Re: Reglur um boga og búr ?
Post by: sammidavis on July 10, 2009, 13:19:12
Það er vegna þess að þinn kvartmílu tími er mest að ná á léttleika bílsins/snöggur að skipta/lág 60fet heldur enn pura power.

Sérð að Eiríkur á skyline vigtar um 1650kg. til að fara 10.77 í svoleiðis þyngd þarf alveg fullt af poweri, enda er endahraðinn yfir 130mph.

já það er rétt, bíllinn minn vigtar um 1450kg með mér á línunni og ég er búinn að trappa best 128mph í 11,0 runni