Einhverjum hefur verið gefið ein undaþága ef að viðkomandi aðilar hafa beðið um það og getað bennt á að það sé verið að vinna úrbætur á viðkomandi atriðum, það er að sjálfsögðu ákveðið fyrir hvern bíl fyrir sig þar sem að þeim öryggisatriðum sem að er ábótavant geta verið af mismunandi toga, ss bremsur, bogi osfv.
Varðandi keppnis skoðun þá hefur ekki verið skoðað ofan í þaula hvort að einhver passi í flokk osfv, miðað við fjöldann af starfsfólki sem að er í sjálfboðavinnu hjá okkur þá yrði það einfaldlega óframkvæmanlegt.
En eins og þetta hefur verið í gegnum tíðina að mér skilst þá hefur klúbburinn séð um að fara yfir öryggiskröfur en keppendur sjálfir hafa fylgst með hvort einhver sé ólöglegur í viðkomandi flokk og lagt fram kæru ef svo er.
Auðvitað væri betra ef þetta væri á hinn veginn að það væri hægt að skoða alla bíla fyrir keppni, en til þess vantar einfaldlega fleira starfsfólk.