Kvartmílan > Almennt Spjall
Keppnissumarið 2005
Dr.aggi:
Ég get ekki séð að ljósaskilti komi nokkuð til með að bæta skilning hinns almenna áhorfenda, hann kemur ekkert til með að skilja það eitthvað frekar hvers vegna hægari bíllin sigraði þann hraðskreiðari þó hann lesi það á einhverju ljósaskilti.
Ljósaskilti hefur takmarkaðari upplýsingagetu heldur enn þulur hátalarakerfi og útvarpssendir eins og reynt hefur verið.
Nei Bracket var reynt hér í heilann áratug og var sá tími sá lakasti í sögu Kvartmíluklúbbsins fyrir utan þann tíma sem við erum í núna.
Þess vegna verðum við að taka höfuðin upp úr sandinum því það er allt víðsýnna þannig og hætta að reyna að finna upp hjólið því það reynist ágætlega eins og það er.
Ég er alveg sammála því að þetta járnarusl kemur ekki til með að gera neitt annað en að eiðileggja fallegar bireiðar, ekki kemur þetta til með að bjarga áhorfendum því þeim fer stöðugt fækkandi.
Kv.
Aggi
eva racing:
Hæ.
Alveg er það magnað að við skulum geta keppt í öðrum íþróttum eftir alþjóða reglum en ekki í spyrnukeppnum, t.d. er fótbolti með sömu st´rðir af mörkum og annarsstaðar í heiminum, þó það gefi augaleið að mörkin ættu að vera stærri hér vegna fólksfæðar og hér er meiri vindur,.
'I MEKKA (USA) er bracket með sennilega 80% keppendafjölda en það er ekki hægt hér.????? Sennilega vindurinn.....
Og ekki skil ég þessa fælni við að hafa bracketflokk með hinum flokkonum fyrir þá sem ekki eiga möguleika í öðrum flokkum og fyrir þá sem eru góðir bílstjórar. Við hinir getum svo keppt í OF, MC, etc....
Og þetta með keppendafjöldann hefur ekkert með það hvort einhverjir (sem það vilja,,,) keppa í bracket eða ekki.
Og þetta með met í keppendafjölda frá einu ári til annars td. með 4 cyl flokkinn sem var með fjölda keppenda í 13-14 sek og allir glaðir en svo tóku 1-2 sig útúr og duttu í lágar 12 og svo 11 sek og hinir fóru bara heim. Sama þegar Smári fór að dóminera í sínum flokki þá fóru 13-14 sek bílarnir heim. (eða mættu bara á föstudögum) Þessi þróun hafði ekkert með stjórnina eða reglurnar að gera né heldur hvort sala á Sinalcó var hafin að nýju.
Sko ég veit að ég heiti það sem konur vilja hafa.. (þær vilja hafa VAL) Og ekki get ég skilið (frekar en svo margt annað) Hvað það drepur niður kvartmílu á íslandi að einn af fjölmörgum flokkum sem fólk getur keppt í sé bracket... Og þetta vantraust á landann að hann geti ekki skilið bracket.???? það er fullt af fólki sem skilur þetta og sumir þeirra drekka meira að segja bjór...... Næstu rök eru, en þeir sem eru að keppa í sinni fyrstu keppni skilja ekki af hverju þeir tapa en voru á undan? Það er ekki víst að sami aðili skilji heldur af hverju honum var startað á jöfnu við Halldór á Súbarúnum í fyrstu ferð og er svo rasskeltur að hann getur ekki látið sjá sig á billanum í margar vikur.
Ekki þessa þröngsýni, félagsmenn og keppendur eiga heimtingu á því að hafa mig..... Þ.e. VAL he he he
Gott þras er öli betra.....
Jón Þór Bjarnason:
Heyr Heyr og hana nú sagði hænan og lagðist á bakið.
Einar K. Möller:
Ég heiti nú það sem konur vilja ekki vera (ekki vilja þær vera EINAR ?) En ef menn myndu nú hætta að fylgjast með kvartmílunni eins og hún var 1980 og byrja að fylgjast með henni eins og hún er 2005 þá er Bracket fjarri lagi að vera með 80% fylgi (svona eins og kosningar þá ?). Heads Up Racing er vinsælasta form af kvartmílu í dag og á flesta þá keppendur hverju sinni. Það voru skrifuð yfir 2000 tech cards (2000 tæki að keppa) í NMRA árið 2003 t.d (sem er Heads Up Racing sería) Ég skal með ánægju sýna frammá á það ef menn vilja.
Það er ekkert mál að hafa bracket hér, en það vilja það bara fæstir.
Það var enginn að krítísera að þetta væri stjórninni að kenna (ég tók ekki eftir því) En við vitum af gefinni reynslu að regluhræringur eins og hefur verið hefur ekki beint leitt gott af sér, þannig er það nú.
Mbk.
EKM
Vefstjóri KK:
Það er gott að Grétar Franks verði með í ökuleikni ef allt annað þrýtur!!! Kannski fleiri geti tekið hann til fyrirmyndar og mætt til að vera með. "Jákvætt"
Ég setti vegleiðarann upp með mínum eigin höndum (og annara, ég þakka samstarfið félagar ) og það kom þessu félagi mjög til góða þegar við vorum klagaðir, reynt að klekkja á félaginu, reynt að leggja stein í götu þessa félags, þegar menn tóku sig til og hringdu í lögreglu og bentu á að við værum ólöglegir með æfingar á föstudagskvöldum.. Þá var það gott að vegleiðarinn var kominn upp. "Jákvætt"
Það er kannski ekki vanþörf á að sumir keppi í ökuleikni eins og þeir eru hræddir um að skemma bílana sína. Það er um að gera að koma á æfingar !!! "Jákvætt"
Ég skil vel að menn skuli hugleiða hvað valdi fækkun keppenda og hvort æfingarnar valdi einhverju þar um. Þá skal ég segja ykkur það og það ER RÉTT hjá mér, því ég var þarna hvert einasta skipti, að þeir sem mættu á æfingar komu líka í keppni og þá á ég við félagana í þessum klúbb, það komu engin tæki, bara fjölskyldubílar og druslur en það eru ekki "keppnisbílar" . Mjög tæpt að kenna æfingum um. Ein breyting verður á æfingum á sumri komanda og það er að þær færast yfir á fimmtudagskvöld. Það var líka MJÖG jákvætt að geta bent á þessa starfsemi þegar við ræddum við bæjarstjórn og ÍBH. Í raun það tromp sem þessi stjórn þufti til að koma sínum málum á þann stall(eða pall) sem við erum á núna. "Jákvætt"
Það er líka jákvætt að fá ljósaskilti, í raun alveg nauðsynlegt, í raun alveg BRÁÐnauðsynlegt. Ef sekunduflokkar yrðu keyrðir væri ljósasettið alger snilld og þetta myndi nánast útskýra sig sjálft!!! Það er nú ekki eins og svona gismo geti komið í staðin fyrir þul! heldur með , hrein viðbót. "Jákvætt"
Ég fæ ekki skilið að áhorfendur séu búnir að koma og horfa á kvartmílu í 20 ár án þess að skilja út á hvað kvartmíla gengur. Auðvitað skilja menn það sem þeir vilja skilja! Ef það er spennandi þá er það gaman.
Það er bara ofboðslega þreitandi að heyra menn tala um brakketið hér á árum áður sem stóradóm í mílu á íslandi. "Þetta var reynt, DRAP NÆSTUM ALLT MÓTORSPORT Í EVRÓPU". Alltaf að bera saman epli og appelsínur! Ég held að VALUR fari með rétt mál, allavega er ég sama sinnis. Það er samkeppnin ( eða skortur á henni )sem dregur niður mætingu í keppni.
Keppendur þurfa að fá að stjórna breytingum á þeim flokkum sem þeir taka þátt í, með stjórn þessa félags, en ekki hinn almenni félagsmaður með atkvæðisrétt á aðalfundi. Það er mín skoðun.
Það er líka frábært að félagar í þessum klúbb skuli tjá sig um sínar skoðanir um reglur og flokka, og koma svo aldrei að keppa.
Mér datt í hug að ég gæti jafnvel keppt í tveim, þrem flokkum. OF, svona til að vera steiktur af TAD og öllum öðrum með turbo´s, blower´s og NOS. Stígur keyrði á 92 okt síðasta sumar í 10,44 og kemur til með að keyra "naturally aspirated" svona meðan mig verkjar í budduna. svo gæti ég farið í 10 eða 11 eða 12 sekunduflokk, og svo endað dagin í brakket eða altflokk. Þetta lítur bara vel út hjá mér, gæti jafvel eignast dollu í sumar. Það er málið! Ekki þarf að fjölga keppendum heldur keppa allir í fleiri flokkum! ERGO, málið leyst.
stigurh
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version