Kvartmílan > Almennt Spjall
Keppnissumarið 2005
eva racing:
Hæ.
Allir flokkar sem eru ekki með eitthvert "jöfnunarkerfi" (bracket, þar sem þú setur inn þitt index. Eða OF / Competition, þar sem indexið er sett upp af einhverjum ) Verða alltaf erfiðir til lengri tíma ,. Af hverju,? Jú það koma alltaf til með að vera einhverjir sem taka þetta "alvarlega" og sökkva sér í þetta og verða þar af leiðandi með yfirburði T.d. Einar Birgis. og Rúdolf og Gísli í sínum flokki o.sv. frv. .....
Þannig að "hinir" sem finnst þeir ekki lengur vera samkeppnisfærir, Gefast upp og hætta ( finnst kannski fúlt að borga 5000 keppnisgjald fyrir 4 ferðir, Þ.e. 2 í tímatöku og 2 til að láta E. Birgis rúlla sér upp) Það er nú þannig að viðkomandi sem er kannski með flotta græju og fer miðjar 10 sek með smallblokk (sem er frábært) lítur samt ekki neitt vel út á móti lágar 9 sek bíl. Viðkomandi fer því heldur á föstudagsæfingar og er maðurinn þar, mun ódýrara og ekki þessi E. Birgis "niðurlæging"
Þetta er ástæðan fyrir fækkun keppenda en ekki "ánægja"
Hmmmm. gætu föstudagsæfingarnar verið að skemma fyrir keppnishaldinu og mætingar keppenda.???????
ÞESSVEGNA er bracket góður kostur þar geturðu farið eins hratt einsog þú getur (Einar Mölll. þú setur bara indexið 1/2 sek neðar en þú nokkurntíma kemst.. þú ert samt með meiri sigurmöguleika en í dæminu á undan ) Og átt jafnvel kost á að sigra af og til (ef þú ert þokkalegur dræver)
FLOKKARNIR, T.d. OF, SE, MC, O.sv.frv. Eru svo fyrir MENN (með kúlur í klofi ) sem geta tekið tapi keppni eftir keppni (bín ðer) Einsog menn (gráta náttúrlega í koddann þegar heim er komið)
Ef þetta gengur í smá tíma getum við kannski komið okkur upp svolitlum kjarna af mönnum sem koma með sína flottu og góðu bíla t.d. Siggi Jak sem eitt besta dæmið, Og koma þarna uppeftir til að HITTA félagana, sýna sig og sjá aðra, Fara góðar bunur á tækinu (ná pínu betri tíma en siðast) Og fara svo heim alsæll. Það er "ánægja"
Með ósk um gott og málefnalegt þras.
Dr.aggi:
Sæll Valur og velkominn aftur til skrifta.
Mín skoðun er sú að við höfum ekki efni á því endalaust að okkur keppendum lýði sem best á keppnisstað með rótækum jafnaðarmanna stefnum því klúbburinn og keppnishaldið þarf að bera sig því jú sannanir eru fyrir því að aukin gleði og ánægja skilar sér í lakari mætingu.
Áhorfendur koma jú first og fremst til þess að sjá duglega og áhugasama keppendur eins og Einar B, Þórð og fleiri.
Þessi jafnaðarökuleykniskeppnis stefna er því miður ekki kvetjandi til smíði eða reksturs ofurtækja sem jú áhorfendur vilja sjá.
Þegar áhorfendur flikkjast að einhverju opnast augu sjónvarpsstövanna og fara að sýna því áhuga að sjónvarpa efninu og þá fara fjármagnseigendur að sjá sér hag í því að setja í það peninga og peningar eru góðir.
Mesta gróskan í þessa átt var 2000 2001 og 2002.
Því er mín skoðun sú að eina sem virkar hér er vel þrepaskift flokka kerfi eins og var á þessum tíma mætti reyndar betrumbæta það þó nokkuð.
Ef þetta sekundu flokka kerfi kemst á hér þá er hætta á því eins og tíðkast erlendis þar sem þeir eru keirðir að menn haldi tímum sínum frekar niðri heldur en hitt, bílar sem keira á góðum degi á 8.50 keira í 9.90 flokki.
Grétar Franksson á 540 Vegunni sem var að keyra lágar 8 sek. Ætlar ekki að styrkja ÍSAGA um 25.000 krónur p/keppni í gleðinnar lofti ef þetta kerfi kemst á hann keyrir bara öruggt í 8.90 eða 9.90 gas laus með minna risk á mótor kassa og drifi.
Haldið þið að við fáum áhorfendur til að koma aftur með þessari þróun.
Förum okkur hægt í hófi.
Kv.
Dr.aggi
eva racing:
Hæ.
'Eg er heldur ekki hrifinn af þessum "fastsekúnduflokkum", En venjulegt bracket er samt góður kostur fyrir okkur Small blokk aumingjana sem langar að keppa. (með smá möguleika á því að komast á pall.) Ef ekkert jöfnunarkerfi er, þá fara minnkandi möguleikar hins venjulega daglaunamanns.
Það væri sjónarsviftir af því að missa Jenna Leif Benna Eiriks og jafnvel þig og mig bara af því að við erum með "svo lítið".........
Auðvitað á sá að uppskera sem best vinnur í sínum málum, en að minum vélastærð sé 570 cid ........ Common.
OF er með ágætis kerfi (svolítið gróft, þú veist,. Ætti að taka tillit til annarra "páveraddera" En það var fellt á fundi af mönnum sem mér vitanlega eru ekki að keppa hvorki í þessum flokki eða öðrum)
Og fyrir þá sem ekki eiga möguleika í td SE eða MC, Þá getur Bracket (venjulegt þar sem þú mátt "standann" ) verið vænlegur kostur.
Einn sem ég gleymdi í síðasta pósti, það er þessi "vondi" maður sem gjöreyðilagði 4 cyl flokkinn með súbarú bíl sínum. 'Eg held að hann eigi meiri þátt í því að leggja þann flokk niður en "gleði" eða nokkuð annað.
Hmmmmm...... 'A þá að banna fljótu og góðu bílana.? Það er spurning því (miður ) eru það góðu bílarnir mest þeir sem fækka keppendum.
Og ef frekar hefði verið spanderað í ljósaskilti frekar en að hylja brautina með Járngirðingum þá hefði það kannski hjálpað við áhorfendaöflunina..... (fólk fylgdist með og skildi kannski frekar T.d. bracket og OF flokka)
Gott í bili.
Jón Þór Bjarnason:
Og ef frekar hefði verið spanderað í ljósaskilti frekar en að hylja brautina með Járngirðingum þá hefði það kannski hjálpað við áhorfendaöflunina..... (fólk fylgdist með og skildi kannski frekar T.d. bracket og OF flokka)
MARGT TIL Í ÞESSU MEÐ LJÓSASKILTI EN SPURNING HVORT LJÓSASKILTI FENGU AÐ VERA Í FRIÐI FYRIR SKEMMDARVÖRGUM?
baldur:
Þau yrðu tekin niður eftir hverja keppni eins og allur annar búnaður sem tengist tímatökunni geri ég ráð fyrir.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version