Kvartmílan > Almennt Spjall

Keppnissumarið 2005

<< < (4/8) > >>

baldur:
Skv því flokkakerfi sem hefur verið keyrt hingað til væri það RS og já þú mættir nota slicka og túrbó eða nítrógas, þó ekki nema einn power adder.
Svo eru líka einhverjar pælingar í að hafa sekúnduflokka og þá allt leyft.

stigurh:
Einn af mínum bestu bræðrum er alveg á móti öllum Brakketflokkum, segir að það sé engin hvati til að fara hratt. Það má vel vera rétt en hvar eru þá keppendurnir. Eftir öll þessi ár eru nokkrir keppendur sem eru að keyra til að hafa gaman af bílnum og þessum félagsskap sem klúbburinn hefur uppá að bjóða, það eru þeir sem komu saman og ræddu hvaða lending væri best í öllu þessu reglutali og komust að niðurstöðu um að sekúnduflokkar væru besta lendingin. Startað á jöfnu og vera á 12.05 sek eða ??? Ég ætla sjálfur að vera með í því. Ég keypti Vollan til að keppa í super pro, svo það fari ekki á milli mála. Mér finnast gömlu flokkarnir eins og þjóðsögurnar, skemmtilegar að heyra um en vil helst ekki vera með í söguþræðinum. Ég get farið eins hratt og druslan kemst, vonandi komist í níu sek og einnig keppt á tíu sek á þessu ári. Ég komst í 10,44 á síðasta ári, og kemst vonadi í 9,98 á þessu ári. Það má vera að sé léleg hvatning til að fara hratt en það er mikil hvatning til að gera vel, og kannski betur en fúll á móti. Ég hvet ykkur til að vera með og gefa þessu séns í tvö ár. Skráið ykkur í heads up racing.
stigurh

Gretar Franksson.:
Sælir félagar,
Það getur verið spurning hvort hægt sé að fá fleirri keppendur til að mæta ef teknir eru upp Bracket eða sekunduflokkar, þar sem ekki má fara undir fyrirfram ákveðinn tíma. Í öllum þessum flokkum má ekki fara undir þeim tíma sem ákveðinn er, þá tapar viðkomandi. Er þetta kappakstur eða er þetta ökuleikni? Viðkomandi er jú að reyna að hitta nákvæmlega á þann tíma sem er fyrirfram ákveðin. Þannig að ekki er um eiginlegan kappakstur að ræða heldur að hitta á tímann. (T.d að bremsa niður áður en endalínu er náð) Það gæti orðið snúið að reyna að telja áhorfendum trú að þetta sé Kvartmílukappakstur. Jú sko ef þú ferð undir tímann (of hratt) þá tapar viðkomandi!!

#   Ekki verður um met í þessum flokkum það er bara fastur tími.

#  Ekki er þörf á að keyra á Nitro, Í raun til þess valdandi að viðkomandi verður ekki jafn á tíma sínum. Verri kostur.

#  Ekki er þörf á að vera með keppnismótor sem mikið er tekið út úr   hverri kupic-tommu. Þannig háþjöppumótor er tabú.

#  Vænlegast er að vera með ekki of tjunnaða vél sem lullar nokkuð örugt

Við getum jú allir verið sammála um að Þetta er allt satt og rétt.

Stígur spyr "en hvar eru þá keppendurnir?" Við þekkjum það allir að það var met þáttaka árin 2001-2002 ásamt áhorfendum. Þá var eingöngu um það að ræða að keppa í okkar flokkum: OF-GF-SE-MC-RS-GT plus mótorhjólaflokkar. Margir settu sitt persónulega best sem er veigamikill þáttur í sportinu. (staðfesting á árangri) Þetta gekk allt saman vel upp og er þetta blómaskeið. Hvað skeður svo......

Jú gamla sagan endurtekur sig, hræra í keppnisreglum, sem ekki var þörf á. Lítilsháttar lagfæringar hefði kannski mátt skoða.

Ok skoðum árangur af þessum reglubreytingum: Erlendu reglurnar sem sumir bundu vonir við að yrðu vinsælar brugðust algörlega. Þessir erlendu flokkar voru aldrey keyrðir enda miklu opnari en þeir Íslensku. Menn sáu sér ekki hag í að velja þessa flokka. Margir héldu að sér höndum og biðu til að sjá hvað verða vildi.

Hugleiðið þetta ágætu félagar, allir viljum við jú að Kvartmílan verði í blóma.

kveðja
Gretar Franksson

440sixpack:
Ertu þar méð að bjóða þig fram í flokkaskoðun í sumar?

Einar K. Möller:
Eftir að hafa hlerað nokkur samtöl og tekið púlsinn á mönnum varðandi allt þetta sá ég of greinilega hvernig þetta liggur. Þeir sem nýjir eru koma ALDREI til með að rúlla í bracket, sérstaklega vegna þess að þeir eru ekki að koma þarna til að keyra á 12.90 eða 2.90 eða hvað sem þið viljið kalla þetta. Menn eru að mæta þarna til að fara hratt og svo til að fara ennþá hraðar, slá met, fá bikar... o.sv.frv....ÁN ÞESS AÐ ÞURFA AÐ BREYTA UM FLOKKA þegar þeir fara "óvart" sekúndubroti neðar en lágmarkið er...bla bla bla bla.

 Ég er sammála öllu því sem Grétar Franksson segir hér að ofan, ég ætti sjálfur að þekkja tímabilið 2001 þar sem ég var keppnisstjóri, í síðustu keppni sumarsins voru 63 skráðir til keppni og 61 mætti, þar af 19 í MC eingöngu (að sögn fróðra manna í EINA skiptið sem hægt hefur verið að keyra 16 bíla Qualify). 2002 tímabilið var ekki eins öflugt en MJÖG gott. Þarna voru þeir flokkar sem menn höfðu keyrt eftir og smíðað bílana sína fyrir í mörg ár. GT-MC-SE-GF-OF eru flokkarnir sem eiga að vera, jújú, það má prófa Pro Street, True Street, Mild Street (enda ekkert mjög ósvipað því sem var fyrir í sjálfu sér) en að láta sér detta önnur eins dauðans djöfulsins vitleysa í hug að keyra allt out Bracket og þessa sekúndu vitleysu finnst mér alveg hreint kostulegt. Sér í lagi vegna þess að það eru kannski 4 gamlir skápar sem kannski skilja eitthvað í þessu dauðans brasi (numbers may vary). Þetta er HEIMSKT.

Svona fyrirfram biðst ég bara afsökunar á orðalagi o.sv.frv. en einhvern tímann var sagt að hver maður ætti rétt á sinni skoðun.

Þetta er mín.

Mbk.

Einar K. Möller

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version