Kvartmílan > Almennt Spjall

Keppnissumarið 2005

(1/8) > >>

Nóni:
Sælir félagar, við Gunni kíktum á fund í gær í Kaplahrauninu og það var auðvitað rosa gaman. Hittum Herlufsen bræður og fleiri, fengum okkur kaffi og súkkulaði og tókum hressilegt spjall, þarna ræddum við ýmis mál og þar á meðal öryggismál og keppnishald. Einnig hvernig auka megi keppendafjölda í keppnum komandi sumars, þetta mál er mér og fleirum mikið kappsmál og vil ég sjá mikinn viðsnúning í þessu á komandi kvartmílusumri. Það er hins vegar ekki auðvelt og væri gott ef fleira fólk að leggði þessu máli lið með einhverju móti, það eru skráðir 140 klúbbmeðlimir en aðeins 15 til 20 þeirra treystu sér að meðaltali til að keppa í kvartmílu síðasta sumar. Ég vil hér með setja af stað umræðu um hvernig á að auka fjölda keppenda í kvartmílu næsta sumar, ég vil hvetja menn og KONUR til þess að leggja nú eitthvað gáfulegt til málanna, ekki bara eitthvað heilaprump sem bara varð að komast út. Ekki samt neina hræðslu við að opna munninn.
Verið nú svo vænir netverjar og kvartmílungar að láta móðan mása um hvernig megi  bæta þetta í okkar góða klúbbi.


Kv. Nóni

ilsig:
Tííííhí  :D
Hvernig væri að fá álit Völvunnar?
kv.gísli sveinnss

Svenni Turbo:
Það þarf nú að virkja fjölmiðlana meira kvartmilan fær skammarlega litla umfjöllun.

Einar K. Möller:
ég er viss um að Slúðurdrottningin myndi tjá sig ef það færi ekki svona fyrir hjartað á mönnum sumt það sem hún segir.  :wink:

Racer:
mér sýnist að það vantar bæði fleiri keppendur og starfsfólk til að leggja hönd á plóg í keppnum.

gengur ekkert að það eru ekkert backup staff þegar starfsfólk vil keppa  :P og þetta rétt slapp í fyrra með að menn voru að hlaupa á milli bíla og turns og þurftu að éta helmingi meira út sjoppunni til að vinna upp kg sem sluppu :wink:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version