Kvartmílan > Almennt Spjall
Nova á Akureyri
durturinn:
JA HÉRNA HÉR ! Ég er búinn að kynna mér þessa SS Novu og eftir það veit ég að þetta er nær því að vera SS pulsa en SS Nova. Hins vegar er annað mál að það er engin skömm að því að gera þessa hluti til að fá lúkkið sem að SS bíllinn hefur. Það er líka hægt að setja GTI merki á 1.3 Corollu en hún verður ósköp lítið sprækari við það :)
Brynjar Nova:
JA HÉRNA góð ræða,,, þetta er að sjálfsögðu klónuð ss nova, :shock: það eru bara ákveðin atriði sem ss nova er með, og þessi atriði eru ekki mörg :wink: þetta ss dót er allt dót sem hægt er að skrúa í bíl sem er EKKI SS.Ef þetta dót er allt komið í bílinn þá er hann orðin það sama og ss ekki rétt :twisted: það mun ekki angrar mig neitt að aka þessari novu þó að hún hafi ekki verið ss þegar hún kom ný, :wink: bíllinn verður alveg það sama og ss að innan sem utan hvað er þá málið :lol: það fyrsta sem margir segja þegar um ss bíil er að ræða, Þá eru það þessi orð hann er með diska bremsur, jaaá þá er hann ss :wink: ég vona að menn verði ekki fyrir vonbrigðum með þetta þó að maður breiti novu í ss. ss og ekki ss báðir flottir :wink: gaman væri að heira í mönnum hér á spjallinu um þetta mál, ER ÞETTA SVONA MIKIÐ MÁL :twisted: EN PYLSAN ER GÓÐ EN ÞAÐ ER 1,3 KOROLLA EKKI :lol: kv Brynjar kristjánsson.
Valur_Charade:
Sælir strákar! Ég segi fyrir minn hlut að ég er sammála Brynjari! Því að þetta er hans Nova og hann ræður hvað hann gerir við hana! Mér finnst þetta ekkert slæmt ef hann vill búa sér til SS Novu og þetta yrði auðvitað klón en hvað með það þetta liti alveg eins út og SS Nova og mér finnst fáránlegt að líkja þessu tvennu saman: Að breyta venjulegri Novu í SS Novu og að setja GTi merki á Corollu!
Ég var lika sammála Durtinum nema þetta með pylsuna og Corolluna! Það sem ég var semsagt sammála honum með er að það sé engin skömm að því að breyta Novu í SS Novu!
Brynjar Nova:
sæll valur,,, mér finnst þessi orð hjá þér lýsa hvað gamall bíll er, það er mikið meira varið í að gera upp bíl sem maður er búinn að eiga lengi, og ef maður þekkir sögu bílsins, ég man eftir þessari novu mjög ungur, :wink: semsagt bíll sem skiptir mig máli, þetta er ekki bara einhver nova að utan :? það eru öruglega einhverjir sem þekkja þetta, allir hafa sínar skoðanir á öllu, sama hvað það er :roll: ég nenni ekki að henda þessari novu og kaupa aðra SS bara til að 2 til 3 aðilar séu sáttir VITI MENN ÉG ER MJÖG SÁTTUR :lol: valur þakka þér þetta innlegg kv,Bk
Svenni Turbo:
Brynjar nova þú mátt ekki taka svona bull inná þig svona menn eins og "durturinn" með eitt innlegg eru svokallaðir Íslandsmeistarar innanhús Þ.e geta allt undir nafnleynd en drulla upp á bak í eðlilegum samræðum, og að líkja þessu við corollu sannar að viðkomandi er á vitlausu spjalli!
p.s þetta verður snild postaðu inn myndum strax og þú getur væri gaman að fá að fylgjast með :!:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version