Kvartmílan > Almennt Spjall
Nova á Akureyri
challenger70:
Mér sýnist á öllu að þetta sé skemmtilegt verkefni sem eigi eftir að lukkast vel. Þú ert komin yfir þessa tímafreku ryðbætingarvinnu og nú byrjar skemmtilegi hlutinn þegar þú sérð allt smella saman. Hvort að þetta sé orginal SS bíll eða ekki er í mínum huga ekki aðalmálið. Þú getur vel klónað þennan bíl í SS og gert hann að jafngóðum bíl ef þú vilt, en allt kostar þetta tíma og peninga og gerist ekki á einni nóttu.
Það verða alltaf einhverjar úrtöluraddir sama hvað maður gerir í bílauppgerð. Gerðu þetta bara vel og eins og þú ert sáttur við. Settu endilega fleiri myndir inn á vefinn og leyfðu okkur að fylgast með hvernig verkinu miðar. Vonandi sjáum við þig á götunni í sumar.
Brynjar Nova:
Sælir,,,, þakka innleggin, já núna er maður búinn að vera sveittur að boxera og slípa, bíllinn fer í málun í byrjun mars svo að maður er bara að skvera mótor og gír og gera klárt fyrir að setja ofaní, svo er búið að kaupa ný dekk og felgur dekkin eru 295-60-15 og 235-60-15 og felgur 8 og 10 hér eru svo fleiri myndir af uppgerð, svo sem, smíði á mælaborði og grunnun og kíttun og fleira, :wink: set svo fleiri myndir inn þegar hann fer í málun kv Bk OG SVO ALLIR AÐ BORÐA SS PYLSUR :lol:
ND4SPD:
--- Quote from: "Jakob Jónh" ---:) Sæll Brynjar flottur bíll,hvernig litur verður á honum?og hvernig vél og skifting verður í honum?
Kveðjur bestar Jakob.
--- End quote ---
Nettur Camaro hjá þér í avatarnum :shock:
En annars annað mál ! er þetta ofurritskoðaður spjallþráður eða hvað ? :?
Veit ekki betur en að ég hafi verið að senda svar inná þennan þráð fyrr í kvöld, en nú er hann horfinn ! :?:
Ja maður bara spyr sig :roll:
Brynjar Nova:
sæll, hvað sendirðu sem átti að hafa horfið :roll: ég er ekki alveg með núna :wink: :?:
ND4SPD:
--- Quote from: "Brynjar Nova" ---sæll, hvað sendirðu sem átti að hafa horfið :roll: ég er ekki alveg með núna :wink: :?:
--- End quote ---
Ekki ég heldur :?:
Ég svaraði hér fyrr í kvöld DURTINUM og bar undir hann nokkrar spurningar, ætlaði svo að tékka á svari og þá var bara búið að hreinsa allt saman út ????
Veit ekki meir en annars verður ganan að sjá útkomuna á bílnum hjá þér
Þetta verður nettur kaggi :D
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version