Kvartmílan > Almennt Spjall
Myndir frá æfingu í dag 24.10
1965 Chevy II:
--- Quote from: "Saab Turbo" ---Já já, lærðu bara á bílinn það er víst betra (læra á = setja slikka undir hann) :D
Frikki, það má aldrei segja neitt hérna inni þá ertu hálfpartinn farinn að grenja eða þá þú hendir því út :lol: Þú verður nú aðeins að hemja þig strákur. Auðvitað verðum við að kvelja formanninn okkar með þessu, annað væri nú ekki hægt.
Bíllinn hreyfðist rosa vel og sándar flott og ekki orð um það meir. En að hugsa sér, hann getur þetta allt án túrbínu, hvað getur hann þá með tvær svona GT37 eða GT42 ha?????
Kv. Nóni
--- End quote ---
Það verður að hafa stjórn á þér og hinum lyklaborðsriddurunum sem dagsdaglega læðast með veggjum og segja aldrei neitt.....en svo komist þið á netið þá sígur böllurinn skyndilega niður á gólf og allt verður vitlaust.
Einar ég biðst forláts á ömurlega útskýrðum fréttaflutning mínum best að hætta þessu bara og fara út í skúr að grenja. :cry:
Einar Birgisson:
Ég tek forlátsbeiðnina til athugunar ......................
Ice555:
Sælir félagar.
Það er gott að ræða um árangur og met og nauðsynlegt að viðhalda keppni, ofurlitlum metingi og vilja til þess að gera betur og setja ný met. Það væri hins vegar til þæginda að metaskráin sem er á vefnum væri uppfærð og leiðrétt og sýndi á hverjum tíma gildandi met. Hvað varðar tíma Gulla á 555 Imprezunni (hvað sem öllum metur líður) þá eru þeir þessir: Í fyrra (2003) var keppt á Bridgestone loftbóludekkjum sem eru "street legal radial" og besti árangur var: 60 fet: 1,565 sek., 1/8 míla: 7,436 sek. á 91,6 mílu og 1/4 míla: 11,765 sek. á 111,7 mílum. Í sumar var keppt á "street legal radial" dekkjum. Besti árangur náðist í keppni í Englandi: 1/4 míla: 10,85 á 119 mílum. Þar var einnig keppt í hámarkshraða á braut sem var 1,25 míla. Þar náði Gulli 177,1 mílu eða 285 km. Á Íslandi var besti árangur í sumar þessi: 60 fet: 1,757 sek., 1/8 míla: 7,090 á 102,5 mílum og 1/4 míla: 10,909 sek. á 130,44 mílum.
Þetta er þriðja árið sem við keppum í kvartmílu og á hverju ári hefur tekist að bæta tímann um eina sekúndu. Fyrsta árið náðist tíminn 12,846 sek á Subaru Imprezu 2,0 GT árg. 1999. Í fyrra náðist best 11,765 sek á Subaru Imprezu 2,0 WRX STi árg. 2003 og í ár á sama bíl 10,85 sek.
Við höfum sett ákv. stefnu og markmið fyrir næsta ár, munum nota sama bíl og halda okkur við 2,0 ltr. vél (eins og tvær mjólkurfernur) og ætlum ekki að fara í sjálfskiptingu; allavega ekki strax.
Vonandi tekst okkur öllum að hafa gaman að þessu sporti okkar og viðhalda nausynlegri samkeppni og vilja til þess að gera alltaf aðeins betur en áður hefur verið gert.
Með kveðju,
Halldór Jónsson
Team 555
Alpina:
--- Quote from: "Ice555" ---Sælir félagar.
Það er gott að ræða um árangur og met og nauðsynlegt að viðhalda keppni, ofurlitlum metingi og vilja til þess að gera betur og setja ný met. Það væri hins vegar til þæginda að metaskráin sem er á vefnum væri uppfærð og leiðrétt og sýndi á hverjum tíma gildandi met. Hvað varðar tíma Gulla á 555 Imprezunni (hvað sem öllum metur líður) þá eru þeir þessir: Í fyrra (2003) var keppt á Bridgestone loftbóludekkjum sem eru "street legal radial" og besti árangur var: 60 fet: 1,565 sek., 1/8 míla: 7,436 sek. á 91,6 mílu og 1/4 míla: 11,765 sek. á 111,7 mílum. Í sumar var keppt á "street legal radial" dekkjum. Besti árangur náðist í keppni í Englandi: 1/4 míla: 10,85 á 119 mílum. Þar var einnig keppt í hámarkshraða á braut sem var 1,25 míla. Þar náði Gulli 177,1 mílu eða 285 km. Á Íslandi var besti árangur í sumar þessi: 60 fet: 1,757 sek., 1/8 míla: 7,090 á 102,5 mílum og 1/4 míla: 10,909 sek. á 130,44 mílum.
Þetta er þriðja árið sem við keppum í kvartmílu og á hverju ári hefur tekist að bæta tímann um eina sekúndu. Fyrsta árið náðist tíminn 12,846 sek á Subaru Imprezu 2,0 GT árg. 1999. Í fyrra náðist best 11,765 sek á Subaru Imprezu 2,0 WRX STi árg. 2003 og í ár á sama bíl 10,85 sek.
Við höfum sett ákv. stefnu og markmið fyrir næsta ár, munum nota sama bíl og halda okkur við 2,0 ltr. vél (eins og tvær mjólkurfernur) og ætlum ekki að fara í sjálfskiptingu; allavega ekki strax.
Vonandi tekst okkur öllum að hafa gaman að þessu sporti okkar og viðhalda nausynlegri samkeppni og vilja til þess að gera alltaf aðeins betur en áður hefur verið gert.
Með kveðju,
Halldór Jónsson
Team 555
--- End quote ---
Vel að orði komist hjá þér ,,félagi og til sóma svona skemmtileg og einlæg svör,,,,,Með allt á hreinu :mrgreen: :mrgreen:
Nóni:
Flott hjá þér að fara út í skúr Frikki vegna þess að ég hlakka mikið til að sjá þig og bílinn á brautinni næsta sumar, vona að þú eyðir meiri tíma í skúrnum en framan við skjáinn :D (hóst 1422 hóst hóst... póstar).
Sæll Halldór og gaman að þú skulir pósta öðru hverju hérna og hjálpa okkur að kristna þessa sjúgandi villutrúarmenn. En hvers vegna voruð þið með verri 60 feta tíma en í fyrra og hvaða bensín voruð þið með í sumar eftir að þið komuð heim?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version