Kvartmílan > Almennt Spjall
Myndir frá æfingu í dag 24.10
firebird400:
Og hvað er svoleiðis kallað, varla 95 regular :D
Nóni:
Takk fyrir það Halldór, ég reiknaði nú heldur ekki með að þið væruð með neitt ólöglegt eiturlyf á tanknum. Ég var frekar að fiska eftir oktantölu og orkuinnihaldi.
Kær kveðja, Nóni
Ice555:
Ég var ekkert að velta því fyrir mér Nóni; enda myndi fiskast illa á þeim veiðum. Ég er ekki alveg viss um oktantöluna; held hún sé 102 RON en veit ekki hvað mörg MON, en það er MON gildið sem skiptir öllu máli. Þetta eldsneyti er líka frekar súrefnisríkt. Til samanburðar þá er V-Power 99+; líklega 100-101 RON oktan. Þá ályktun dreg ég af mismuninum á V-Power og Shell Optimax en Optimax er 98,4 RON. Munurinn á V-Power og Optimax jafngilti 3-4° í stillingu á kveikju.
Kveðja,
Halldór Jónsson
Team 555
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version