Kvartmílan > Almennt Spjall

Myndir frá æfingu í dag 24.10

<< < (5/6) > >>

1965 Chevy II:

--- Quote from: "Saab Turbo" ---Flott hjá þér að fara út í skúr Frikki vegna þess að ég hlakka mikið til að sjá þig og bílinn á brautinni næsta sumar, vona að þú eyðir meiri tíma í skúrnum en framan við skjáinn :D (hóst 1422 hóst hóst... póstar).
--- End quote ---


Ég kem nú ekki miklu í verk........... hágrátandi.

Nóni:
1426 and counting...........

Ice555:

--- Quote from: "Saab Turbo" ---Flott hjá þér að fara út í skúr Frikki vegna þess að ég hlakka mikið til að sjá þig og bílinn á brautinni næsta sumar, vona að þú eyðir meiri tíma í skúrnum en framan við skjáinn :D (hóst 1422 hóst hóst... póstar).

Sæll Halldór og gaman að þú skulir pósta öðru hverju hérna og hjálpa okkur að kristna þessa sjúgandi villutrúarmenn. En hvers vegna voruð þið með verri 60 feta tíma en í fyrra og hvaða bensín voruð þið með í sumar eftir að þið komuð heim?
--- End quote ---


Sæll Nóni.  Það sem ræður mestu varðandi lakari tíma á 60 fetum er meira spól þrátt fyrir gripmeiri dekk og öðru vísi "power band".  Náðum best í sumar 1,659 sek sem er 0,094 sek lakara en í fyrra.  Þegar verið er að keppa og æfa á mismunandi brautum og við mismunandi hitastig, þarf töluverðan tíma til að finna og læra réttar stillingar á hverjum stað með tilliti til veðurs og hitastigs.  Með meiri æfingu og frekari tilraunum með loftþrýsing í dekkjum hefði líklega mátt ná 1,4x sek á 60 fetum, 6,7x sek. á 1/8 mílu og 10,5x sek. á 1/4 mílunni hér á Íslandi. Íslenska loftið virðist henta mun betur og gefa betri árangur.  Þar ræður súrefnis- og rakainnihald og hitastig mestu.

Halldór Jónsson
Team 555

Nóni:

--- Quote from: "Ice555" ---
--- Quote from: "Saab Turbo" ---Flott hjá þér að fara út í skúr Frikki vegna þess að ég hlakka mikið til að sjá þig og bílinn á brautinni næsta sumar, vona að þú eyðir meiri tíma í skúrnum en framan við skjáinn :D (hóst 1422 hóst hóst... póstar).

Sæll Halldór og gaman að þú skulir pósta öðru hverju hérna og hjálpa okkur að kristna þessa sjúgandi villutrúarmenn. En hvers vegna voruð þið með verri 60 feta tíma en í fyrra og hvaða bensín voruð þið með í sumar eftir að þið komuð heim?
--- End quote ---


Sæll Nóni.  Það sem ræður mestu varðandi lakari tíma á 60 fetum er meira spól þrátt fyrir gripmeiri dekk og öðru vísi "power band".  Náðum best í sumar 1,659 sek sem er 0,094 sek lakara en í fyrra.  Þegar verið er að keppa og æfa á mismunandi brautum og við mismunandi hitastig, þarf töluverðan tíma til að finna og læra réttar stillingar á hverjum stað með tilliti til veðurs og hitastigs.  Með meiri æfingu og frekari tilraunum með loftþrýsing í dekkjum hefði líklega mátt ná 1,4x sek á 60 fetum, 6,7x sek. á 1/8 mílu og 10,5x sek. á 1/4 mílunni hér á Íslandi. Íslenska loftið virðist henta mun betur og gefa betri árangur.  Þar ræður súrefnis- og rakainnihald og hitastig mestu.

Halldór Jónsson
Team 555
--- End quote ---



Það er satt að loftslagið er betra til flestra hluta hér nema ef vera skildi til sólbaða á kvartmíludögum :D  En hvaða bensín voruð þið með?

Ice555:
Bensínið sem við notum er samskonar og notað er til keppni m.a. í rally og uppfyllir kröfur FIA og er samþykkt af þeim.

Halldór Jónsson
Team 555

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version