Eins og staðan hefur verið í sumar var þessi niðurstaða eina raunhæfa leiðin til þess að reyna að fjölga keppendum, losna við kærumál og óánægju vegna meints svindls. Það hefur aðeins verið hægt að keyra einn flokk að einhverju viti í sumar og það var MC flokkur. GT flokkurinn dauður, RS flokkurinn dauður, SE flokkurinn að deyja og GF flokkurinn og OF breytt í bracket. Ef þessir musclecar bílar væru ekki að keppa, þá væri engar kvartmílukeppnir á Íslandi. Svo einfalt er þetta.
Með þessu fyrirkomulagi geta allir keppt við alla með því að velja sér flokk sem hæfir, enginn þarf að breyta bílnum til að elta einhverjar reglur um dekk, púst, vélarstærðir, racebensín eða nítró. Engin flokkaskoðun (enda hefur hún ekki verið framkvæmd síðustu 2 árin.)
Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að fjárhagur keppenda skiptir litlu máli og jafnar möguleika allra keppenda til að vinna. Nú er bara að standa sig vel á ljósunum og passa sig að fara ekki undir indexið í þeim flokki sem menn velja sér.
PS. Getur einhver upplýst mig hver Anton Ólafsson Akureyri, á hvaða bíl hann hefur verið að keppa hér fyrir sunnan, man ekki honum í fljótu bragði.