Author Topic: Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000  (Read 12926 times)

Vefstjóri KK

  • Guest
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« on: October 19, 2004, 14:35:09 »
Reglur í Musle Car flokk verða til umræðu á mánudagskvöld kl 2000.
Allir sem áhuga hafa á keppni þessara bíla geta mætt og tjáð sig. Best væri að þeir sem hafa hug á að taka þátt í keppni á slíkum bíl mæti svo að sem flestir verði sáttir. Góð hegðun er algert skilyrði. Eftirlit verður á staðnum.
stigurh

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
MC flokkur
« Reply #1 on: October 19, 2004, 22:27:57 »
Sælir strákar , hvernig getum við fjölgað keppendum í MC ? þetta keppnissumar sem er nýlokið var ekki nógu gott að mínu viti.
Það vantaði keppendur, hvar voru allir? Af hverju koma menn ekki á öllum MC bílunum að keppa?
Eigum við banna götuslikka? Eigum við að keyra index?

Ég held að þetta sumar sem er að enda hafi sýnt okkur að við fórum með MC allt of langt yfir í SE flokk.

Harry Þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Flokkar
« Reply #2 on: October 20, 2004, 09:22:14 »
Ég held að við þurfum að prufa eitthvað nýtt.Ég var á netinu um daginn og þvældist inn á einhverja síðu þar var svona local race klúbbur eins og okkar þar voru menn að keyra tíma skipt s.s 11.99-12.99,12.99-13.99,10.99-11.99 og svo framvegis allt leyfilegt bara tími sem sagði til.Þetta var keyrt heads up og ef þú ferð segjum 11.90 í flokki sem er 11.99-12.99 þá færðust menn upp um flokk en tóku þau stig sem þeir höfðu safnað með sér upp.Er þetta kannski eitthvað sem við ættum að prufa.Þarna sitja allir við sama borð bara tíminn sem telur en samt ekki bracket.Bara smá uppástunga með kveðju Árni Már Kjartansson
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Bracketofnæmi.....
« Reply #3 on: October 20, 2004, 15:45:02 »
Hæ.

   Að sjálfsögðu er þetta bracket..  ef þú / maður er með bíl sem fer 11,70  þá róar maður hann niður í 11,99 - 12,05 og verður með fljótasta bílinn þar frekar en að vera með bíl að keppa á móti 1/2 sek fljótari bílum.

    Ekki þessa bracket fóbíu.   og  eruð þið vissir um að geta fyllt MC flokk með 4-6 undirflokkum,?  Eða á svo sigurvegarinn úr 11,99 að keppa við sigurvegarann úr 13,99 með 2, sek forskot eða.........

       Við erum aftur komnir í bracket........  sem er fínn flokkur en það þarf að vera góður "dræver!"  He he....

    Bara mín 5 sent.
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« Reply #4 on: October 23, 2004, 09:50:46 »
Sælir piltar,

Ég sé fimm sentin hans Vals og hækka í 10.
Ég held að til fjölga keppendum á tryllitækjum (sem sumir hafa valið orðskrípið vöðvabílar sem ætti betur við bisnessfarartæki kjötkaupmanna) þarf að vera til entry flokkur fyrir slíka bíla, þar sem sterar (power adders) eru bannaðir og verulegar takmarkanir gerðar varðandi dekkjagerðir/stærðir. Það eru margir slíkir flokkar keyrðir víða.  F.A.S.T. flokkarnir í USA eru t.d. dæmi.  Til gamans eru hér reglur fyrir flokk af þessu tagi sem keyrður hefur verið í Suður-Svíþjóð:

SydCupen: Standard Street   
      
Originalbilar med max 30kg lättning. Byte till säkerhetsförarstol samt till aluminiumfälgar eller motordelar räknas ej som lättning. Ej lustgas eller överladdning. Motorer på max 480cui, endast originalmotorer får vara större.  Original aluminiumblock godkänt på originalbil. Ej eftermarknads aluminiumblock. Ej fler cylindrar än som finns original till bilmodellen.  Fabriksgjutet insug, endast en förgasare tillåtet, ej dominator. Vid användning av originalinsug tillåts fler originalförgasare.  Originalinsprutning tillåtet på originalbilar.  Original framvagn.  Tractionstag av "Bulta på typ" tillåtet.Stag för hjulupphängning får bytas om montering sker i originalhålen.  Bakre hjulhusen och original hjulupphängning får modifieras minimalt för att få plats med däck enligt nedan. Slicks tillåtet med märkning max 9,0x30 tum alternativt DOT-däck med slitbanebredd max 265mm. Ljuddämpning enl. ET-reg. Avgassystem enl. DRT 1.3. Zoomieheaders ej tillåtna.
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline BB429

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 107
    • View Profile
Sænska ?
« Reply #5 on: October 23, 2004, 11:20:01 »
Sæll Ragnar,
Hvernig væri nú að bregða sér í túlks jakkann og snara þessu yfir á ástkæra ylhýra ?
Biggi
Birgir Björgvinsson
Thank the Lord for the Big Block Ford!

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« Reply #6 on: October 23, 2004, 11:20:52 »
Sælir felagar og afsakið að eg get ekki gert kommu yfir stafi, það er eitthvað að lyklaborðinu minu.
Er hið Islenska politiska minnisleysi farið að hrja  felaga kvartmiluklubbsins, eru menn bunir að gleyma þvi að það eru ekki mörg ar siðan það voru yfir 40 keppendur að meðaltali i keppni, 60 mest.
Skrumskæling MC flokksinns er buinn að drepa tvo flokka SE og GF
Þvi segi eg það að lausnin se einföld 1. Koma Mc flokknum i það horf sem hann var skapaður fyrir, það er að segja flokkur sem bilar geta ekið beint af Akinn runtinum og keppt.

Þvi segi eg það að lausnin a okkar vanda i dag se að fara eftir samþykktum reglum varðandi götuslikka (þeir hafa aldrei verið samþykktir i MC a aðalfundi) þessu er hægt að frammfylgja með einföldum migtarmæli.
2. Banna strokanir yfir hæðstu faanlega velarstærð +0.60 yfirbor.

3. Desibilmæla hljoðkerfi bila.


Eg vona að þetta moðgi ekki neinn þvi það er ekki meinig min heldur að reyna að fjölga keppendum aftur þvi eg tel að erlendu flokkarnir seu ekki lausnin enda eru þeir dottnir um sjalft sig þvi ef mig minnir rett þa voru þeir samþykktir með þeim formerkjum að i þa fengist þatttaka i sumar.

Kv. Agnar H Arnarson
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« Reply #7 on: October 23, 2004, 12:18:40 »
Sæll Aggi,

Sammála flestu sem þú skrifar en hvers vegna hefur MC áhrif á GF?
Meintirðu ekki væru MC-SE væru skaddaðir?

Ég mæli með:
Keyra MC en á street radial dekkjum af ákveðinni hámarkstærð og dekk skulu mýktarmæld fyrir keppni og útblásturskerfi má hvergi fara yfir 2.5" og skal ná aftur fyrir hásingu.Hávaðamæla skal alla MC bíla fyrir keppni.

Allar vélar af öllum stærðum leyfðar crate og hvaðeina bara Mopar í Mopar og GM í GM osfv. þar sem dekkin og púst munu takmarka allt þar sjálfkrafa.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« Reply #8 on: October 23, 2004, 12:22:55 »
Já og í SE ætti að fjarlægja kúbikalimit svo menn geti komið úr MC í SE þegar þar að kemur.
Það væri sérkennilegt að vera í MC með 540 og fá ekki að færa sig upp í SE á þess að skipta um mótor.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 427W

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« Reply #9 on: October 23, 2004, 17:15:51 »
Á enn og aftur að fara að hringla í reglunum.  Á hverju ári þarf maður að breyta bílnum.  Árið 2001 þegar að ég byrjaði í þessu þá voru götuslikkar leyfðir í MC . Fyrir 4 keppni keypti ég götuslikka  66000 kall það, næsta ár 2002 voru þeir bannaðir.  Fyrir árið 2003 keypti ég Mickey Thomson Nylon dekk en þá kom athugasemd vegna þess að þau voru ekki 6 strigalaga, en sú regla var alveg út í hött vegna þess að 6 strigalaga nylon dekk fást ekki.  Í næstu keppni voru götuslikkar með munstri leyfðir og keypti ég þá MCrary dekk, og svo 2004 voru götuslikkar leyfðir á ný og þurfti ég þá að kaupa ET street.  Það er eins gott að ég sé ekki búin að kaupa dekk fyrir næsta ár          Smári Helgason

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« Reply #10 on: October 23, 2004, 20:16:48 »
Sæll Biggi
Ég kann lítið í sænsku og er ekki mikill aðdáandi þess sem þaðan kemur (fyrir utan SAABinn hans Nóna).  En í stuttu máli:
-Létta má bíl um 30 kg. og eru kröfustólar og léttmálmsfelgur ekki með í þeirri tölu.
-Nitro bannað
-480 c.i. hámark nema bíll hafi komið með stærri vél frá verksmiðju.
-Dominator bannaður
-Original framfjöðrun
-Bolta má dót á afturfjöðrun til að bæta bit.
-Færa má fjöðrun aðeins innar og breyta aðeins hjólskál ef dekk snertir hjólskál
-Hámark 9"x30 slikkar eða DOT dekk með 265 mm bana.

Ef eitthvað í þessari þýðingu er vitlaust þá vinsaml. leiðréttið mig.


Sæll Smári:
Mér finnst vanta fleiri keppendur á tryllitækjum og það helst í heads up flokki án stera, á bílum sem hægt er að renna á í bíó og sviðakjamma án þess að menn missi út úr sér fölsku tennurnar (burtséð frá hvort þú eða ég keppum þar þegar við erum komnir með falskar).  Enginn lagði í að smíða bíl eftir nýju OSCA reglunum vegna þess að gömlu reglunum var ekki kasserað. Þessvegna er þessi þarfa umræða í gangi núna.
   Fyrr í haust gafst mér tækifæri að kaupa slikka fyrir Mild Street, en....í ljósi þess að ekkert er á hreinu með þetta notaði ég dalina í annað.  

Það þarf að búa til einfaldar reglur sem snúa mest að breytingum á dóti sem hægt er að sjá með berum augum (til að draga úr líkum á ásökunum um svindl)  Reglunar þurfa svo að gilda óbreyttar (f. utan mögul. öryggisbreytingar) a.m.k. næstu 3 árin.

Hvernig væri að þessir rúml. 30 sem eru í MC deild KK létu heyra hvað þeir vilja?
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Ásgeir Y.

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 825
    • View Profile
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« Reply #11 on: October 24, 2004, 01:25:16 »
hvernig er það þá með pústin.. má vera með tvöfalt 2,5" en ekki einfalt 3"?
Ásgeir Yngvi Elvarsson
8465090

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« Reply #12 on: October 24, 2004, 01:42:00 »
Tja í MC reglunum er talað um 2 stærðir, eina fyrir tvöfalt kerfi og aðra stærð fyrir einfalt kerfi.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« Reply #13 on: October 24, 2004, 23:13:01 »
Ég hef líka verið að velta því aðeins fyrir mér, hvers vegna það er í öllum flokkum bannað að koma með vélar sem ekki voru fáanlegar í umræddum bíl?
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« Reply #14 on: October 25, 2004, 11:25:23 »
Það er ekki bannað ó öllum flokkum í SE GF OF má setja hvaða vél sem er svo lengi sem hún er bílvél.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« Reply #15 on: October 25, 2004, 22:01:49 »
Jæja fundi slitið og lausnin þessi:

Það verða keyrðir flokkar með föstu indexi,RÆST Á JÖFNU og þú ákveður bara í hvaða flokk þú villt fara sama hvort þú ert með nítró ,slikka 4wd 2wd eða hvaðeina allt leyfilegt nema tvær stuttar klausur hér að neðan.

Tek sem dæmi 11.99 flokk hann er fyrir alla sem ætla að keyra á tímunum 11.99 til 12.99.
Svona skiptir engu hvort andstæðingurinn er með nítró eða 700cid mótor það kemur engum við nema honum.
Ef þú ferð undir 11.99 í þeim flokk ertu úr leik.
Það þarf lágmark 4 tæki í hvern flokk til að hann sé keyrður.

Flokkarnir eru:
6.99
7.99
8.99
9.99
10.99
11.99
12.99
13.99

Einu reglurnar í þessum flokkum eru,og þær gilda í þeim öllum,:

Inngjöf:
Skal stjórnast af ökumanni og enginn búnaður hvorki rafmagns,loft né vökva eða annar má hafa áhrif á stjórnun inngjafar.Sjá aðalreglur 1:14

Kveikja:
Nota má hvaða kveikju sem er, þó er hámarkið ein kveikja á vélinni.
Útslátt og önnur hjápartæki má nota, þó ekki seinkara, biðbox eða önnur tæki sem hjálpa við brautarstart.    “Throttle stop” eða sambærileg tæki” eru bönnuð.
Ef Magnetu kvekja er notuð skal hún vera tengd þannig að það drepist á vél þegar svissað er af bílnum.   Einnig skal vera til staðar rofi til að slökkva á kveikjunni “kill button switch”.

Svo gilda að sjáfsögðu allar öryggisreglur eins og alltaf.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« Reply #16 on: October 25, 2004, 23:10:52 »
Nú geturður smíðað það sem þú villt hvernig sem þú villt og enginn segir neitt.
Og nei það er ekki gefist upp,ég er líka að smíða bíl upphaflega SE bíl,nú stefni ég bara á 9.99-10.99 flokkinn.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« Reply #17 on: October 25, 2004, 23:16:09 »
Svona erum við lausir við regluþras, flokkaskoðanir og annað rugl maður hefur sitt tæki eins og maður vill.
Eini gallinn er að næsta vetur verður ekkert til að þrasa yfir.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
« Reply #18 on: October 25, 2004, 23:25:12 »
Glæsilegt...ekkert þras 8)
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
flokkar
« Reply #19 on: October 25, 2004, 23:54:44 »
Þetta gæti verið málið ,menn hafa bílinn sinn eins og þeir vilja og keppa við svipaða bíla.Engin að röfla í Smára td. hvað hann sé að gera á SE bíl i MC.

Harry
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph