Sælir drengir.
Fékk hugmynd, og framkvæmdi, langaði að deila því með ykkur.
Á laugardaginn hringdi ég í frænda minn sem er/var með gamla uber flotta tercelinn minn í láni. Ég spurði hann hvort honum væri ekki alveg sama þó hann hefði 350 mótor í tercelnum ... það kom hik á drenginn og svo spurði hann mig hvort ég væri með svima (wonder where that came from
) Ég náði í kvikindið, reif 1.6 vélina sem ég setti í hann fyrir hálfu ári (úr toy carinu II '89, flækjur, opið 2" púst og green cone sía)
Ég reif vélina úr vaninum mínum helgina áður, ætlaði að setja hana í torfærugrindina mína, og ætla raunar enn, en langaði að grínast eitthvað smá með hana fyrst. Þetta er nánast alveg original vél úr chevy van 79 model, bara búið að skrúfa 4 hólfa blöndung ofaná hana. Þessu TRÓÐ ég í tercelinn, þurfti reyndar að skera hálfan hvalbakinn úr, og soldið af gólfi yfir skiptingunni (stock 350 skipting). Vélin komst í að þessum breytingum loknum, ásamt stóru sleggjunni í hvalbakinn til að kveikjan hefði pínu svigrúm. Þá kom smá babb í bátinn, PÚST!! hvorki greinar né flækjur komust fyrir. Úbbosí.. braut heilann í smá stund og fattaði svo að það er hægt að snúa þeim öfugt
Og já, þær koma upp og fram. Vatnskassinn og olíukælarnir fyrir skiptinguna ná soldið framfyrir ljósin, lofthreinsarinn blockar soldið útsýni, ekkert alvarlegt, hef séð það verra.
Merkilegt hvað bíllinn seig lítið, eitthvað rétt um eða innan við tommu lægri að framan. Er með original tercel afturhásinguna, bíllinn er svo léttur að þegar ég er búinn að setja basíska 100% rafsuðulæsingu, þá held ég að þetta verði enginn æsingur, líka þar sem vélin er skítköld og stock utan 4 hólfa blöndungsins og flækjanna.
Á sunnudagskvöld þá skilaði ég frænda mínum bílnum aftur, og hann notar hann til að komast í vinnu
læt 2 myndir fylgja af kvikindinu
Margt brallað í sveitinni