Það er gaman að sjá viðbrögðin hjá ykkur strákar, en það er nokkur atriði sem mig langar að koma að :
Fyrst langar mig að þakka Magga Sig. (Mola) fyrir frábært framtak að halda úti bilavefur.tk, hann er með myndir af öllum 1. kynslóðar camaro bílunum hér á landi nema ´67 ex-blæjubílnum enda hefur hann ekki sést lengi. Það er reyndar eitt sem þú skrifar, Moli að bíllinn upp á Akranesi sé RS/SS en það er hann ekki , síðast þegar ég vissi var þetta "Plainjane" bíll og ég veit ekki til þess að það sé búið að breyta þessum bíl í RS/SS, eigandinn getur kannski staðfest þetta.
Það sem Harry er að tala um er að það eru svo fáir Muscle bílar hér til sölu almennt og það virðist vera hægt að fá góða bíla frá USA fyrir sanngjarnan pening, bílar sem þarf kannski að laga aðeins en samt ökufærir. Svo er ýmsar týpur af 1. kynsl. bílum sem eru ekki til hér t.d.: ´68 RS og/eða SS og ´68 með Custom innréttingunni, ´69 SS bíll er ekki lengur til hér og hér er enginn blæjugræja, fyrir utan Z-28 en elsta z-28 sem ég veit um, örugglega er gamli bíllinn hans Ingólfs sem er ´74 árg.
Svo að lokum, að þá er það "huldubílarnir" eins og ég nefni þá stundum, en það eru bílarnir sem ég er að frétta af sem ég kannast ekki við. Menn meiga ekki misskilja mig, ég er ekki að gera lítið úr fréttum af camaro hér og þar, ég er bara búinn að reka mig á það að það er oft verið að fjalla um sama bílinn eða að "einhvurmaðursagðiméraðþaðværiveriðaðgerauppcamaro" sagan poppaði upp aftur og menn hefðu ekki séð umræddann bíl. Það er auðvitað gaman ef svo er rétt en þá væri betra að fá staðfestingu eða mynd svo við gætum glaðst yfir því. Tökum sem dæmi : Firebird400, þú nefnir ´68 bíl sem er í uppgerð í Sandgerði, er það ekki bíllinn í Keflavík? Hefurðu séð þennan bíl? Ef það er ekki Keflavíkurbíllinn, geturðu lýst ástandinu á honum og hver á hann og hvaðan kom hann þ.e.a.s ef þú veist það?
Ég vona að menn haldi áfram að skrifa um 1. kynslóðar Camaro á þessum þræði og ef þið viljið viljið spyrja einhvers, látið bara vaða, ég skal reyna að svara eftir bestu getu.