Kvartmílan > Almennt Spjall
Keppnisgjöld og tryggingar
Kristján F:
Þessa hluti þarf að ræða og finna lausn á því þessi tryggingamál eru alltof loðinn og eru nú orðinn einn stæðsti þröskuldurinn fyrir nýliðun og fjölgun í okkar sporti td. Ungir ökumenn eru að fá kostnaðar tilboð í tryggingar með viðauka upp á 120-150 þús kr.
Ef ég slasa áhorfanda í keppni sem er réttu meginn við girðingu á keppnissvæðinu þá er svarið frá tryggingafélaginu mínu,um hver sé ábyrgur á þann veg að það verði að meta í hvert skipti... þá spyr maður ef við keppendur erum ábyrgir fyrir tryggingu áhorfenda kemur þá tryggingafélagið með endurkröfu á ökumann tækisins ef um alvarlegt slys er að ræða á áhorfanda. Þá eru forsendur fyrir þessu sporti sem hobbýi ansi hæpnar.
Harry þór:
Halló , lesið skilmála tryggingafélagana á þeim tryggingum sem boðið er uppá. Óskráð ökutæki borgar ca 20.000 kr fyrir timabilið og mér sýnist verndin vera nokkuð skýr. Ef þið þurfið viðauka og eruð hjá alvöru tryggingafélagi þá kostar viðauki ekki neitt og ef ungir ökumenn eiga í hlut eru það nokkrir bíómiðar.
En ef þið eruð hjá Verði eða Sjóvá þá bara að fá tilboð hjá öðrum.
Og svo má nefna það að AKIS er með ökumannstryggingu á mjög góðu verði.
Hvað ef ég er að keppa og loftsteinn fellur á mig og hendist á áhorfenda og .... við getum bara farið innanhúsfótbolta og ..... hvað er málið?
mbk harry þór
ÁmK Racing:
Harry ég spurði hjá mínu tryggingarfélagi og þeir vissu ekkert höfðu enginn svör.Þá var ég nú bara að spyrja um þessa tryggingu sem okkur ber að kaupa núna fyrir óskráð tæki.En þeir ætluðu að kanna þetta fyirir mig en ég á eftir að heyra í þeim aftur.Málið er að í fyrra í Torfærukeppni varð slys Torfærutæki ekur á Ljósmyndara og hann slassast.í stuttu máli þá var Tækið tryggt og allir töldu að væri eins og blómstrið eina en þegar á reyndi var ekki svo gott.Mér skilst að það tryggingarfélag Ljósmyndarans sé að gera kröfu á torfærutækið.Mundir þú Harry vilja hafa svona málsókn hangandi yfir þér?Ekki ég.En þetta er það sem maður hefur heyrt og því finnst mér eðlilegt að menn séu að velta þessum málum fyrir sér svo ekki verði annað slíkt mál til.Kv Árni
ÁmK Racing:
Svo er t.d á brautum erlendis t.d Orlando Speed World að þar er skilti sem segir að á þessu svæði sértu algerlega á eiginn áhættu og ef þú unir því ekki verður þú bara að fara annað.Kannski ættum við hjá KK að setja svona skilti upp til að koma í veg fyrir svona mál sem upp gætu komið ef allt færi nú í skrúfuna sem við auðvita vonum að ekki gerist.En hvað sem því líður þá þarf að fría keppendur frá því að tryggja áhangendur.Kv Árni
Harry þór:
Èg er hjá TM og þeir eru með þessa tryggingu og skilmálarnir eru skýrir. En við vitum að allar tryggingar eru með smáaletur og við getum fyrirgert rétti okkar með klúðri.
Í okkar sporti eru áhorfendur nokkuð öruggir eins og 40 ára sagan segir.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version