Kvartmílan > Almennt Spjall

Keppnisgjöld og tryggingar

<< < (6/6)

1965 Chevy II:
Spurt :
Ég er á skráðu ökutæki með tryggingu og í skilmálum er umsamið " Gildir einnig í spyrnukeppni " hvers vegna þarf að kaupa tryggingu hjá AKIS uppá 4000kr í viðbót ?

Svar : Þetta er slysa- og dánartrygging keppanda.

Sendi aftur póst:Takk fyrir svarið, nú er slysatrygging innifalin í minni tryggingu. Hvar finnur maður skilmálana fyrir þessa tryggingu á Íslensku?

Svar: Bætur úr þessari tryggingu leggjast ofan á þær aðrar tryggingar sem þú kannt af hafa. Því miður eru skilmálarnir ekki til á íslensku, en hér eru þeir:
http://www.akis.is/slysa-og-danartrygging-keppenda/

Mér finnst undarlegt að það sé hægt að neyða fólk til að taka tryggingar sem það er jafnvel nú þegar með !

Ég kann varla orð í dönsku en mér sýnist kostnaður per einstakling vera 179 DKK eða 2.879 ISK.

.....flestir taka líklega íslensku leiðina á þetta og take it up the old pipehole...



SPRSNK:
Það hefur staðið til að breyta umferðarlögum á Íslandi.
Ein breyting sem þar er fyrirhuguð er að akstursíþróttasvæði eins og klúbbsins í Kapelluhrauni verði skilgreind sérstaklega sem akstursíþróttasvæði og fái annan sess en nú er gagnvart t.d. vátryggingum.
Þá er líklegt að allar almennar vátryggingar falli niður þegar inn á svæðið er komið og þá muni þurfa að vátryggja keppnistæki og keppendur sérstaklega, hvort sem að þau eru skráð og á númerum eða séu óskráð.

Nú hafa þessar breytingar verið í undirbúningi í yfir 10 ár og hvorki gengur né rekur að koma þeim í gegnum nálarauga ráðuneyta og/eða Alþingis.
En þegar að því kemur þurfum við að vera búin undir breytt fyrirkomulag hvort sem að það verður í gegnum AKÍS/MSÍ eða hver fyrir sig.
Það að ná að tengjast þessu danska tryggingafélagi getur nýst í framtíðinni ef/þegar að breytingar verða á umferðalögum.

En ég get verið sammála því að þessi vátrygging nýtist óskráðum ökutækjum betur en skráðum ökutækjum í dag.
Það ber þó að hafa í huga að sum íslensku tryggingafélögin hafa undanskilið slysatryggingu ökumanns við útgáfu vátryggingaviðauka!!

1965 Chevy II:
Já þetta er búið að taka ótrúlegan tíma, en í mínu tilfelli er slysatrygging ökumans gild í keppni.

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version