Kvartmílan > Almennt Spjall

Keppnisgjöld og tryggingar

(1/6) > >>

maggifinn:
Nú hafa keppnisgjöldin verið á sama prísnum undanfarin ár en það hefur aldrei verið jafn dýrt að mæta með tæki í keppni.
 
Hvernig væri nú að keppnisgjöldin færu í sjóð klúbbsins til að reka keppnina, en ekki séu ekki notuð bara til að dylja og hylja kostnað keppenda við þáttöku með einhverjum blekkingum og rugli að manni finnst. Því það eru blekkingar og rugl, að tala um að keppnisgjöldin séu lág, þegar keppandi á eftir að greiða tryggingafélagi aukalega.

 Er alveg lífsins ómögulegt að klúbbarnir tryggi þessar keppnir? Hvernig er hægt að réttlæta að keppendur standi styr af slíkum kostnaði hver í sínu horni við einhver tryggingafélög útí bæ?

 Hvernig er réttlætanlegt að keppandi sé ábyrgðarmaður áhorfenda sem greiðir Kvartmíluklúbbnum eða öðrum íþróttafélögum aðgangseyri fyrir að sjá sig í braut?

Ég hef persónulega alltaf verið á móti keppnisgjöldum og alltaf fundist frekar að við ættum að fá jafnvel fría pulsu fyrir mæta og keppa, en þegar keppendur eru neyddir til að borga tryggingar fyrir mótshaldið fyrirfram, hver í sínu horni og enginn borgar það sama, ofaná keppnisgjöldin, er þá ekki nær að allir borgi sömu upphæð fyrir keppnisgjaldið og klúbburinn semji um að tryggja sína viðburði?
 
 Hvernig er þessum hlutum háttað í keppnum erlendis?

Þarf ekki að ræða þetta eitthvað?


 

SPRSNK:
Stutta svarið:

Klúbburinn er vátryggður skv. lögum og reglugerðum þar um enda fengist ekki starfsleyfi eða keppnisleyfi nema svo væri.
Hins vegar ná þær tryggingarggingar ekki til keppendanna sjálfra.

Skráð ökutæki hafa lögboðnar vátryggingar og vátryggingarviðauka vegna heimildar til keppni (þó ekki kaskó).
Óskráð ökutæki þarf að vátryggja sérstaklega bæði vegna þriðja aðila sem og ökumanns.

Vátryggingar þær sem nú eru greiddar til AKÍS eru eingöngu vegna slysatrygginga ökumanna sjálfra og er ársiðgjaldið.

Erlendis er mun meiri ábyrgð á herðum keppendanna sjálfra sem og kostnaður þeirra við vátryggingar


maggifinn:

--- Quote from: SPRSNK on June 14, 2017, 14:56:41 ---Klúbburinn er vátryggður skv. lögum og reglugerðum þar um enda fengist ekki starfsleyfi eða keppnisleyfi nema svo væri.
Hins vegar ná þær tryggingar ekki til keppendanna sjálfra.
--- End quote ---

 Hvers vegna ná þær ekki til keppendanna, og hvað er því til fyrirstöðu? Þarf hún yfir höfuð að ná til keppenda?


--- Quote from: SPRSNK on June 14, 2017, 14:56:41 ---Skráð ökutæki hafa lögboðnar vátryggingar og vátryggingarviðauka vegna heimildar til keppni (þó ekki kaskó).
Óskráð ökutæki þarf að vátryggja sérstaklega bæði vegna þriðja aðila sem og ökumanns.

--- End quote ---

Ég er að spyrja leiða til að breyta þessu og laga þetta fyrir okkur keppendur, hvernig er réttlætanlegt að keppandi tryggi áhorfanda?
Á markmaður að tryggja bullu? hljómsveitarmeðlimur tónleikagest?


--- Quote from: SPRSNK on June 14, 2017, 14:56:41 ---Vátryggingar þær sem nú eru greiddar til AKÍS eru eingöngu vegna slysatrygginga ökumanna sjálfra og er ársiðgjaldið.

--- End quote ---

Af hverju borgar klúbburinn ekki þær tryggingar með keppnisgjaldinu?


--- Quote from: SPRSNK on June 14, 2017, 14:56:41 ---Erlendis er mun meiri ábyrgð á herðum keppendanna sjálfra sem og kostnaður þeirra við vátryggingar

--- End quote ---

 Ég hef sjálfur verið þáttakandi erlendis í amatör sandspyrnukeppni líkt og við höldum hér á Íslandi og veit fyrir víst að svo er ekki, og hef heyrt sömu sögur víðar, það væri gaman að fá einhver gögn um hvað aðrir áhugamenn erlendis eru að greiða fyrir að stunda sín áhugamál.


 Þú verður að afsaka þó ég spyrji einsog barn... en það er voðalega lítið á hreinu með þessi mál öll en það alveg á hreinu hversu lítið gagn er í greiðslum keppenda þegar fólk sem hefur slasast á keppnum annarra akstursíþróttafélaga þarf málaferli þó allir hafi staðið skil á sínu.
 
 Ég hef engan áhuga á því að vera gerður ábyrgur fyrir áhorfendum þegar eitthvað kemur fyrir. Það er ekki hægt að segja að ég sé tryggður, því ég verð rukkaður upp í topp fyrir allan kostnað sem af tjóni eða skaða hlýst ef áhorfandi sem borgaði sig inn á keppni fær í sig vélaparta eða sandgusu frá mér.

Elmar Þór:
Ég hef ekki mikið velt mér upp úr þessu, en spurði að ganni í mínu tryggingarfélagi þegar ég var það um daginn hvað ég þyrfti að borga fyrir viðauka og svarið sem ég fékk fannst mér heldur mikið :(

Segjum sem svo að ef ég mæti á óskráðu tæki á svæðið og keyri, get ég þá tæknilega séð farið fram á að ákveðnum áhorfendum sé vísað af svæðinu þar sem ég er að tryggja þá, og hugsanlega treysti því ekki að þeir myndu kannski hlaupa í veg fyrir tækið mitt.

maggifinn:
Hvað eiga keppendur að tryggja marga áhorfendur sem borga aðgangseyri til íþróttafélaganna?

 Fjörtíu miðakaupendur?
 Þrjúhundruð miðakaupendur?
 Tólfhundruð miðakaupendur?
Tvöþúsund og áttahundruð?

 Er viðburðurinn hluti af hátíð? Er hún haldin að kvöldlagi eða um helgar? Verður áfengi í einhverjum af miðakaupendum?

 Það er bara hlegið að manni hjá tryggingafélögum
 

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version