Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
maggifinn:
Ég sé bara engann hér tala fyrir minnkandi áhuga á kvartmílu, hér er verið að ræða sportið okkar og beina fyrirspurnum til keppenda um álit á næsta sísoni.
nema menn skilji það sem svo að þegar menn tali fyrir áttund þá sé minni áhugi fyrir kvart?
Hvorki mig, né nokkurn sem kemur að rekstri þessa klúbbs varðar nokkuð um álit einhverra sem ekki mæta hvorteðer, það er ekki umræðuefnið er það nokkuð?
Ef menn meta það sem svo að það sé ekki standandi í þessu fyrir okkur fáu sem viljum keppa, þá skal bara leggja þetta drasl niður.
Það er reis á morgun, sjáumst þar.
SPRSNK:
Maggi
smá misskilningur - ég er ekki að tala fyrir hönd klúbbsins hér i þessum þræði heldur persónulega og þegar ég talaði um áhugaleysi
þá var ég að tala almennt en ekki tala niður til neins og allra síst þeirra sem alltaf mæta.
Þegar ég tala um kvartmílu þá var ég að tala um bæði 1/4 og 1/8 án þess að greina þar á milli.
Fundurinn í sumar, þessi þráður og frekari fundir í haust eru til þess ætlaðir að fá fram skoðanir keppenda og nýjar hugmyndir til að fjölga iðkendum og keppendum.
Til að það verði hægt þurfa félagsmenn að ræða saman.
maggifinn:
Ég held að menn þurfi aðeins að stíga niður á jörðina hvað það varðar um væntingar á fjölda iðkenda í sportinu.
Ég fór á drift um daginn, síðustu keppni íslandsmótsins í hrauninu rétt austan við okkur, og þar voru tíu tólf bílar að keppa.
Ég keppti í sandi á króknum, þar voru 27 tæki.
Horfði á torfærukeppni í stapafelli, 8-9 bílar, þrír eða fjórir luku keppni,,
Svo eru að meðaltali 20-25 tæki að keppa hjá okkur og þá tala menn um áhugaleysi???
Ég held þið ættuð að drullast bara til að vera stoltir af því að halda svona flottar keppnir á kvartmílubrautinni, með flotta bíla og flott mótorhjól og gott sjóv fyrir áhorfendur.
Auðvitað væri voða gaman að fá hin og þessi tæki úr skúrum eitthvað blablabla,, en veistu Ingi,, það þarf ekki.
nikolaos1962:
=D> :)
Kristján Skjóldal:
ég held að það sé ekki gott að miða við þetta sumar ! það birjaði mjög ílla fyrir sunnan og seint ](*,) og það hefur bara ekki komið fyrir norðan :D svo áhugi á að mæta verður lítil. Það er allt orðið til fyrimyndar hjá KK og eiga þeir hróss skilið og þessar fáu hræður sem hjálpa til þar =D> =D> =D> Mér finnst líka mjög flott hjá þeim að prufa eitthvað nýtt í sambandi við keppnis fyrikomulag sem bæði virkar og stundum ekki. Og það sem skiftir mestu er að við örfáir sem erum að brasa í því að vera með verðum að standa saman. og á að standa vel á bak við þá sem mæta og veita þeim viðurkeningar. svo þarf að vinna vel í að koma nýjum inn á kk braut en ekki bara skjóta niður hugmyndir heldur hlusta og skoða vel :wink: kveða Afi gamli
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version