Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
Birgir Þór:
þetta fyrirkomulag sem var á king of the streets var mjög gott og er allt til bóta sem fjölgar keppnum yfir tímabilið til bóta og vonandi nást fleiri inn fyrir næsta ár og það hefur allavega verið fjölgunn í hjólum í sumar.
þarna fyrir norðan mættu þeir taka þetta upp sem var hér fyrir sunnan á king of the streets því fyrir þá sem fara norður og eitthvað klikkar að fara bara 2 tímatökuferðir og svo tvær ferðir í keppni og svo búið það er til að auka við spennu og keppendur og árhorfendur fá meira fyrir aurinn, einnig mætti taka verðlauna afhendingar til skoðunar og bæta við þriðja sæti sem meiri hvatning fyrir þá sem lenda þar að halda áfram eins og gert er í flest öllum sportum.
Gretar Franksson.:
Held að það sé ekki málið að breyta bara til að breyta og sjá hvort það auki áhugan. Að mínu mati er mikilvægast að laga keppnishaldið það ætti alltaf að vera keppnistæki að keyra brautina eftir að keppni hefst. Þetta atriði er auðvelt að laga með samstilltu staffi. Svo þarf að hafa þul sem þekkir vel til og er líflegur fyrir áhorfendur. Búið er að fæla marga áhorfendur frá sportinu með biðtímum og ekkert er að gerast langtímum saman.
Ég er með skilaboð til keppnishaldara frá 3 áhorfendum sem komu til að horfa á Kvartmilukeppni í fyrsta sinn, þetta eru menn sem hafa gaman að mótorsporti almennt. Skilaboðin eru "þeir ætla aldrey að koma aftur upp á braut vegna þess þeir láta ekki bjóða sér svona seinagang og endalaus bið í miðri keppni" Þeim leiddist biðin og urðu hálf móðgaðir. Ath þetta eru skilaboð. Þetta á eflaust við um fleirri sem segja ekkert en bara fara.
Sem keppandi til margra ára hefur það verið áberandi mikill seinagangur á keppnishaldinu undanfarin ár. Þetta var ekki svona sæmt hér áður fyrr, keppnirnar voru oftast kláraðar innan 2ja tíma jafnvel þó það væru yfir 60 keppendur sem var um tíma. Mæli með nýjum keppnisstjóra og slípa staffið saman. Fá upplýstan líflegan þul, Byrta úrslit strax án tafar, Byrta stig til Íslandsmeistara án tafar, Setja inn fréttir af atburðum úr hverri keppni án tafar. Læt þetta duga í bili.
kv. GF.
Ingó:
Sæll.
Þú talar um biðtíma og að það sé æskilegt að það séu ávalt tæki í brautinn. Ég er á sama máli en til þess að þetta gangi þá þarf mun fleiri keppendur.
Ef það væru +8 í hvefum flokk þá gengi þetta betur.
Kv Ingó.
Gretar Franksson.:
Það ætti ekki að vera erfiðara að klára keppni með t.d. 25 keppenum samanborið við t.d.50 keppendum og hafa alltaf keppnistæki í braut. Kælitími er ekki vandamál í OF vegna þess að þar þarf aðeins eina ferð til að vinna. Bílar á númerum eru yfirleitt með þannig kælikerfi að kælitími er ekki vandamál. T.d. gæti verið heppilegt að keyra keppni eftirfarandi: Byrja á einni umferð í OF ef það eru t.d. 4 í þeim flokk er bara ein úrslitaferð eftir. Semsagt bara tvö rönn þar. Aðra flokka mætti keyra eins byrja eina umferð í hverjum flokk þar sem þarf tvær ferðir til að vinna. Endurtaka það síðan í næstu umferð. Það er ekkert mál að hafa alltaf keppnistæki í brautinni aftir að keppni hefst. Uppröðun er allt sem þarf, keppnistæki verði hlið við hlið upp rampinn að brautinni og byrja burnout um leið og parið á undan er komið út á enda. Þetta hefur verið gert margoft hér áður fyrr. Eina sem þarf er réttur keppnisstjóri og staff (pittstjóri, uppröðun,brautarstjóri, tölvumann í turn og ræsir) 6 manns gætu dugað. Nota talstöðvar og hafa skipulagið í lagi. Ég get fengið réttan keppnisstjóra í þetta ef það er vilji fyrir því.
kv. GF.
Ingó:
Þú varst ekki á síðustu keppni sem gekk verulega hratt.
Þá var þetta gert þannig að uppröðun er með spjald töflu í pitt sem stjórnstöð sendir uppröðun á jafn óðum.
Þegar það eru fáir í mörgum flokkum t.d. 3-6 í flokk og 25 í heildina og það tekur 1-2 mínútur að keyra hverja ferð sem gerir 13 ferðir eða 15-20 mín fyrsta umferðin og svipaðan tíma seinni ferðin og þá það sem eftir er 10-20 mín. Þá er ekki kælitími. Það eru nú þegar til götubílar sem skila mera afli en bílar í OF og það er ekki hægt að senda þá í þrjár ferðir í beit án þess að ofhita vél skiptingu og drif.
Með 25 keppendum er ekki hægt að bíla í brautinni allan tíman. Ef keppendur bæru 50 og 8-12 í flokk þá væri það trúlega hægt. Þá væri hægt að raða upp í röð í pittinum eins og gert var þegar fjöldin var hærri.
Ef þú ert með starfsfólk á brautina og eða keppnisstjóra þá er það frábært. Það stóð til fyrir þetta keppnistímabil að hafa 2 teimi í stjórnstöðinni en það gekk því miður ekki.
Ég lendi oftar en ekki þó að ég sé að keppa að byrja í sjoppunni og einnig að aðstoða við uppröðun á milli ferða..
Kv Ingó.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version