Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016

<< < (3/10) > >>

1965 Chevy II:
Ég hef ekki keppt lengi í íslandsmeistaramótaröðinni en mér þætti áhugaverðara að hafa bara eina íslandsmeistarakeppni, þá geturðu orðið íslandsmeistari án þess að binda þig fjórar helgar yfir sumarið og jafnvel oftar ef það þarf að fresta keppni, bara eins og KOTS er ein keppni.

Fjölga svo annarskonar mótum í staðin eins og T.D 1/8 pro tree fyrirkomulaginu.

Margir möguleikar í boði.

SPRSNK:
Ég hélt að þú værir að meina stigagjöfina og útreikninginn á bak við þau :-)

Ef að áhuginn er ekki til staðar fyrir kvartmílu, hvorki frá eigendum tryllitækjanna né áhorfendum - hvað er þá hægt að gera?
Við héldum fund í júlí þar sem við veltum fyrir okkur næsta ári og fyrirkomulaginu á keppnishaldinu.
Það þarf að halda annan slíkan í september því að allar breytingar sem ekki eru innanfélags bikarmót þurfa að liggja fyrir í byrjun október.
T.a.m. íslandsmótsreglurnar kveða á um a.m.k. 3 mót í stigasöfnun.

Eitt íslandsmót er mér vel að skapi - og hafa síðan annað fyrirkomulag á ýmsum bikarmótum.

Klúbburinn er nú að byggja upp akstursíþróttasvæði á breiðari grunni og þar virðist liggja vaxtarbroddur í annars konar keppni, æfingum og sýningum.
Varðandi kvartmíluna þá verður vonandi nýliðun í gegnum Jr. dragster sem er í burðarliðnum fyrir næsta ár!

Og svo náttúrulega þetta augljósa - fáir sem standa að baki starfinu og allt það ....... það fer fækkandi í þeim hópi líka.

Minn túkall



PS þessi þráður er flottur - um að gera að skiptast á skoðunum og velta þessu fyrir okkur :-)

maggifinn:
Það er nú helvíti hart að tala um að menn sem hafa keppt hjá klúbbnum og varla misst úr keppni í tíu ár hafi ekki áhuga á kvartmílu. Það er ekki það sem ég eða nokkur er að segja.
Það þarf að virða þá sem koma og keppa. Gerið ekki lítið úr því fólki.

Það hlýtur að vera hægt að ræða þessa hluti einsog um er beðið án upphrópunarmerkja.

Kristján Skjóldal:
 =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D>

Lindemann:

--- Quote from: maggifinn on August 28, 2015, 18:18:46 ---Það er nú helvíti hart að tala um að menn sem hafa keppt hjá klúbbnum og varla misst úr keppni í tíu ár hafi ekki áhuga á kvartmílu. Það er ekki það sem ég eða nokkur er að segja.
Það þarf að virða þá sem koma og keppa. Gerið ekki lítið úr því fólki.

Það hlýtur að vera hægt að ræða þessa hluti einsog um er beðið án upphrópunarmerkja.

--- End quote ---

Ég ætla nú ekki að svara fyrir Ingimund en áhugaleysið á ekki við þá sem hafa verið að mæta reglulega(eins og t.d. ykkur feðga) heldur frekar þá fjölmörgu sem eiga tæki og mæta ekki.
Í augum okkar í stjórn kom ekki annað til greina fyrir þetta tímabil en að breyta KOTS til að reyna að gera það áhugaverðara. Auðvitað eru skiptar skoðanir um hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki en þeir sem tóku þátt núna virtust í það minnsta ánægðir með fyrirkomulagið.

Ég held að okkar helsti möguleiki í kvartmílunni til að auka áhuga og gera spennandi keppnir sé að fjölga bikarmótum og reynameð því að ná fram fjölbreytni.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version