OK skil. En það væri ósköp gott að fá þetta á hreint fyrr en seinna, fyrir okkur sem eru að breyta bílunum fyrir t.d. þessa akstursbraut 
Þeim mun meira sem
þú gerir til að tryggja þitt eigið öryggi er auðvitað sjálfsagt mál - óháð því hvaða kröfur verða gerðar.
Á næsta ári verður að mínu mati meira um brautardaga heldur en að þarna verði haldnar stórar aksturskeppnir.
Við þurfum að læra á brautina m.t.t. öryggis og gera viðeigandi ráðstafanir ef þörf verður á.
Því verða einhverjar takmarkanir á hraða og fjölda í braut til að byrja með.
En ábyrgðin hlýtur alltaf að vera hjá ökumanni og eiganda keppnistækis að lágmarkskröfur um öryggi séu uppfylltar.
Ég persónulega mundi frekar ganga lengra í þá áttina að auki öryggisbúnað ökumanns og keppnistækis.