Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

King of the Street 2014

<< < (2/6) > >>

ÁmK Racing:
Það eru nú ekki til í tugum hér á landi többaðir bílar á götu ekki satt Frikki.Þetta var svona almennt þannig að þeir sem eru kannski á eitthvað stærri hjólum en 28/275 gætu rúllað með.Þetta er víða gert erlendis þega það eru svona götubíla keppnir þannig að afhverju ekki hér.Þú talar um að fara varlega í að breytta þessari keppni en ég hef ekki betur séð en að það hafi heldur betur dvínað áhuginn á henni eins og öðru og því þarf að reyna eitthvað nýtt.En mér finnst þetta áhugaverður möguleiki og er mér slétt sama hvað öðrum finnst.Kv ÁK

1965 Chevy II:
Sælir,

Nei Árni þeir eru einmitt ekki til í tugatali hér eins og erlendis þess vegna er líka óþarfi að taka út þetta atriði varðandi dekkjastærðina, aðrir sem koma t.d 30" undir geta líka keyrt á x275 dekki og verið með.

Varðandi minnkandi þáttöku þá spilar ástandið í þjóðfélaginu væntanlega eitthvað með. Svo er lykilatriði hvað öðrum finnst því annars verður engin þáttaka og þess vegna er gott að ræða málin.

Aftur, það ætti ekki að vera mikið mál að búa til nýjann viðburð, 1/8 no prep race eða hvað sem er til að athuga áhugann á slíkri keppni, í stað þess að gjörbreyta þessari keppni.

Kv.FD

ÁmK Racing:
Þessi keppni eins og margt annað er orðinn out of date og orðið tímabært að stokka hana upp.Get ekki betur séð að það sé hvort er búið að ákveða að breytta þessu eitthvað.En það er svo með þetta eins og annað þegar kemur að prufa eitthvað nýtt þá má það aldrei,tökum til dæmis þegar OF var stytt niður í 1/8 þá var allt ómugulegt og vonlaus.Persónulega finnst mér það virkilega gaman og myndi alls ekki vilja fara til baka þannig að við þurfum allir að hætta þessari fastheldni og eiginhagsmuna poti og horfa fram á við og gefa sem flestu sjéns.Svo er allt annað mál hvort einhverjum öðrum en mér finnst þetta gáfulegt eða ekki með þessu er þetta svona meira drivers race en á prepaðari braut.Kv Árni

1965 Chevy II:
Sælir,

King of the street hefur verið breytt nánast fyrir hvert ár og þar á meðal í fyrra svo hún hefur alltaf verið "up to date" og í skoðun alveg eins og núna og ég treysti stjórninni alveg til að meta
það hvað þarf að gera. Ég er ekki í eiginhagsmunapoti né með fastheldni því ég hef í minni stjórnarsetu tekið þátt í breytingum á þessari keppni með það eitt að markmiði að fjölga keppnendum og hafa leikinn jafnann eins og hægt er.

Að keyra á ópreppaðri braut skapar líka óþarfa hættu og við höfum fengið  klapp á bakið fyrir að vera búnir að auka öryggi á brautinni með því að hafa þar gott grip og
það hefur komið skriflega frá AKÍS varðandi úttekt á brautinni.

Það má alltaf gefa öllu séns en það er óþarfi að gjörbreyta þessari tilteknu keppni bara til þess að prufa eitthvað.

Kv.FD

ÁmK Racing:
Frikki hlutunum er ekki beint til þín persónulega heldur almennt.Það hefur nú lengi loðað við okkur að vera fastheldnir og oft á tíðum gamaldags :DÞar á ég allveg hlut eins og aðrir en við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála.Þetta finnst mér vera töff leið til að gera spennandi keppni en það er bara ég.Kv Árni

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version