Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

King of the Street 2014

<< < (3/6) > >>

1965 Chevy II:
Sælir,

Það er gott að vera gamaldags enda ekki að ástæðulausu að menn segja "gamalt og gott"  :wink:

Við erum ekkert svo ósammála, ég væri alveg til í að sjá svona race bara í nýjum viðburði en ekki gjörbreyta þessari fínu keppni sem KOTS er.

Það vantar líka fleirri viðburði eins og Götuspyrnuna og King of the street og höfum við í Stinky Old Injun Racing Team í Gjótunni oft verið með vangaveltur um hvernig það gæti verið, no prep, heads up run what you brung, 1/8 street race simulation gæti hæglega verið sá viðburður.

Kv.FD

Lenni Mullet:
Árni kíkjiru ekki bara á okkur til Akureyrar og keppir með okkur þar erum við að keyra nákvæmlega því sem þú ert að lýsa fyrir utan dekkjastærð  \:D/

65tempest:
Ingimundur skrifar : "KOTS verður breytt fyrir sumarið 2014 - en kynning á nýju fyrirkomulagi verður kynnt fljótlega!"

Það liggur þá beinast við að spyrja, hverju á að breyta ? Minnka dekkin enn meira ? takmarka vélastærðir ? hætta að "preppa brautina " til að gera hana enn hættulegri ? banna blásara bíla ? eða er ástæðan sú að ákv. menn eru ekki lengur samkeppnishæfir ?

Að keyra bara 1/8 verður þess valdandi að 4 cyl. bílarnir verða settir skör lægra, þeir taka út sín hestöflu á seinni helmingi brautarinnar, eins og flestum ætti að vera kunnugt.

Að mínu mati væri 1/8 KOTS heldur þunnur þrettándinn fyrir áhorfendur að horfa á.

Braut sem er "ópreppuð" er náttúrulega hættuleg og verður þess jafnframt valdandi að "startkaflinn" verður eyðilagður, megum nú ekki við því.

Er ekki bara best að hvetja menn til að halda áfram á þeirri braut sem þetta er í dag. Mér sýndist sem að síðasta keppni hafi heppnast vel, en þó duttu margir út vegna bilana, en það getur þó alltaf gerst í þessu sporti.

kv. Rúdólf  :-({|=


Lindemann:
Það stendur ekki til að hætta að preppa brautina eða keyra 1/8 í þessari keppni.
Við erum með sérstakar 1/8 keppnir og þær eru líka skemmtilegar en ég tel að engar svona breytingar eigi vel við þessa tilteknu keppni.  :)

ÁmK Racing:
Strákar þetta er bara hugmynd sem er byggð á Street outlaws sjónvarpsþættinum sem mér finnst cool það er allveg óhætt að anda með nefinu því þetta á aldrei eftir að gerast :lol:.En hvað sem þið segjið þá finnst mér King of the street allveg meiga við smá update í ýmsu.Besta kveðja Árni

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version