Kvartmílan > Almennt Spjall
Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
torir92:
Glatad. Mer var farid ad hlakka til ad prófa!
Synist nu skv. thessum thrædi ad thad hefdi verid meiri en nóg thatttaka. Frekar lélegt verd eg ad segja!
Moli:
Ég hugsa að það væri nær lagi ef KK myndi koma sér upp SMS póstlista þar sem þeir, sem keppa/æfa reglulega eða hafa áhuga á að prófa myndu skrá sig, eins og við vitum er það er oft þannig að það eru ekki allir sem fylgjast með spjallinu. Með SMS væri hægt að senda, til að mynda á SMS með tilkynningu, hvort sem heldur um sé að ræða tilkynningu um skráningu/frestun á æfingu eða keppni. Eins væri líka hægt að leyfa öllum að skrá sig, hvort sem heldur þáttakendur eða áhorfendur, en svo er spurning hvort að kostnaðurinn á SMS tilkynningum sé þá ekki rokinn upp úr öllu valdi. :-" :wink:
ÁrniVTI:
ég vill fá kvöld æfingu í næstu viku! finnst þetta fór svona
SPRSNK:
Hér er listi yfir þáttakendur í atburðum á Kvartmílubrautinni í sumar:
17. maí 2012 ÆFING - 22 bílar + 1 hjól = 192 ferðir
19. maí 2012 ÍSL.MÓT - 12 bílar + 2 hjól
26. maí 2012 ÆFING - 8 bílar + 0 hjól = 63 ferðir
2. júní 2012 ÆFING - 16 bílar + 0 hjól = 99 ferðir
9. júní 2012 ÍSL.MÓT - 9 bílar + 4 hjól
23. júní 2012 MC dagur - 19 bílar + 0 hjól = 73 ferðir
30, júní 2012 ÆFING - 16 bílar + 3 hjól = 171 ferð
7. júlí 2012 KOTS - 22 bílar + 10 hjól
13. júlí 2012 BENZ - 12 bílar
Ekki einn dagur fallið niður af fyrirhuguðum æfingum eða keppnum fyrr en í dag þrátt fyrir að mæting hafi stundum verið frekar döpur.
Dagskráin framundan:
21. júlí 2012 Íslandsmót - 3. mót 1/4 míla
28. júlí 2012 Æfing
11. ágúst 2012 Íslandsmót - lokamót í götuspyrnu 1/8 míla
18. ágúst 2012 Æfing
25. ágúst 2012 MC dagur
1. sept. 2012 Æfing
8. sept. 2012 Íslandsmót - lokamót 1/4 míla
15. sept. 2012 Æfing
22. sept. 2012 Æfing
29. sept. 2012 Æfing
Lindemann:
--- Quote from: fordfjarkinn on July 14, 2012, 08:22:05 ---Eruð þið alveg orðnir sturlaðir. Hvernig stendur á því að keppnum og æfingum fer stöðugt fækkandi? Haldið þið að það auki áhugan á þessu sporti að fækka æfingum og keppnum? Færri keppnir = minni áhugi. Færri æfingar = ennþá minni áhugi. Ég skil bara ekki þessa pólitík hjá Klúbbnum.
Kv TEDDI allveg skilningslaus
--- End quote ---
Stöðugt fækkandi? hvernig í ósköpunum færðu það út?
Það hefur verið eitthvað að gerast á vegum klúbbsins nánast hverja helgi í sumar þrátt fyrir ansi dræma mætingu á köflum.... Það er ekki von að menn viti ekki hvernig mætingin á þessar æfingar hefur verið, þar sem þeir mættu ekki sjálfir.
Skráningarformið gæti ekki verið einfaldara og kemur það skýrt fram í auglýsingunni að menn verði að kvitta í þráðinn ef þeir ætla að mæta.
Ég er mjög fylgjandi því að haldnar séu sem flestar æfingar, enda hef ég reynt að aðstoða við það eins og ég hef haft möguleika til. En það er ekki nóg að opna brautina ef það koma engir/mjög fáir bílar.
Það væri gaman að finna einhverja leið til þess að efla áhugann á þessu sporti og fá fleiri iðkendur, ég veit ekki hver er rétta leiðin í því en það er vonandi að hún finnist einhvern daginn
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version