Kvartmílan > Almennt Spjall
Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
fordfjarkinn:
Eruð þið alveg orðnir sturlaðir. Hvernig stendur á því að keppnum og æfingum fer stöðugt fækkandi? Haldið þið að það auki áhugan á þessu sporti að fækka æfingum og keppnum? Færri keppnir = minni áhugi. Færri æfingar = ennþá minni áhugi. Ég skil bara ekki þessa pólitík hjá Klúbbnum.
Kv TEDDI allveg skilningslaus
Stebbik:
Já þetta er ekki gaman,búinn að liggja í skúrnum í 2 sólahringa bíllinn setur í gáng í gærkvöldi og virðist allt vera í standi og nú átti að taka prufu en svekk,vonandi kemst maður í haust að prufa. :oops:
SMJ:
Ég var líka búinn að heyra af þó nokkrum á bílum og mótorhjólum, sem höfðu áhuga á að taka nokkar æfingaferðir í dag. Veðurspáin var mjög fín og vilja þessir menn eðlilega nýta sér þessa þurru daga á sumrin til að mæta á kvartmílubrautina.
Mér finnst það afar ólíklegt að ekki hafi verið næg þátttaka, en fyrst að búið er að ákveða að aflýsa þessari æfingu er lítið við því að gera.
Ég mæli með því að að stjórnin skoði hvort þetta fyrirkomulag á tilkynningaskyldu þátttakenda fyrir svona æfingar sé skynsamlegt. Þ.e. að þeir sem ætla sér að mæta eigi að skrá sig hér á einn þráð.
Þeir sem ég heyrði um að ætluðu sér að mæta, vissu til dæmis ekkert um þetta skráningarform og vita sennilega ekki enn...
- Umhugsunarefni -
Gulag:
ég var kominn í gírinn að prófa í dag.. en hafði ekki hugmynd að ég þyrfti að skrá mig einhversstaðar..
...spælandi... :-(
Jón Þór Bjarnason:
Hvað er stjórn og staff farið út úr bænum?
Væri ekki betra að hafa æfingarnar á fimmtudags eða föstudagskvöldum aftur?
Þá er meiri möguleiki að staff sé í bænum. :lol:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version