Hver er oktantalan á svona 100% metanóli
Hún er alls ekki há, 109 RON eða þar um bil og eitthvað um 90 MON, sem er í sjálfu sér mjög slappt, litlu betra heldur en 98 oktana bensínið sem fæst úti á stöð.
Þessi mæling gefur hinsvegar ekki góða vísbendingu um eiginleika methanóls sem eldsneytis vegna þess að í oktan prufu vél þar er eldsneytis og loftblandan hituð upp í stjórnað hitastig.
Í raunveruleikanum hinsvegar er gífurlega mikil kæling sem methanólið veitir vegna þess að þú þarft að brenna miklu magni af því og það þarf meiri orku til þess að gufa upp heldur en bensín. Þannig að það virkar eins og oktantalan sé mun hærri þar sem þessi aukna kæling minnkar mjög hættuna á sprengingum (detonation) í brunarýminu.