Fór niður í Bílasmið og talaði við einn þar. Þegar menn eru að festa svona axla belti (fest með 3 eða 4 punktum) á aftasti punkturinn ekki að vera festur í gólfið beint fyrir aftan stólinn sem um ræðir því við við árekstur brotnar bakið á stólnum og á það við um flesta þessa körfustóla, nema þeir séu sérstyrktir en þeir eru yfirleitt 30% þyngri og bara almennt talað má þetta ekki.
Sumir eru með körfustóla með götum rétt fyrir neðan hauspúða fyrir belti, aðrir eru bara með venjulega stóla, reglan er sú að frá þessu gati í stól og í aftasta tengipunktinn má beltið ekki halla meira en 45 gráður. Það gengur oftast upp að tenga aftasta punkt í sama gat og beltin afturí tengjast, það gefur auga leið að það er ekkert sérstaklega farþega vænt en bílasmiðurinn er með svona belta rúllu eins og við þekkjum úr venjulegum beltum, sem er hægt er að festa í belta gat í aftursæti og maður hefur bara kjurt (ekki stór rúlla ætti að vera hægt að fela í pullunni þannig afturfarþegar verði ekki varir við hana) og unpluggar belta harnessið frá með einni smellu þegar fólk fer að hrúga sér afturí, þá getur maður bara notað orginal 3 punkta dótið á meðan.
http://haworthmotorsports.files.wordpress.com/2009/09/dscn0464.jpg?w=590Hér sést hvar 2 öftustu eru festir í göt fyrir afturbelti. Það sem ég myndi fá mér er með einu gati, ekki 2 eins og þarna. Þá er semsagt rúllan fest í aftursæti með 1 bolta. Þeir sem eru í svipuðum hugleiðingum geta farið uppí bílasmið og rætt þetta frekar við hann (Yngri maðurinn sem vinnur þarna) Belti og rúlla kostar um 20 þús ekki FIA keppnisvottuð þó.
Tommi