Sælir
Það vita allir hvernig bensínverðið er í dag. Ég er með 350 vél í bílnum mínum og 3 þrepa ssk, gæti borgað sig ef bíllinn er eitthvað notaður að fara í t.d. 700r4? Bíllinn gæti verið þokkalega mikið notaður jafnt innan bæjar sem utan. Er ekki alveg útí hött að vera keyra svona kvikindi á rúmlega 3 þús snúningum til að halda veghraða utanbæjar?
Maður myndi þá reyna kaupa 700r4 sem væri búið að græja til að höndla meira afl og fá sér góðann kæli.
Það væri gaman að heyra frá mönnum sem hafa farið úr 3 þrepa í fleiri gíra sjálfskiptingar hvað varðar bensíneyðslu.
Tommi
p.s. það er th-200 eða 250 skiptingin í mínum, þetta er kannski vart spurning, bara demba sér í nýja skiptingu?