Kvartmílan > Almennt Spjall

OF- 101

<< < (5/9) > >>

Racer:
ef bíl nær yfir 10 í index þá fær hann einfaldlega 10 t.d. 11 í index þá fær hann 10 í index.

þar sem hann getur ekki fengið hærra en 10 :D , þetta var haft hámarkið og mönnum leyft að komast inn með hærra en 10 í index þannig að Kjúklinga/asíu bílarnir kæmust inní OF án þess að sprengja línuritið.

Hr.Cummins:

--- Quote from: maggifinn on November 09, 2011, 20:07:11 ---Já og nei ,, ekki alveg bracket. Þarna ræður enginn sínum kennitíma, hann er fyrifram gefin útfrá forsendunum úr reiknivélinni.

 Sá sem nær sínum OF tíma fær á sig viðhengi sem á að færa tímann sjálfkrafa niður. aðeins einn hefur náð því hér á landi, Kristján Skjóldal.

 Þetta keppnisfyrirkomulag gerir flokkinn að endalausum eltingaleik við að toppa sjálfann sig og kombóið hverju sinni. Styrkur miðað við þyngd.

--- End quote ---

Hljómar skemmtilega, vonandi tek ég þá þátt í OF á næsta ári... 8)

Hvaða non-US bílar hafa tekið þátt í OF :?:

maggifinn:

--- Quote from: Racer on November 09, 2011, 20:38:20 ---ef bíl nær yfir 10 í index þá fær hann einfaldlega 10 t.d. 11 í index þá fær hann 10 í index.

þar sem hann getur ekki fengið hærra en 10 :D , þetta var haft hámarkið og mönnum leyft að komast inn með hærra en 10 í index þannig að Kjúklinga/asíu bílarnir kæmust inní OF án þess að sprengja línuritið.

--- End quote ---

  :???:  Alveg rétt Davíð . Þetta er að rifjast upp. Það var breytingin.
 Ég er lofsamlega búinn að bæla niður minningar mínar um veruna í reglunefndinni svona hressilega.

  Það er tíu sekúndna þak á Opna Flokknum, inní flokkinn fara ekki hægari bílar en þeir sem gátu keyrt tíu sekúndna ferð á fullri kvartmílu. Nú er bara keyrður einn áttundi svo græjan verður að keyra 6.4sek í 1/8 eða hraðar til að fá þáttökurétt.

Hr.Cummins:
Þá verður maður bara að vona að maður fari lágar 10  :mrgreen:

Lolli DSM:
Pund/cid er 25.4098360655738
Bíll sem keppir í OF flokki sem vigtar 3100 lbs og er með 122 ci vél skal hafa index tíma 15.94 sec í 1/4 eða 10.20 í 1/8.
ATH: Þessi bíll er of þungur til þess að komast í OF með þessa vél!

Ég sló mínum inn lítið eitt léttari en hann er og uppgefinn 1/8 er hærri en ég næ í 1/4  :mrgreen:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version