Kvartmílan > Almennt Spjall

OF- 101

<< < (6/9) > >>

maggifinn:
Hei Lolli

 Þetta er nú meiri blýbúðingurinn sem þú keppir á, hvernig drifrásin í þessum bíl endist á þessum tímum er mér alveg óskiljanlegt. Magnaður árángur.

 Hver er áttundatíminn hjá þér í þessari 9.65 ferð ef ég má spyrja ?

Hr.Cummins:
Já, og hvernig eru 60ft ?

Þetta er náttúrulega ruglaður árangur... :) hehe

En ég væri til í að hafa 12sek þak á OF flokki... ég held að ég sé ekki að fara að ná 10sek með sjálfstæða fjöðrun og RWD... en hvað veit ég :P

maggifinn:
Við verðum að muna að miða við áttundu tímana. Því það er keppnisfyrirkomulagið í dag.

Hr.Cummins:
Er bara keppt 1/8 míla í OF ?

Vá hvað ég er grænn... enda kem ég inn sem nýliði á næsta ári... eða svona næstum....

Mætti svolítið á æfingar 2004 og 2006+7.... en ekkert keppt....

Keppi vonandi bæði í OF og Trukka á næsta ári..... verð allavega með fólksbíl  :-"

maggifinn:
Já það er af öryggissjónarmiðum.

 Þessir bílar hafa það opnar vélareglur að ekki er hægt að hleypa þeim svona langt á brautinni, þeir geta náð svo miklum endahraða.

 Áttundinn er mun þægilegri á þessum bílum með 200 metrum lengri bremsukafla.

 Ef ég skoða upplifunina af spyrnukeppni, þá að mínu mati stendur hröðunin algjörlega uppúr. Að fara hratt finnst mér ekkert gaman.
 
 Þegar keppnisvegalengdin er helminguð opnast nýr heimur af hröðun, því þá gefst okkur helmingi styttri kafli til að nota alla gírun sem tækin hafa uppá að bjóða.
 
 Ef þú hefur prófað að botna Raminn þinn í lága drifinu þá veistu hvað ég er að tala um.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version