Kvartmílan > Almennt Spjall

OF- 101

(1/9) > >>

maggifinn:
Við vorum bræðurnir að horfa á ólympískar lyftingar í sjónvarpinu í kvöld. Átum kjúkling með.

 Þarna voru nokkrir hörkunaglar sem allir áttu það sameiginlegt að vera smávaxnir, snöggir og léttir, nánast dvergvaxnir.

 Þeir voru að snara 145kg en vigtuðu sjálfir undir 56kílóum. Alveg magnað. Miklir íþróttamenn sem stunda sitt fag af miklum metnað.

 Eftir því sem leið á tókum við eftir því að sá sem vann mótið lyfti ekki mestu þyngdinni. Sigurvegarinn lyfti neflilega flestum kílóum miðað við líkamsþyngd. Hann var einhverjum grömmum léttari en sá sem lyfti kílói meira. Þetta er einhvernvegin uppreiknað og hefur einnig eitthvað með atrennur að gera.

  

Nú veit ég að 145 kíló er engin svakaleg þyngd, sér í lagi ef við berum þetta saman við okkar Benna Magg sem deddar 498kg.
 
 Benni Magg veit og skilur að hann er í öðrum þyngdarflokk og er því ekki að heimta að fá að keppa við og vinna litlu 56kílóa naggana á jöfnu.

 

Stebbik:
 :D :D Góð samlíking hjá þér, kannski maður fari að grenna sig svo maður gæti tekið þátt í léttvigtinni,
en frekar hef ég nú meiri áhuga á að horfa þúngarvigtarboltana lyfta 400-500 kílóum en dverga lyfta 100-150 kg  :D :D

Racer:
ég hafði æfingafélaga í ræktinni fyrir nokkrum árum sem var í þessum ákveðna stærðaflokki.

Hann hafði mjög gaman að skjóta á okkur í stærri hæðaflokki að það væri ekkert mál fyrir hann að lyfta sömu þyngd og við hinir.. hann þyrfti bara að lyfta mun styttra en við hinir þar sem hendur og fætur hans voru mun styttri ;)

annars hvort sem einhver lyftir 100 eða 400 kg þá er það frábært og því miður er orðið of mikið af fólki sem kvartar þegar það þarf að halda á 20 kg.

Elmar Þór:
Maggi þetta kallast jöfnum og er þetta fyrirkomulag viðhaft í flestum íþróttum :) Sá stóri gæti étið þann minni í morgunmat :)

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Þetta er skondin samlíking hjá þér Maggi og á kannski vel við, ennnnnnn þessar tvær myndir sem þú ert með í póstinum sína tvær mismunadi íþróttagreinar. :-k

Sú efri er af lyftingamanni að lyfta í Ólympískum lyftingum en sú neðri af honum Benna sýnir hann að keppa í Kraftlyftingum, sem er allt önnur grein og meira að segja með annað sérsamband en Ólympísku lyftingarnar.  #-o

Myndin af Benna er hins vegar flott. :mrgreen:

Langaði bara að benda á þetta.


Kv.
Hálfdán. :roll:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version