Jæja, held ég þurfi að gera smá þráð um þennan blessaða concours minn
Þetta er semsagt árgerð 1977 Chevrolet Concours útgáfa, en hún er í raun luxury útgáfan af Novuni með fullt af krómi! Í honum er 6 strokka lína með sjálfskiptingu en línan mun nú fá að kveðja. Hann er hér um bil ryðlaus, smá í skottinu en ég er byrjaður að laga það. Bílinn var sprautaður að mig minnir árið 2006 og kláraður í flýti svo það þarf að taka í sundur og setja betur saman. Ég hef ekki gert neitt fyrir hann að ráði ennþá en er með ýmis framtíðarplön.
Plön:
V8 og skipting (helst 350)og ef einhver veit um eða er með til sölu þá endilega lóta mig vita í síma:8470291 eða mail:diddi-125@hotmail.com
Heilsprautun
Ryðbæting, laga beiglur
Setja einhverjar smá græjur í hann
Láta króma felgurnar upp á nýtt
Redda pústkerfi fyrir skoðun (er 3" án allra kúta)
Samlæsingar
Diskabremsur
Skipta um framrúðu
fá krómlista í kringum afturrúðu,ef einhver veit um svoleiðis þá má hann láta mig vita.
Nokkrar myndir af bílnum.









[/quote]