Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Fyrstu Bílasýningar KK
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Það voru tvær sýningar í Framtíðarhúsinu.
Sú fyrri var 1987 og sú seinni var á árunum 1992-4, það voru þeir Hrafnkell Marinósson og Ólafur Pétursson sem sáu um seinni sýninguna með miklum sóma.
Roadster-inn er bíllinn hans Bjarna Bjarna en þarna átti Hannes bílinn og hann var með 400cid Chrysler ef ég man rétt.
En neðri myndin er tekin af Camaro bíl "GunnaCamaro" á sýningunni 1987, en þá var Framtíðarhúsið hálfbyggt og við fengum kjallarann lánaðann yfir eina páska fyrir það að þrífa og mála hann sem við og gerðum.
Við hliðina á Camronum sést grilla í 1969 Camaro rauðann og síðan hinu meginn við Gunna bíl (bílstjórameginn) var Javelin 1974 sem Palli á, þá ný málaður.
Pinto-inn sem að var í eigu Sigurjóns Haraldssonar (nú í eigu Leifs) stendur þarna við gluggann sem snýr í átt að Hagkaup og við hliðina á honumer eins og sjá má "Hunts" Camaro-inn, síðan kemur Nova-n sem Benni Svavars ("10,98") átti (núna orange á Akureyri) og þar við hliðina kom svo Pro-Street Challenger sem að Björn Steinarsson á enn þann dag í dag og er ókláraður en þessar myndir voru teknar á seinni sýningunni í Framtíðarhúsinu.
Kv.
Hálfdán. :roll:
GunniCamaro:
Væntanlega erum við búnir að fylla inn í sum ártöl :
1991 : Ráðhúsið
1992 : Ráðhúsið
1993 : Framtíðarhúsið ?
1994 : Rafha húsið í Hafnarfirði
Moli:
--- Quote from: GunniCamaro on October 27, 2010, 00:41:55 ---Væntanlega erum við búnir að fylla inn í sum ártöl :
1991 : Ráðhúsið
1992 : Ráðhúsið
1993 : Framtíðarhúsið ?
1994 : Rafha húsið í Hafnarfirði
--- End quote ---
Bæti þá við...
1990 - Hekla
1995 – Bílaborgarhúsið Fosshálsi??
1996 – Vitatorg
Var enginn sýning 1989?
Moli:
Lítur listinn ekki betur út svona?
1975 - Hóprúntur KK
1976 - Austurbæjarskóli
1977 - Bak við Hótel Esju, á Bílasölu Guðfinns.
1978 - Laugardashöllinn
1979 - Sýningarhöllinn (Húsgagnahöllinn)
1980 - Sýningarhöllinn (Húsgagnahöllinn)
1981 - Laugardalshöllinn
1982 - Austurbæjarskóli
1983 - Gúmmívinnustofan
1984 - Kolaportið
1985 - Kolaportið
1986 -
1987 - Framtíðarhúsið Kjallari
1988 - Kolaportið
1989 -
1990 - Bílaverkstæði Heklu
1991 - Ráðhúsið
1992 - Ráðhúsið
1993 - Framtíðarhúsið efri hæð
1994 - Rafha Húsið
1995 - Bílaborgarhúsið Fosshálsi
1996 - Vitatorg
2003 - B&L Grjóthálsi
2004 - B&L Grjóthálsi
2005 - Bílabúð Benna Tangarhöfða 23
2006 -
2007 - Bílabúð Benna Tangarhöfða
2008 - Íþróttahúsið Kórinn Kópavogi
2009 - Íþróttahúsið Kórinn Kópavogi
2010 - Verslunarhúsnæði við Kauptún Garðabæ
Actrosinn:
Sælir félagar
Árið 1986 var sýningin í Kolaportinu. Ég átti þá græna Pontiac Ventura og var með hana á þeirri sýningu. Minnir að Benni
(10.98) hafi verið með bláu 69' Chevilluna sína við hliðin á mér.
Kv. Stefán Björnsson.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version