Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Fyrstu Bílasýningar KK

(1/7) > >>

Moli:
Ég er að yfirfara gamlar myndir frá sýningum KK og er að átta mig á hvaða mynd tilheyrir hvaða sýningu.

Er það ekki rétt að fyrsta bílasýning KK fór fram 1977 og var í Laugardalshöllinni og var þar einnig árið eftir, eða 1978.

Um Páskana 1979 fór fram stór sýning í Sýningarhöllinni (Húsgagnahöllinni).

1980 var svo Bílasýning í Laugardalshöllinni...

Það sem er að rugla mig er að hér er ég með mynd af bílnum hjá Sigurjóni Andersen, þær eru báðar að mér sýnist teknar í Sýningarhöllinni en ekki á sömu sýningu, hélt KK, eða aðrir aðilar sýningu í Sýningarhöllinni á þessum árum? Ég veit að sýningin Auto '81 var þar líka en veit ekki hvort að önnur hvor myndin tilheyrir henni??  :roll:


Moli:
Fékk símtal og email.. þetta hefur skýrt sig að einhverju leyti.  8-)

Það voru víst tvær sýningar í Sýningarhöllinni, fyrri 1979 og seinni 1980.

Röðin á sýningum KK er þá væntanlega þannig....

1976 við Austurbæjarskóla.
1977 bak við Hótel Esju, á Bílasölu Guðfinns.
1978 Laugardashöllinn
1979 Sýningarhöllinn (Húsgagnahöllinn)
1980 Sýningarhöllinn (Húsgagnahöllinn)
1981 Laugardalshöllinn
1982 við Austurbæjarskóla
1983 í Gúmmivinnustofunni
1984 í Kolaportinu gamla
1985 í Kolaportinu gamla
1986 ????
1987 í Kolaportinu gamla
1988 í Kolaportinu gamla
1989 ????
1990 í Heklu við Laugarveg
1991 Kjallara Ráðhúss Reykjavíkur
1992 ????
1993 Framtíðarhúsið Skeifunni
1994 Rafha Húsið

Minnir að það hafi ekki verið nein sýning frá 1995-2002

2003 B&L Grjóthálsi
2004 B&L Grjóthálsi
2005 Bílabúð Benna Tangarhöfða
2006 Engin Sýning
2007 Bílabúð Benna Tangarhöfða
2008 Íþróttahúsið Kórinn Kópavogi
2009 Íþróttahúsið Kórinn Kópavogi
2010 Verslunarhúsnæði við Kauptún


Það væri gaman ef einhver myndi sjá sér fært að leiðrétta, ef einhver vitleysa er í þessu og/eða bæta inn í þau ár sem vantar!  :wink:

Moli:
Er þessi ekki tekinn í Bílastæðihúsinu á Vitatorgi??

Hvaða ár var það?

Dragster 350:
Sennilega 95 .

Daði S Sólmundarson:
 Sýningin 87 um páskana var alveg örugglega í kjallaranum í Framtíðarhúsinu ekki í Kolaportinu. Og það er rétt að sýningin á Vitatorgi var 95.
Kv Daði.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version