Sælir félagar.
Er þetta þá sem sagt vitleysa sem menn hafa verið að segja um pabba hans Steina að hann ætti einhvern grænan Cougar í "mint" standi.
Og með drapplita Cougar-inn þá er það örugglega bíllinn sem ég var að skrifa um hér að ofan, og hann tengist bílnum sem að Jói er að tala um, sem sagt gyllta 1970 bílnum sem var í Laugarásnum.
Bæði gyllti og drappliti Cougarinn voru fluttir inn af eigendum "Íslensk Ameríska" á sínum tíma og sá gyllti var víst frúarbíllinn en hann var með öllu sem hægt var að fá í svona bíl, leðri, rafmagni í öllum hliðarrúðum og fleira já og báðir voru XR/7.
Báðir voru original með 351W 2V, en ég hef sjaldan keyrt ljúfari bíl en gyllta 1970 bílinn.
Barði er með gyllta bílinn og mér skilst að hann eigi að gera upp, en ég hef ekki heyrt um að 428CJ mótorinn eigi að fara í hann.
Kv.
Hálfdán.