Author Topic: Mustang klúbburinn - rúntur á næsta fimmtudag - 12. júlí 2012  (Read 2704 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
 :smt039

Á fimmtudaginn ætla félagar í Mustang klúbbnum að rúnta um Reykjanes.  :spol:

Við hittumst hjá Hilmari að Rauðhellu 8, Hafnarfirði (rétt áður en komið er að Álverinu).
Ekið verður þaðan kl. 18:30 um Reykjanesbraut til Reykjanesbæjar (RNB).

Beygt verður af Reykjanesbraut við fyrstu mislægu gatnamótin að RNB, á Stapanum. Þaðan munu heimamenn leiða hópinn um Innri-Njarðvík sem er í suðurhluta RNB. Stoppað verður m.a. við Víkingaheima. Það verður síðan ekið um Ytri-Njarðvík, um Keflavík og áleiðis í Garðinn. Stoppað verður við Garðskagavita þar sem svæðið verður skoðað, bílarnir myndaðir og slegið upp pulsupartýi þar sem Mustang-klúbburinn býður upp á grillaðar pulsur/pylsur en reyndar ekki drykki það verða þátttakendur að sjá um sjálfir. Að því loknu verður ekið til Sandgerðis og síðan á Hvalsnes, um Ósabotnaleið að Hafnarvegi. Beygt verður norður Hafnarveg áleiðis til RNB og að Patterson svæði þar sem verður stoppað aftur, villihestarnir teknir til kostanna og myndaðir! Síðan aka menn til síns heima.

Allir velkomnir að rúnta með okkur!  :excited:

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Það stefnir í veðurblíðu á morgun - minni á Reykjanesrúntinn

Offline Buddy

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 482
    • View Profile
Þetta var geggjaður rúntur  :spol:

http://www.flickr.com/photos/bb-kristinsson/sets/72157629150980181/











Kveðja,

Björn