Author Topic: FLOKKABREYTINGAR FYRIR NÆSTA ÁR - sunnudaginn 16 sep kl 15:00 fundur -allir mæta  (Read 33534 times)

Offline Þórir.

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 23
    • View Profile
Sælir, þetta er alveg rétt hjá Unnari, það væri t.d skítt ef að það ætti að banna nýja BMW að keppa í standart af því að hann kemur með þessum hlutum standart.
kv. Þórir.
þórir. 9.663@146.58

Offline Haffman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
    • www.67racing.is

 Ég get nú bara séð eina lausn á þessu.

 Menn verða bara að ákveða sig hvort þeir vilja þriggja flokkakerfi eða tveggja flokkakerfi

 Tveggja flokka kerfi væri það kerfi sem er núna með litlum breytingum.
 Stock flokkur verður áfram stock þar sem eingöngu eru leyft eftirfarandi
 - PC 1-2-3
 - Slip on
 - Fjarlægja Stefnuljós og spegla
 - Breyta Gírun á tannhjólum.

Allt annað er bannað. Ef það er vafamál þá er það bannað. Ef það er ekki tekið fram sérstaklega þá er það bannað.
Droppa í demparabrúm og bæta við hlekkjum í keðju til að færa öxul aftast í gaffal er bannað.

Modd flokkur.
Ég er þeirra skoðunar að leyfa þeim að fara á betri dekk.
Sá dekkja búnaður sem þeir eru á núna er lélegur miða við aflið sem komið er í þessi hjól.


Þriggja flokka kerfi.

Modd flokkur verður Super Modd
- All leyfilegt nema Bog bor og auka aflgjafi.

Light mod (Sem var áður Stock)
- Allar breytingar að utan leyfðar (Þeas allt nema fara inn í motor)
- Hér geta menn go nuts og shop to they drop í aukahlutum
PC - Quickshifter - full system - og allt sem þig dreymir um.
Hjólin skulu vera á road dekkjum og án lenginga, bannað að strappa
en droppa má eins og menn vilja.

Stock flokkir
- Segir sig sjálft stock hjól.
Engar breytingar leyfðar nema fjarlægja spegla og stefnuljós
Nokkur atriði sem menn gætu reynt að fara framhjá með
Orginal gírun skal vera
Exup ventill þarf að vera til staðar
Hreinsun innan úr kútum bönnuð

Hvað þau hjól varðar sem komin eru með ákveðna aukahluti þá er það mín skoðun að ef framleiðandi framleiðir hjólið þá er það löglegt.
Hinsvegar tel ég að það eigi banna þau hjól sem hægt er að fá með eða án aukabúnaðar.
TD -

Honda CBR 1000 er í dag hægt að fá með og án ABS væri ABS bannað í keppni ætti ABS týpan að vera bönnuð því það er til
,,striped" útgáfa án ABS sem er væntanlega ódýrari.

Þetta er mín skoðun.

Kv Haffman

Offline Haffman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
    • www.67racing.is

PS:

 BA - Flokka kerfið 800+ og 800-  [-X

 Takið þessa teikningu og hendið henni í ruslið ef hún er enn á borðinu.


 Veit að þetta hljómar stupid en hvað jafnrétti varðar þá er þetta kefri sennilega best.
 550-749
 750-996
 996 - 1199
 1200-1450
 1451 +

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile


Honda CBR 1000 er í dag hægt að fá með og án ABS væri ABS bannað í keppni ætti ABS týpan að vera bönnuð því það er til
,,striped" útgáfa án ABS sem er væntanlega ódýrari.


Kv Haffman

Kvartmíla hefur aldrei snúist um að spara krónur og þá væri alveg eins gott að stofna krónuflokk. Það er líka fáránlegt að banna "sum" stock hjól í stock flokk á þeim forsendum að framleiðendur framleiði líka budget harlem týpur. Hvernig ætlaðir t.d. þú að banna Ducati Desmosedici á þessum forsendum?

Þróun í mótorhjólum er góð og eigum við að taka henni fagnandi í stað þess að banna hana á grundvelli þess að það sé hægt að kaupa ódýrara.....
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile

PS:

 BA - Flokka kerfið 800+ og 800-  [-X

 Takið þessa teikningu og hendið henni í ruslið ef hún er enn á borðinu.


 Veit að þetta hljómar stupid en hvað jafnrétti varðar þá er þetta kefri sennilega best.
 550-749
 750-996
 996 - 1199
 1200-1450
 1451 +

Staðreyndir er samt sú að Það þarf að fækka flokkum og fjölga keppendum í þeim flokkum sem eru keyrðir.

Í einni keppni sumarsins var 750cc ekið í -800cc flokki og er staðreyndin sú að það hjól átti engan tíma undir bestu tímum þeirra sem óku í -600cc í sumar. Staðreyndir er því sú að 600cc voru með yfirburði í öllum keppnum sumarsins. Á þeim forsendum ætti því að vera hægt að aka þeim í -800cc

Ef að skoðaðir eru tímar allra þeirra sem óku í þeim flokkum sem ekið var í yfir 1000cc ólengd var niðurstaðan sú sama 1000cc hjól átti besta tíman í öllum keppnunum.

Að hvaða leiti er þessi 800 yfir/undir flokkaskipting vond. Koma með rök!

Það er ömurlegt eins og þú veist sjálfur að sjá 1-2 í flokk. Persónulega finnst mér að ekki eigi að keyra flokkinn ef að ekki eru skráðir minnst 3 í hann.

Eins og sumarið sýndi okkur þá var það einungis 600cc og 1000cc flokkarnir sem að í voru að lágmarki 3 keppendur. Í hinum flokkunum var aldrei meira en 1-2
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline 1340

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 5
    • View Profile
Hrærið bara nógu mikið í þessu ](*,) og hafið einn flokk..... þá kemur enginn
Ég er ekki sammála að setja 1000 og 1300+ saman og Gen 1 Busan hefur lítið í 1000 hjólinn og ekki er það hvetjandi.

Offline Þórir.

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 23
    • View Profile
http://dixonarchive.com/hayabusa/performance.htm
http://www.motorcyclistonline.com/roadtests/122_0307_2003_suzuki_gsx_r1000/index.html

það er ekki rétt að gen. 1 busan hafi ekki sjens í 1000 hjolin (GSX-R1000) munurinn er svo til enginn, allavega samkvæmt þessu
þórir. 9.663@146.58

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Hrærið bara nógu mikið í þessu ](*,) og hafið einn flokk..... þá kemur enginn
Ég er ekki sammála að setja 1000 og 1300+ saman og Gen 1 Busan hefur lítið í 1000 hjólinn og ekki er það hvetjandi.

Ég veit ekki hvað þú hefur fyrir þér í þessu? Í fyrsta skipti sem að ég spyrnti busu var alveg stock hjól, óstrappað, ólækkað og ólengt. Suzuki GSXR1300 1999 ég fór á því í fyrstu keppni og hafði aldrei ekið slíku hjóli áður. Því var ekið upp á braut fyrir mig. 10.13 Þetta var á þeim tíma Íslandsmet og er betri tími en flest 1000cc hjólin voru að gera í sumar. Árið eftir var búið að setja Powercommander í hjólið og fullt Yoshimura pústkerfi. Það var ekki lækkað og Það var einnig óstrappað vegna þess að þegar ég prufaði að strappa það þá náði ég engu gripi vegna lélegs dekks og tók strappana af. 9:89 og nýtt íslandsmet. Ekki segja mér að Gen 1 Busa virki ekki.

Þar fyrir utan sá ég ekki margar Gen 1 busur mæta í keppni í sumar. Þetta virðist vera sama sagan hvar sem er spurt þeir sem eru á 1300-1400 hjólunum hræðast 1000cc hjólin og svo öfugt. Viljið þið ekki bara fá flokk fyrir ykkar nöfn og fá bikarana í pósti?

Finnst þér þú vera verðugur Íslandsmeistari eftir sumarið?
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline 1340

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 5
    • View Profile
Hver er/var að tala um Íslandsmeistara ??? ég á þó hjól til að keppa á !!! en það verður fróðlegt að sjá hver útkoman verður í þessu !!!

Offline lobo

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 33
    • View Profile
Fór Doddi ekki undir 10 sek í sumar á busuni ?
« Last Edit: October 01, 2010, 17:41:40 by lobo »
Jón K Jacobsen

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Fór Doddi ekki undir 10 sek í sumar á busuni ?

Allavega ekki í keppni samkvæmt þeim sem eru inni í úrslit í keppnum?

Það er þá spurning um að hafa flokkana eins og þeir eru eða með smávægilegum breytingum en að það verði engir flokkar keyrðir nema að lágmarki séu 3 keppendur og það þurfi að keyra flokkinn að lágmarki 3 til að hann sé gildur til Íslandsmeistara. Ef að það næst ekki fullur flokkur keppenda í þeim rúmsentimetra stærðum sem eru undir og yfir 800cc þá verða þau hjól sem ekki ná að fylla flokk ekin saman í undir og yfir 800cc.

Samkvæmt þeirri reglu hefði 600cc flokkurinn verið keyrður einu sinni 2010 og 1000cc flokkurinn í öllum keppnum 2010
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline lobo

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 33
    • View Profile
En eru ekki bara til einhverjir tímaflokkar sem eru bara allir saman ?
Jón K Jacobsen

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
En eru ekki bara til einhverjir tímaflokkar sem eru bara allir saman ?

  =D>

 

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
En eru ekki bara til einhverjir tímaflokkar sem eru bara allir saman ?

Jú ég er nú búin að vera að impra á því í nokkur ár. Hægt er að keyra öll þessi 1000-1400 hjól saman í 9.90 flokk. Þá vinnur sá sem kemur fyrstur í mark ef að hann fer ekki undir 9.90

Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
   Tillaga um flokkaskiptingu fyrir 2011

   Eftir mikil og sterk viðbrögð og ótal símtöl vegna flokka tillögur sem komu fram eftir seinasta fund er ég með aðra tillögu til að sjá hvort að hægt sé að sameina og ná sátt sem flestra. Eftir að hugsa málið betur sé ég ekki að það sé vandamál að það séu til fullt af flokkum, vandamálið að mínu mati eru fáir keppendur í hverjum flokki.

   Mín tillaga er að ekki sé flokkur viðurkenndur til Íslandsmeistara nema að hann hafi verið keyrður að lágmarki 3 sinnum og með að lágmarki 3 keppendum í hvert skipti. Að sjálfsögðu vil ég þá að sömu reglur gildi fyrir bílaflokkana. því það skal jafnt yfir alla ganga.

   Ég vil einnig að við höldum okkur við að bjóða upp á standard flokk fyrir þá sem eru að byrja eða vilja ekki breyta hjólunum sínum neitt.

 * 1.1 Flokka skifting:
          o 1.1.1 Grunnflokkarnir eru fjórir, standard, modified, opinn og ofurhjól.
          o 1.1.2 Í standardflokki eru engar breytingar leyfilegar. Ekki má breyta gíringu né lækka hjólið. Bannað er að nota lengingar, strappa og ofrisvarnargrindur.  Eingöngu má nota mótorhjóladekk sem eru viðurkennd af mótorhjólaframleiðendum. Nota skal eingöngu blýlaust dælubensín án íblöndunarefna.
            Allar aðrar breytingar eru óheimilar.
          o 1.1.3. Í modified eru allar breytingar á vél aðrar en á kúplingu bannaðar. Heimilt er að breyta gírun og taka útstæða hluti af hjólum, þ.e. spegla, stefnuljós, númerabracket o.þ.h. Leyfilegt er breyta inntaki, pústkerfi og rafkerfi. Bannað er að nota lengingar, strappa og ofrisvarnargrindur. Eingöngu má nota mótorhjóladekk sem eru viðurkennd af mótorhjólaframleiðendum. Nota skal eingöngu blýlaust dælubensín án íblöndunarefna.
          o 1.1.4 Í opnum flokki er allar breytingar á vel leyfðar fyrir utan auka aflgjafa eins og hláturgas og forþjöppur. Leyfilegt er að nota lengingar, strappa. Dekkjanotkun er frjáls svo lengi sem dekk eru ætluð til notkunar undir mótorhjól. Annað eldsneyti en bensín bannað. Gera skal grein fyrir rúmtaksbreytingum og færast til um flokka sem því nemur.
          o 1.1.5 Allar breytingar leyfðar. Hjól skulu standast eðlilegar kröfur um bremsur og annan öryggibúnað samkvæmt reglum klúbbsins.
Heimasmíðuð hjól skulu skoðuð sérstaklega og síðan prufukeyrð minnst 2 ferðir áður en tímatökur hefjast. Ofrisvarnargrindur skulu vera sterkar, stöðugar, tryggilega festar og án málmhjóla. Neyðarádrepari sem tengdur er við ökumann með línu er skylda. Hámarksþyngd 400 kg tilbúið í keppni án eldsneytis og ökumanns.
            Notkun allra hjólbarða er heimil svo lengi sem þeir eru framleiddir til notkunar í kvartmílu.
    * 2.1 Öryggisatriði:
          o 2.1.1 Virkur neyðarádrepari skal vera til staðar og staðsettur svo hægt sé að ná í hann með báðar hendur á stýri.
          o 2.1.2 Keppendur verða að vera með viðurkenndan lokaðan hjálm.
          o 2.1.3 Strappar sem notaðir eru skulu vera af viðurkenndri gerð, ætlaðir í þessa notkun og vera boltaðir fastir en ekki kræktir.
          o 2.1.4 Keppendur sem ná 100km endahraða verða að vera í leðurfatnaði sem viðurkendur er og ætlaður til bifhjólaaksturs.


    * 3.1 Hemlar:.
          o 3.1.2 Hemlar eiga að virka á bæði hjól og vera aðskildir, nema hjólið sé öðruvísi útbúið frá framleiðanda.
          o 3.1.3 Bifhjól stærri en 499 cc verða að vera með diskabremsur að framan.
          o 3.1.4 Lágmarks þvermál á bremsudisk að framan er 250 x 5 mm ef einn diskur er notaður.
            Lágmarks þvermál á bremsudisk að framan er 220 x 5 mm ef tveir eru notaðir.
            Lágmarks þvermál á bremsudisk að aftan er 175 mm.
            Lágmarks þvermál á skálabremsum er 150 mm.


    * 4.1 Felgur:
          o 4.1.1 Felgur framleiddar fyrir annað en bifhjól eru bannaðar.
          o 4.1.2 Felgur minni en 15" eru bannaðar nema í skellinöðruflokki.


    * 5.1 Hjólbarðar:
          o 5.1.1 Munsturdýft hjólbarða við skoðun fyrir keppni sé að lámarki 2mm að aftan og 2mm að framan.
          o 5.1.2 Hjólbarðar skulu vera framleiddir fyrir bifhjól, undanþága í opnum flokkum er fyrir þessu ákvæði.


    * 6.3 Fjöðrun:
          o 6.3.1 Lágmarksfjöðrun að framan skal vera 50 mm.
          o 6.3.2 Vökvademparar að framan skylda.
          o 6.3.3 Lágmarkshæð undir hjól með ökumanni er og 0,5 bar þrýsting dekkjum er 50 mm.
          o 6.3.4 Enginn hluti hjólsins nema dekk má snerta jörðu þegar fjöðrun er að fullu samanpressuð.


    * 7.1 Kærur:
          o 7.1.1 Feli kæra það í sér að kostnaður hljótist af rannsókn, skal kærandi bera þann kostnað sem af því hlýst ef kæran reynist ekki á rökum reist.
            Standi kæran ber ákærði allan kostnað.


    * 8.1 Keppnisfyrirkomulag:
          o 8.1.1 Keppendum er heimilt færa sig upp um flokk þegar um er að ræða rúmtak en ekki fækkun strokka
          o 8.1.2 Flokkar eru ekki keyrðir nema 2 eða fleiri séu skráðir í flokk.


Keppnisflokkar.

    * A flokkur standard
          o að 49cc
    * B flokkur mod
          o að 120cc

    * E flokkur Standard
          o 4 Strokka að 600cc
    * F flokkur Mod
          o 4 Strokka að 600cc
    * G flokkur Standard
          o 4 Strokka að 800cc
    * H flokkur Mod
          o 4 Strokka að 800cc
    * I flokkur Standard
          o 4 Strokka að 1000cc
    * J flokkur Mod
          o 4 Strokka að 1000cc
    * K flokkur Standard
          o 4-8 Strokka að 1001-1300cc
    * L flokkur Mod
          o 4-8 Strokka að 1001-1300cc
    * M flokkur Standard
          o 4-8 Strokka að 1301-1500cc
    * N flokkur Mod
          o 4-8 Strokka að 1301-1500cc

    * O flokkur Standard
          o 2 Strokka að 1500
    * P flokkur Mod
          o 2 Strokka að 1500

    * Q flokkur Standard
          o 2 Strokka 1501-2000
    * R flokkur Mod
          o 2 Strokka 1501-200

Opnir flokkar

    * S
          -900 
    * T
          +900

Ofurhjólaflokkur

    * X
          Ótakmarkað rúmtak

Einnig vil ég bæta við tveimur flokkum til reynslu og vil ég að þar sem ekki nást 3 keppendur í flokk að þeim keppendum verði boðið að velja að fara í annan af tveimur flokkum 9.90 og 10.90 flokk. Í þessum flokkum er í raun allt leyfilegt fyrir utan auka aflgjafa, lengingar, strappar og ofrisvarnargrindur. Í þessum flokki vinnur sá sem kemur fyrstur í mark, nema að hann fari undir tímamörkum flokksins og þá er sú ferð þess sem á í hlut töpuð.
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline 954

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 120
    • View Profile
Sælir/Sælar
Nú er það svo að bílarnir og hjólin tilheyra sitthvoru batterínu í kerfinu, þe hjólin tilheyra MSÍ og bílarnir LÍA, þannig að samræming keppnisskilyrða þarf að fara fyrir sameiginlegan fund beggja.
Endanleg tilhögun keppnisregla verður að fara fyrir og vera samþykkt af götuhjólanefnd MSÍ sem leggur svo tillögur fyrir stjórn MSÍ sem svo samþykkir þær í framhaldinu, og ætla má þar af leiðandi að það sé verkefni stjórnar MSÍ að funda með LÍA til að ganga samræmingu fyrirkomulags keppna.
Í gangi er vinna við að afla upplýsinga um þær reglur sem gilda á nágrannalöndunum um hjóla kvartmílu, bæði í klúbba-og landskeppnum og mun götuhjólanefnd leggja þær fram hér til samanburðar um leið og öll gögn hafa borist.(svolítil "Jóhanna" í þessu::)
Ég vona að keppendur túlki ekki þetta innlegg á þann veg að götuhjólanefnd ætli sér að ganga sinn veg að hætti ríkisstjórnarinnar, heldur er stefnan að sjáfsögðu sú að leitast við að styrkja og efla sportið.
Unnar bað mig að koma með tillögur að flokkaskipun eftir minn síðasta póst og muna þær birtast eftir að þau gögn sem beðið er eftir hafa skilað sér.
Bestu kveðjur
Asi J
Ási J
Camaro 80 í vinnslu

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Sælir/Sælar
Nú er það svo að bílarnir og hjólin tilheyra sitthvoru batterínu í kerfinu, þe hjólin tilheyra MSÍ og bílarnir LÍA, þannig að samræming keppnisskilyrða þarf að fara fyrir sameiginlegan fund beggja.
Endanleg tilhögun keppnisregla verður að fara fyrir og vera samþykkt af götuhjólanefnd MSÍ sem leggur svo tillögur fyrir stjórn MSÍ sem svo samþykkir þær í framhaldinu, og ætla má þar af leiðandi að það sé verkefni stjórnar MSÍ að funda með LÍA til að ganga samræmingu fyrirkomulags keppna.
Í gangi er vinna við að afla upplýsinga um þær reglur sem gilda á nágrannalöndunum um hjóla kvartmílu, bæði í klúbba-og landskeppnum og mun götuhjólanefnd leggja þær fram hér til samanburðar um leið og öll gögn hafa borist.(svolítil "Jóhanna" í þessu::)
Ég vona að keppendur túlki ekki þetta innlegg á þann veg að götuhjólanefnd ætli sér að ganga sinn veg að hætti ríkisstjórnarinnar, heldur er stefnan að sjáfsögðu sú að leitast við að styrkja og efla sportið.
Unnar bað mig að koma með tillögur að flokkaskipun eftir minn síðasta póst og muna þær birtast eftir að þau gögn sem beðið er eftir hafa skilað sér.
Bestu kveðjur
Asi J

Hvenar var götuhjólanefnd stofnuð, af hverjum og hverjir eru í henni?
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline 954

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 120
    • View Profile
Kvartmílu og götuhjólanefnd:

Edda Þórey 661-6688 honda@hive.is

Ásmundur Jespersen 698-7474 asij@hive.is

Magnús Finnbjörnsson 893-3634 miniv8@hotmail.com

Tilgangur nefndar:

Nefndin sér um reglur fyrir götuhjóla og sandspyrnu keppnir á vegum MSÍ og uppfærslur á þeim ár hvert ef þörf er á. Nefndin er stuðningaðili mótshaldara hverju sinni þ.e.a.s. ef mótshaldari þarf á faglegri ráðgjöf varðandi túlkun reglna eða til að framfylgja þeim ef um vafaathríði er að ræða fyrir mótshald.

Nefndin ber einnig ábyrgð á utanumhaldi á úrslitum úr þessum greinum og undirbýr verðlaunafhendingu á Íslandsmeisturum ár hvert ásamt því að vinna tillögur til stjórnar varðandi val á Íþróttamanni ársins og öðrum tilnefningum sem hefð er fyrir.

Tekið af vef msí, http://msisport.is/pages/nefndir/

Ási J
Camaro 80 í vinnslu

Offline jiiiis

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile

 Ein spuning varðandi ?

 o 3.1.3 Bifhjól stærri en 499 cc verða að vera með diskabremsur að framan.

 Þetta þýðir semsagt að ef ég eignast einhverntíma gamlan 650 Norton, BJS eða álíka gamlan café racer
 þá má ég ekki koma og keppa á því ?

 Þessi hjól eru öll meira og minna með skálabremsur 500cc +

 Mér finnst að það þurfi aðeins að hugsa út fyrir rammann.

 Þar sem það er ekki eitt einasta hjól að fara mæta með skálabremsur í keppni í þá
 flokka sem er verið að ákveða en þessar reglur er nokkuð skýrar fyrir mér og banna hreinlega
 önnur hjól sem ekki flokkast undir ,,norm"

Offline jiiiis

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
Kv Haffman