Kvartmílan > Mótorhjól

FLOKKABREYTINGAR FYRIR NÆSTA ÁR - sunnudaginn 16 sep kl 15:00 fundur -allir mæta

<< < (15/18) > >>

Haffman:


 Ég vildi svo sem ekkert skipta þessu á 1150 má vera 1199 mín vegna plagar mig ekkert og í raun plagar það mig
 ekki að vera 800 +- þar sem ég persónulega hef náð betri árangri og unnið til verðlauna í því kerfi.

 FIM listinn sem þú póstar inn ..... hvar er restin af honum ?
 Ef þetta er tæmandi listi þá er hann off the table þar sem hann sjálfkrafa útilokar hjól sem ekki eru á honum.

 FIM listinn sem þú póstar á hann ekki við um FIM Road race og Track race ?
 Það eru varla sömu reglur fyrir 1/4 - drag race og brautarakstur ?

 Samkvæmt Evrópska vélhjólasambandinu sem er FIM eru PRO stock flokkar sem við erum ekki að fara í og til viðbótar flokkur sem heitir pro Street.
Hvergi nefnt að það sé keyrt eftir þessum FIM lista en í öllum mótaröðum WSB BSB ofl er FIM listinn enda er það hringakstur.

Unnar Már Magnússon:

Hér er nýjasta uppfærslan af þessum lista http://www.fim-live.com/fileadmin/alfresco/Communiques_de_presse/Listing_of_FIM_homologated_motorcycles_for_2010_updates_06_July.pdf

Þessi FIM listi er notaður fyrir superstock, hann er ekki sérsniðin fyrir road and track heldur er hann notaður sem upplýsingar um hvað FIM telur vera gerðarskráð og leyfilegt í keppni. Þess vegna ættum við að geta notast við hann í ágreiningsmálum þar sem að þar er komin úrskurður um hvað er gerðarskráð (stock) og hvað ekki. Að sjálfsögðu eru ekki gömlu hjólin í þessum lista eða þau hjól sem eru ekki talin vera keppnishjól í dag enda er þar engin ágreiningur, hvorki hér heima né erlendis.

Við getum að sjálfsögðu tekið upp Pro stock og Pro street, þá fyrst yrði ég í skýjunum af gleði  :lol:  :-({|=  \:D/

Unnar Már Magnússon:
Hér eru FIM/UEM reglurnar ef að þið viljið keppa eftir þeim reglum, dálítið langt frá standard ;) http://www.uem-moto.eu/Sports/DragBike/SportingTechnicalRules/tabid/180/Default.aspx

Unnar Már Magnússon:

Þessi rök hjá ykkur og barátta gegn þróun eru farin að minna óþyrmilega mikið á hvernig HD nýtti sér sín ítök í AMA hér á árum áður þegar Manx Norton kom sá og sigraði allt í Ameríku sem og annars staðar, á þeim tíma þóttu HD vera svaðaleg keppnishjól en áttu ekki séns í Manx Norton. HD fékk því AMA til að banna yfirliggjandi knastása, því að þeir væru vondir!  :twisted:

Haffman:

--- Quote from: Unnar Már Magnússon on November 01, 2010, 15:49:07 ---
Þessi rök hjá ykkur og barátta gegn þróun eru farin að minna óþyrmilega mikið á hvernig HD nýtti sér sín ítök í AMA hér á árum áður þegar Manx Norton kom sá og sigraði allt í Ameríku sem og annars staðar, á þeim tíma þóttu HD vera svaðaleg keppnishjól en áttu ekki séns í Manx Norton. HD fékk því AMA til að banna yfirliggjandi knastása, því að þeir væru vondir!  :twisted:

--- End quote ---

 Enda erum við ekki að banna neitt, Þetta eina tiltekna hjól sem hefur þennan búnað er leyfilegt í stock flokki ef
 QS er fjarlægður sem er optional með einu plöggi (án þess að ég viti það þó).

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version