Kvartmílan > Mótorhjól

FLOKKABREYTINGAR FYRIR NÆSTA ÁR - sunnudaginn 16 sep kl 15:00 fundur -allir mæta

<< < (7/18) > >>

Unnar Már Magnússon:

--- Quote from: lobo on October 01, 2010, 17:39:30 ---Fór Doddi ekki undir 10 sek í sumar á busuni ?

--- End quote ---

Allavega ekki í keppni samkvæmt þeim sem eru inni í úrslit í keppnum?

Það er þá spurning um að hafa flokkana eins og þeir eru eða með smávægilegum breytingum en að það verði engir flokkar keyrðir nema að lágmarki séu 3 keppendur og það þurfi að keyra flokkinn að lágmarki 3 til að hann sé gildur til Íslandsmeistara. Ef að það næst ekki fullur flokkur keppenda í þeim rúmsentimetra stærðum sem eru undir og yfir 800cc þá verða þau hjól sem ekki ná að fylla flokk ekin saman í undir og yfir 800cc.

Samkvæmt þeirri reglu hefði 600cc flokkurinn verið keyrður einu sinni 2010 og 1000cc flokkurinn í öllum keppnum 2010

lobo:
En eru ekki bara til einhverjir tímaflokkar sem eru bara allir saman ?

maggifinn:

--- Quote from: lobo on October 02, 2010, 13:38:30 ---En eru ekki bara til einhverjir tímaflokkar sem eru bara allir saman ?

--- End quote ---

  =D>

 

Unnar Már Magnússon:

--- Quote from: lobo on October 02, 2010, 13:38:30 ---En eru ekki bara til einhverjir tímaflokkar sem eru bara allir saman ?

--- End quote ---

Jú ég er nú búin að vera að impra á því í nokkur ár. Hægt er að keyra öll þessi 1000-1400 hjól saman í 9.90 flokk. Þá vinnur sá sem kemur fyrstur í mark ef að hann fer ekki undir 9.90

Unnar Már Magnússon:
   Tillaga um flokkaskiptingu fyrir 2011

   Eftir mikil og sterk viðbrögð og ótal símtöl vegna flokka tillögur sem komu fram eftir seinasta fund er ég með aðra tillögu til að sjá hvort að hægt sé að sameina og ná sátt sem flestra. Eftir að hugsa málið betur sé ég ekki að það sé vandamál að það séu til fullt af flokkum, vandamálið að mínu mati eru fáir keppendur í hverjum flokki.

   Mín tillaga er að ekki sé flokkur viðurkenndur til Íslandsmeistara nema að hann hafi verið keyrður að lágmarki 3 sinnum og með að lágmarki 3 keppendum í hvert skipti. Að sjálfsögðu vil ég þá að sömu reglur gildi fyrir bílaflokkana. því það skal jafnt yfir alla ganga.

   Ég vil einnig að við höldum okkur við að bjóða upp á standard flokk fyrir þá sem eru að byrja eða vilja ekki breyta hjólunum sínum neitt.

 * 1.1 Flokka skifting:
          o 1.1.1 Grunnflokkarnir eru fjórir, standard, modified, opinn og ofurhjól.
          o 1.1.2 Í standardflokki eru engar breytingar leyfilegar. Ekki má breyta gíringu né lækka hjólið. Bannað er að nota lengingar, strappa og ofrisvarnargrindur.  Eingöngu má nota mótorhjóladekk sem eru viðurkennd af mótorhjólaframleiðendum. Nota skal eingöngu blýlaust dælubensín án íblöndunarefna.
            Allar aðrar breytingar eru óheimilar.
          o 1.1.3. Í modified eru allar breytingar á vél aðrar en á kúplingu bannaðar. Heimilt er að breyta gírun og taka útstæða hluti af hjólum, þ.e. spegla, stefnuljós, númerabracket o.þ.h. Leyfilegt er breyta inntaki, pústkerfi og rafkerfi. Bannað er að nota lengingar, strappa og ofrisvarnargrindur. Eingöngu má nota mótorhjóladekk sem eru viðurkennd af mótorhjólaframleiðendum. Nota skal eingöngu blýlaust dælubensín án íblöndunarefna.
          o 1.1.4 Í opnum flokki er allar breytingar á vel leyfðar fyrir utan auka aflgjafa eins og hláturgas og forþjöppur. Leyfilegt er að nota lengingar, strappa. Dekkjanotkun er frjáls svo lengi sem dekk eru ætluð til notkunar undir mótorhjól. Annað eldsneyti en bensín bannað. Gera skal grein fyrir rúmtaksbreytingum og færast til um flokka sem því nemur.
          o 1.1.5 Allar breytingar leyfðar. Hjól skulu standast eðlilegar kröfur um bremsur og annan öryggibúnað samkvæmt reglum klúbbsins.
Heimasmíðuð hjól skulu skoðuð sérstaklega og síðan prufukeyrð minnst 2 ferðir áður en tímatökur hefjast. Ofrisvarnargrindur skulu vera sterkar, stöðugar, tryggilega festar og án málmhjóla. Neyðarádrepari sem tengdur er við ökumann með línu er skylda. Hámarksþyngd 400 kg tilbúið í keppni án eldsneytis og ökumanns.
            Notkun allra hjólbarða er heimil svo lengi sem þeir eru framleiddir til notkunar í kvartmílu.
    * 2.1 Öryggisatriði:
          o 2.1.1 Virkur neyðarádrepari skal vera til staðar og staðsettur svo hægt sé að ná í hann með báðar hendur á stýri.
          o 2.1.2 Keppendur verða að vera með viðurkenndan lokaðan hjálm.
          o 2.1.3 Strappar sem notaðir eru skulu vera af viðurkenndri gerð, ætlaðir í þessa notkun og vera boltaðir fastir en ekki kræktir.
          o 2.1.4 Keppendur sem ná 100km endahraða verða að vera í leðurfatnaði sem viðurkendur er og ætlaður til bifhjólaaksturs.


    * 3.1 Hemlar:.
          o 3.1.2 Hemlar eiga að virka á bæði hjól og vera aðskildir, nema hjólið sé öðruvísi útbúið frá framleiðanda.
          o 3.1.3 Bifhjól stærri en 499 cc verða að vera með diskabremsur að framan.
          o 3.1.4 Lágmarks þvermál á bremsudisk að framan er 250 x 5 mm ef einn diskur er notaður.
            Lágmarks þvermál á bremsudisk að framan er 220 x 5 mm ef tveir eru notaðir.
            Lágmarks þvermál á bremsudisk að aftan er 175 mm.
            Lágmarks þvermál á skálabremsum er 150 mm.


    * 4.1 Felgur:
          o 4.1.1 Felgur framleiddar fyrir annað en bifhjól eru bannaðar.
          o 4.1.2 Felgur minni en 15" eru bannaðar nema í skellinöðruflokki.


    * 5.1 Hjólbarðar:
          o 5.1.1 Munsturdýft hjólbarða við skoðun fyrir keppni sé að lámarki 2mm að aftan og 2mm að framan.
          o 5.1.2 Hjólbarðar skulu vera framleiddir fyrir bifhjól, undanþága í opnum flokkum er fyrir þessu ákvæði.


    * 6.3 Fjöðrun:
          o 6.3.1 Lágmarksfjöðrun að framan skal vera 50 mm.
          o 6.3.2 Vökvademparar að framan skylda.
          o 6.3.3 Lágmarkshæð undir hjól með ökumanni er og 0,5 bar þrýsting dekkjum er 50 mm.
          o 6.3.4 Enginn hluti hjólsins nema dekk má snerta jörðu þegar fjöðrun er að fullu samanpressuð.


    * 7.1 Kærur:
          o 7.1.1 Feli kæra það í sér að kostnaður hljótist af rannsókn, skal kærandi bera þann kostnað sem af því hlýst ef kæran reynist ekki á rökum reist.
            Standi kæran ber ákærði allan kostnað.


    * 8.1 Keppnisfyrirkomulag:
          o 8.1.1 Keppendum er heimilt færa sig upp um flokk þegar um er að ræða rúmtak en ekki fækkun strokka
          o 8.1.2 Flokkar eru ekki keyrðir nema 2 eða fleiri séu skráðir í flokk.


Keppnisflokkar.

    * A flokkur standard
          o að 49cc
    * B flokkur mod
          o að 120cc

    * E flokkur Standard
          o 4 Strokka að 600cc
    * F flokkur Mod
          o 4 Strokka að 600cc
    * G flokkur Standard
          o 4 Strokka að 800cc
    * H flokkur Mod
          o 4 Strokka að 800cc
    * I flokkur Standard
          o 4 Strokka að 1000cc
    * J flokkur Mod
          o 4 Strokka að 1000cc
    * K flokkur Standard
          o 4-8 Strokka að 1001-1300cc
    * L flokkur Mod
          o 4-8 Strokka að 1001-1300cc
    * M flokkur Standard
          o 4-8 Strokka að 1301-1500cc
    * N flokkur Mod
          o 4-8 Strokka að 1301-1500cc

    * O flokkur Standard
          o 2 Strokka að 1500
    * P flokkur Mod
          o 2 Strokka að 1500

    * Q flokkur Standard
          o 2 Strokka 1501-2000
    * R flokkur Mod
          o 2 Strokka 1501-200

Opnir flokkar

    * S
          -900 
    * T
          +900

Ofurhjólaflokkur

    * X
          Ótakmarkað rúmtak

Einnig vil ég bæta við tveimur flokkum til reynslu og vil ég að þar sem ekki nást 3 keppendur í flokk að þeim keppendum verði boðið að velja að fara í annan af tveimur flokkum 9.90 og 10.90 flokk. Í þessum flokkum er í raun allt leyfilegt fyrir utan auka aflgjafa, lengingar, strappar og ofrisvarnargrindur. Í þessum flokki vinnur sá sem kemur fyrstur í mark, nema að hann fari undir tímamörkum flokksins og þá er sú ferð þess sem á í hlut töpuð.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version