Kvartmílan > Mótorhjól

FLOKKABREYTINGAR FYRIR NÆSTA ÁR - sunnudaginn 16 sep kl 15:00 fundur -allir mæta

<< < (8/18) > >>

954:
Sælir/Sælar
Nú er það svo að bílarnir og hjólin tilheyra sitthvoru batterínu í kerfinu, þe hjólin tilheyra MSÍ og bílarnir LÍA, þannig að samræming keppnisskilyrða þarf að fara fyrir sameiginlegan fund beggja.
Endanleg tilhögun keppnisregla verður að fara fyrir og vera samþykkt af götuhjólanefnd MSÍ sem leggur svo tillögur fyrir stjórn MSÍ sem svo samþykkir þær í framhaldinu, og ætla má þar af leiðandi að það sé verkefni stjórnar MSÍ að funda með LÍA til að ganga samræmingu fyrirkomulags keppna.
Í gangi er vinna við að afla upplýsinga um þær reglur sem gilda á nágrannalöndunum um hjóla kvartmílu, bæði í klúbba-og landskeppnum og mun götuhjólanefnd leggja þær fram hér til samanburðar um leið og öll gögn hafa borist.(svolítil "Jóhanna" í þessu::)
Ég vona að keppendur túlki ekki þetta innlegg á þann veg að götuhjólanefnd ætli sér að ganga sinn veg að hætti ríkisstjórnarinnar, heldur er stefnan að sjáfsögðu sú að leitast við að styrkja og efla sportið.
Unnar bað mig að koma með tillögur að flokkaskipun eftir minn síðasta póst og muna þær birtast eftir að þau gögn sem beðið er eftir hafa skilað sér.
Bestu kveðjur
Asi J

Unnar Már Magnússon:

--- Quote from: 954 on October 05, 2010, 10:15:52 ---Sælir/Sælar
Nú er það svo að bílarnir og hjólin tilheyra sitthvoru batterínu í kerfinu, þe hjólin tilheyra MSÍ og bílarnir LÍA, þannig að samræming keppnisskilyrða þarf að fara fyrir sameiginlegan fund beggja.
Endanleg tilhögun keppnisregla verður að fara fyrir og vera samþykkt af götuhjólanefnd MSÍ sem leggur svo tillögur fyrir stjórn MSÍ sem svo samþykkir þær í framhaldinu, og ætla má þar af leiðandi að það sé verkefni stjórnar MSÍ að funda með LÍA til að ganga samræmingu fyrirkomulags keppna.
Í gangi er vinna við að afla upplýsinga um þær reglur sem gilda á nágrannalöndunum um hjóla kvartmílu, bæði í klúbba-og landskeppnum og mun götuhjólanefnd leggja þær fram hér til samanburðar um leið og öll gögn hafa borist.(svolítil "Jóhanna" í þessu::)
Ég vona að keppendur túlki ekki þetta innlegg á þann veg að götuhjólanefnd ætli sér að ganga sinn veg að hætti ríkisstjórnarinnar, heldur er stefnan að sjáfsögðu sú að leitast við að styrkja og efla sportið.
Unnar bað mig að koma með tillögur að flokkaskipun eftir minn síðasta póst og muna þær birtast eftir að þau gögn sem beðið er eftir hafa skilað sér.
Bestu kveðjur
Asi J

--- End quote ---

Hvenar var götuhjólanefnd stofnuð, af hverjum og hverjir eru í henni?

954:
Kvartmílu og götuhjólanefnd:

Edda Þórey 661-6688 honda@hive.is

Ásmundur Jespersen 698-7474 asij@hive.is

Magnús Finnbjörnsson 893-3634 miniv8@hotmail.com

Tilgangur nefndar:

Nefndin sér um reglur fyrir götuhjóla og sandspyrnu keppnir á vegum MSÍ og uppfærslur á þeim ár hvert ef þörf er á. Nefndin er stuðningaðili mótshaldara hverju sinni þ.e.a.s. ef mótshaldari þarf á faglegri ráðgjöf varðandi túlkun reglna eða til að framfylgja þeim ef um vafaathríði er að ræða fyrir mótshald.

Nefndin ber einnig ábyrgð á utanumhaldi á úrslitum úr þessum greinum og undirbýr verðlaunafhendingu á Íslandsmeisturum ár hvert ásamt því að vinna tillögur til stjórnar varðandi val á Íþróttamanni ársins og öðrum tilnefningum sem hefð er fyrir.

Tekið af vef msí, http://msisport.is/pages/nefndir/

jiiiis:

 Ein spuning varðandi ?

 o 3.1.3 Bifhjól stærri en 499 cc verða að vera með diskabremsur að framan.

 Þetta þýðir semsagt að ef ég eignast einhverntíma gamlan 650 Norton, BJS eða álíka gamlan café racer
 þá má ég ekki koma og keppa á því ?

 Þessi hjól eru öll meira og minna með skálabremsur 500cc +

 Mér finnst að það þurfi aðeins að hugsa út fyrir rammann.

 Þar sem það er ekki eitt einasta hjól að fara mæta með skálabremsur í keppni í þá
 flokka sem er verið að ákveða en þessar reglur er nokkuð skýrar fyrir mér og banna hreinlega
 önnur hjól sem ekki flokkast undir ,,norm"

jiiiis:
Kv Haffman

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version