Kvartmílan > Spyrnuspjall
INDEX MÁL
Gretar Franksson.:
Eða Valur! ekki ertu að spá í að vilja breyta grundvallar keppnisreglu(m) korter fyrir keppni??
Gretar Franksson.
eva racing:
Hæ.
Takk fyrir komin svör....
einsog komið hefur fram eru þessar reglur í "stöðugri skoðun"...
spurnig hvort svona "lagfæringar" eru breyting á "grundvallarreglum.
þetta myndi frekar flokkast undir Index leiðréttingar, sem eru stöðugt að koma t.d. í comp og stock/superstock. (jafnvel korter fyrir keppni)
En mín skoðun er að ef meirihluti keppenda telur þetta ekki þess virði að það sé verið að hræra í þessu, þá erum við ekki að breyta þessu.
það er það sem ég er að reyna að koma af stað hvort keppendur (þetta er jú þeirra hagsmunamál) finnst þetta ásættanlegt.
bíðum eftir aukinni svörun,
Valur Vífilss. reglulegur......
Shafiroff:
Sælir drengir. Ég er sammála VAL það þarf að ræða þetta . Málið er að þegar tækin eru svona ólík eins og raun ber vitni þá verður þetta alltaf erfitt [ það er að segja að sætta menn] gera þetta ásættanlegt fyrir alla. Það eru í megin atriðum tvær tegundir af OF keppendum. Það eru þessir sem eru alltaf með og setja öryggið og áræðanleikan í forgrunn,nú svo eru það þessir svokölluðu senuþjófar. Og hvað hverjir eru þeir og fyrir hvað standa þeir,jú þeir kaupa bara allt það besta frá NASA skiptir ekki máli kvað það kostar . Þessir menn koma svo með þessi tæki sín [ grilla þessa aumingja] til að salta allt og steikja. Nú stundum tekst það en yfirleitt fljúga þeir á hausinn með allt saman,þetta er staðreynd sem við erum marg búnir að verða vitni að. Þessi flokkur var settur upp til að það væri hægt að keppa í samræmi við Íslenskar aðstæður. Hér á árum áður þegar við kepptum í COMP sem er flokkur sem oft hefur verið nefndur PRO STOCK fátæka mannsinns .Var hestafla kapphlaupið slíkt að það gekk nánast að flokknum dauðum og sér í lagi sumum af þeim fáu sem höfðu efni á þessu dæmi. Þar var þetta þannig að ef maður fékk sér nýjan blandara þá breyttist INDEXIÐ . Ég er ansi hræddur um að það kæmi svipur á suma ef þeir þyrftu að taka þátt í því í öllu góðærinu. En talandi um þetta fyrirkomulag eins og það er í dag þá er það besta sem við höfum en það eru agnúar sem væri vert að skoða , sem dæmi NOS refsing fyrir það blásari og fl og fl.... .
ÁmK Racing:
Hæ gott að þið skylduð koma með þessa umræðu,það er bara besta mál.Mér prsónulega líst best á tilögu 6 í pósti Vals hér á undan.EN ÞAÐ ER MÍN SKOÐUN OG BIÐ ÉG MENN AÐ VIRÐA HANA ÁN SKÍTKASTS.Min skoðun á OF er að mér finnst þetta óspennandi keppnis fyrirkomulag sem ég hef mjög lítinn áhuga á að stunda en ef þetta er það sem menn vilja þá verður það bara að vera svo.Mér finnst samt að það sé kominn tími á að prufa eitthvað annað þetta hefur runnið sitt skeið.Hvað það er verðum við að finna út í rólegheitunum og vera svolítið open fyrir nýjungum,það er eitt að því sem er þessum Klúbb til ama er þessi hræðsla við að prufa eitthvað nýtt.Vona að þið virði þessa skoðun mína og lifið heil.kv Árni Kjartans
Stebbik:
Sæll Auðunn mér finnst þú nú vera kominn aðeins útfyrir umræðuefnið þegar þú ert farinn að tala um tegundir af keppendum
og tekk ég þá til mín því sem þú lýsir sem hinni tegundinni af keppenda, þú hlýtur að bíða spentur þegar maður gefst upp á þessu sporti
og er ég svo sem ekki hissa að það skuli ekki vera nýliðun í þessum flokki.
kveðja. Stefán sem er verkamaður í straumsvík með ofurlaun til að kaupa aðeins það besta =D>
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version